Tár féllu á síðasta borgarstjórnarfundi en Vigdís sér ekki eftir neinu Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 24. maí 2022 20:11 Öll eiga þessi fjögur það sameiginlegt að verða mun minna inni í Ráðhúsinu næstu fjögur árin en þau hafa verið síðustu fjögur ár. vísir Síðasti borgarstjórnarfundur kjörtímabilsins sem er að líða fór fram í dag. Og síðasti fundur í borgarstjórn þýðir auðvitað síðasti dagurinn í vinnunni fyrir þá borgarfulltrúa sem voru ekki kosnir inn í síðustu kosningum. Þetta getur verið tilfinningaþrungin stund eins og sást á Diljá Ámundadóttur, varaborgarfulltrúa Viðreisnar, sem felldi tár í síðustu ræðu sinni í borgarstjórn. Við litum við á síðasta fund kjörtímabilsins og ræddum sérstaklega við fráfarandi borgarfulltrúa sem munu ýmist halda áfram í pólitíkinni af hliðarlínunni eða sjá ekki fyrir sér að taka nokkurn tíma aftur þátt í pólitíkinni. Gengur frjáls út í sumarið á meðan aðrir sitja fastir á fundum Þannig er til dæmis með Vigdísi Hauksdóttur, sem var oddviti Miðflokksins á kjörtímabilinu. Hún sér fyrir sér að sínum pólitíska ferli sé lokið: „Því reikna ég nú frekar með get ég sagt þér. Ég er búin að vera 12 ár í almannaþjónustu sem kjörinn fulltrúi. Og það er bara nokkuð langur tími í lífi manns,“ segir Vigdís. Vigdís Hauksdóttir kveður borgarpólitíkina sátt með bros á vör.vísir/egill Vigdís segist nokkuð fegin að losna úr borgarpólitíkinni. Hún hafi séð það fyrir að Dagur B. Eggertsson, núverandi borgarstjóri, næði með einhverjum leiðum að mynda næsta meirihluta þrátt fyrir að síðustu tveir meirihlutar sem hann hafi leitt hafi fallið. Það hafi verið ein af ástæðunum fyrir því að hún hafi ákveðið að gefa ekki kost á sér aftur fyrir Miðflokkinn í kosningunum. „Nú geng ég frí og frjáls út í sumarið á meðan aðrir þurfa að sitja hér inni í fjögur ár,“ segir hún brosandi. En hvað tekur við hjá Vigdísi? „Ég veit það ekki. Framtíðin! Það er það eina sem ég veit.“ Spurð af hverju hún væri stoltust af á sínum ferli í borgarstjórn nefnir hún ýmsa hluti. Til dæmis segist hún hafa upplýst um fjármálaóreiðu sem hafi viðgengist í borginni um árabil. Er eitthvað sem þú sérð eftir? „Nei, ekki neitt. Ég bara tók þetta með stæl eins og mér er líkt og ég sé ekki eftir neinu.“ Fer betur yfir mistökin síðar í ævisögunni Pawel Bartoszek tapaði sæti sínu fyrir Viðreisn í kosningunum en sest nú á varamannabekkinn og stekkur inn á fundi á næsta kjörtímabili sem varaborgarfulltrúi þegar þarf. Hann segist finna fyrir blendnum tilfinningum við þessi vatnaskil: „En kannski fyrst og fremst bara þakklæti fyrir að hafa fengið að gegna þessu ótrúlega mikilvæga starfi sem borgarfulltrúahlutverkið er,“ segir Pawel. Pawel þykir ekki tímabært að segja til um hvort hann sjái eftir einhverjum af sínum verkum í borgarstjórn.vísir/egill En hvað stendur upp úr hjá Pawel eftir kjörtímabil hans í meirihluta í borgarstjórn? „Þetta voru náttúrulega ótrúlega viðburðarík fjögur ár. Kannski þessi mikla uppbygging sem hefur átt sér stað í Reykjavík. Þetta hefur verið metár og við höfum hlaupið mjög hratt til að láta það gerast,“ segir hann. En er eitthvað sem hann sér eftir á borgarstjórnarferlinum? „Ég held það sé of snemmt að byrja að tala um það. Ég er nú ekki hættur í stjórnmálum og ætla, eins og ég segi, að sinna varaborgarfulltrúahlutverki af alúð og alefli. Þannig að það verður að vera komið seinna í ævisöguna til að það sé hægt að gera það upp með heildstæðum hætti,“ segir Pawel. Aldrei segja aldrei Eyþór Arnalds, fráfarandi oddviti Sjálfstæðisflokksins, kveður borgarpólitíkina sáttur og sæll og snýr sér aftur að viðskiptum og tónlist. Eyþór hlakkar til að fá aftur að tengjast sínu heitt elskaða sellói sterkari böndum.vísir/egill „Það er náttúrulega yndislegt að tengjast aftur við sellóið og Todmobile og Tappa Tíkarass,“ segir Eyþór sem spilaði á selló í þeim hljómsveitum. Hvað finnst Eyþóri standa upp úr eftir kjörtímabilið? „Ég held að það sé fólkið. Það lifir með manni og svo íbúarnir að hafa heyrt þeirra sjónarmið. Það líður manni vel með líka.“ Eitthvað sem þú sérð eftir? „Maður á ekkert að sjá eftir... Ég held að ég eigi bara eftir að sjá eftir þessu húsi sem góðri minningu,“ segir Eyþór. Hann útilokar ekki endurkomu í pólitík í framtíðinni: „Maður á aldrei að segja aldrei en nú er bara aðalmálið að sinna því vel hverju sinni sem maður tekur sér fyrir hendur og vona að öðrum gangi vel.“ Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Reykjavík Viðreisn Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Fleiri fréttir Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Sjá meira
Þetta getur verið tilfinningaþrungin stund eins og sást á Diljá Ámundadóttur, varaborgarfulltrúa Viðreisnar, sem felldi tár í síðustu ræðu sinni í borgarstjórn. Við litum við á síðasta fund kjörtímabilsins og ræddum sérstaklega við fráfarandi borgarfulltrúa sem munu ýmist halda áfram í pólitíkinni af hliðarlínunni eða sjá ekki fyrir sér að taka nokkurn tíma aftur þátt í pólitíkinni. Gengur frjáls út í sumarið á meðan aðrir sitja fastir á fundum Þannig er til dæmis með Vigdísi Hauksdóttur, sem var oddviti Miðflokksins á kjörtímabilinu. Hún sér fyrir sér að sínum pólitíska ferli sé lokið: „Því reikna ég nú frekar með get ég sagt þér. Ég er búin að vera 12 ár í almannaþjónustu sem kjörinn fulltrúi. Og það er bara nokkuð langur tími í lífi manns,“ segir Vigdís. Vigdís Hauksdóttir kveður borgarpólitíkina sátt með bros á vör.vísir/egill Vigdís segist nokkuð fegin að losna úr borgarpólitíkinni. Hún hafi séð það fyrir að Dagur B. Eggertsson, núverandi borgarstjóri, næði með einhverjum leiðum að mynda næsta meirihluta þrátt fyrir að síðustu tveir meirihlutar sem hann hafi leitt hafi fallið. Það hafi verið ein af ástæðunum fyrir því að hún hafi ákveðið að gefa ekki kost á sér aftur fyrir Miðflokkinn í kosningunum. „Nú geng ég frí og frjáls út í sumarið á meðan aðrir þurfa að sitja hér inni í fjögur ár,“ segir hún brosandi. En hvað tekur við hjá Vigdísi? „Ég veit það ekki. Framtíðin! Það er það eina sem ég veit.“ Spurð af hverju hún væri stoltust af á sínum ferli í borgarstjórn nefnir hún ýmsa hluti. Til dæmis segist hún hafa upplýst um fjármálaóreiðu sem hafi viðgengist í borginni um árabil. Er eitthvað sem þú sérð eftir? „Nei, ekki neitt. Ég bara tók þetta með stæl eins og mér er líkt og ég sé ekki eftir neinu.“ Fer betur yfir mistökin síðar í ævisögunni Pawel Bartoszek tapaði sæti sínu fyrir Viðreisn í kosningunum en sest nú á varamannabekkinn og stekkur inn á fundi á næsta kjörtímabili sem varaborgarfulltrúi þegar þarf. Hann segist finna fyrir blendnum tilfinningum við þessi vatnaskil: „En kannski fyrst og fremst bara þakklæti fyrir að hafa fengið að gegna þessu ótrúlega mikilvæga starfi sem borgarfulltrúahlutverkið er,“ segir Pawel. Pawel þykir ekki tímabært að segja til um hvort hann sjái eftir einhverjum af sínum verkum í borgarstjórn.vísir/egill En hvað stendur upp úr hjá Pawel eftir kjörtímabil hans í meirihluta í borgarstjórn? „Þetta voru náttúrulega ótrúlega viðburðarík fjögur ár. Kannski þessi mikla uppbygging sem hefur átt sér stað í Reykjavík. Þetta hefur verið metár og við höfum hlaupið mjög hratt til að láta það gerast,“ segir hann. En er eitthvað sem hann sér eftir á borgarstjórnarferlinum? „Ég held það sé of snemmt að byrja að tala um það. Ég er nú ekki hættur í stjórnmálum og ætla, eins og ég segi, að sinna varaborgarfulltrúahlutverki af alúð og alefli. Þannig að það verður að vera komið seinna í ævisöguna til að það sé hægt að gera það upp með heildstæðum hætti,“ segir Pawel. Aldrei segja aldrei Eyþór Arnalds, fráfarandi oddviti Sjálfstæðisflokksins, kveður borgarpólitíkina sáttur og sæll og snýr sér aftur að viðskiptum og tónlist. Eyþór hlakkar til að fá aftur að tengjast sínu heitt elskaða sellói sterkari böndum.vísir/egill „Það er náttúrulega yndislegt að tengjast aftur við sellóið og Todmobile og Tappa Tíkarass,“ segir Eyþór sem spilaði á selló í þeim hljómsveitum. Hvað finnst Eyþóri standa upp úr eftir kjörtímabilið? „Ég held að það sé fólkið. Það lifir með manni og svo íbúarnir að hafa heyrt þeirra sjónarmið. Það líður manni vel með líka.“ Eitthvað sem þú sérð eftir? „Maður á ekkert að sjá eftir... Ég held að ég eigi bara eftir að sjá eftir þessu húsi sem góðri minningu,“ segir Eyþór. Hann útilokar ekki endurkomu í pólitík í framtíðinni: „Maður á aldrei að segja aldrei en nú er bara aðalmálið að sinna því vel hverju sinni sem maður tekur sér fyrir hendur og vona að öðrum gangi vel.“
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Reykjavík Viðreisn Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Fleiri fréttir Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent