„Ég er aðeins að verða gráðug núna“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2022 11:45 Harpa Þorsteinsdóttir hrósar hér Örnu Sig fyrir frammistöðu sína í sigurleiknum á Breiðabliki í gær. S2 Sport Miðvörðurinn Arna Sif Ásgrímsdóttir tryggði Valskonum 1-0 sigur á Breiðabliki í stórleik Bestu deildar kvenna í gærkvöldi en Arna var síðan gestur í Bestu mörkunum eftir leikinn. Arna Sif er nú búin að skora þrjú mörk í sex fyrstu leikjunum og hefur einnig farið fyrir Valsvörninni sem hefur haldið fjórum sinnum hreinu í fyrstu sex umferðunum. „Ég vil byrja á því að hrósa Örnu Sif fyrir frábæra frammistöðu í dag. Mér finnst merkilegt að þó hún hafi skorað þetta sigurmark þá má ekki gleyma því að hún hreinsaði í burtu einhverjar áttatíu hornspyrnur. Hún var ekki bara að skora heldur var hún líka að eiga virkilega góðan leik í hjarta varnarinnar eins og hún er búin að eiga ítrekað í sumar,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir, sérfræðingur Bestu markanna. Arna Sif Ásgrímsdóttir skorar hér sigurmarkið í leiknum í gær.Vísir/Pawel Arna Sif spilaði með Valsliðinu fyrir fyrir fimm árum en fór síðan aftur heim til Þór/KA sumarið 2018. Hún snéri aftur á Hlíðarenda fyrir þetta tímabil og Harpa vildi fá hana til að bera þessi lið saman. „Þetta er einhvern veginn allt annað. Síðast þegar ég var hjá Val þá var Valur að koma upp aftur eftir smá lægð. Maður fann alveg fyrir því en núna eru þær búnar að vera á toppnum í smá tíma. Andrúmsloftið er öðruvísi, körfur á að vinna allt, mikil samkeppni í hópnum og bæði gæðin og standardinn er hærri. Þetta er frábær umhverfi að vera í,“ sagði Arna Sif Ásgrímsdóttir. Arna Sif er mjög sátt við að spila við hliðina á Mist Edvardsdóttur. „Það er ógeðslega gaman. Hún er ógeðslega góð í fótbolta og miklu betri í fótbolta en mig minnti. Ég spilaði með henni bæði 2016 og 2017. þetta er bata ógeðslega góður fótboltamaður og það er heiður að spila þarna með henni,“ sagði Arna Sif. S2 Sport Helena Ólafsdóttir forvitnaðist um það hvort velgengi Valsliðsins í öðrum íþróttum sé að smitast inn í Valsliðið. „Já það er gríðarlega mikil stemmning og maður finnur það bara þegar maður labbar þarna inn. Það er einhvern veginn allir að hálfpartinn að peppa yfir sig og gefa hverjum öðrum fimmu. Ég held að það smiti klárlega í öll liðin,“ sagði Arna Sif. En eru miðverðirnir hjá Val í markakeppni? Arna Sif er með þrjú mörk og Mist með tvö. „Við erum ekki í markakeppni. Mist er svo slök yfir þessu. Hún ætlar ekki að setja sér nein markmið með mörk en ég er aðeins að verða gráðug núna,“ sagði Arna. „Ég hef alltaf skorað fjögur mörk á hverju einasta tímabili í svona átján ár og núna langar mig að fara í svona sex eða sjö. Ég ætla síðan einhvern tímann að finna mér lið þar sem ég fæ að vera senter,“ sagði Arna létt. Það má sjá spjallið við hana hér fyrir neðan. Klippa: Bestu mörkin: Arna Sif mættir í settið Besta deild kvenna Valur Bestu mörkin Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Íslenski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Sjá meira
Arna Sif er nú búin að skora þrjú mörk í sex fyrstu leikjunum og hefur einnig farið fyrir Valsvörninni sem hefur haldið fjórum sinnum hreinu í fyrstu sex umferðunum. „Ég vil byrja á því að hrósa Örnu Sif fyrir frábæra frammistöðu í dag. Mér finnst merkilegt að þó hún hafi skorað þetta sigurmark þá má ekki gleyma því að hún hreinsaði í burtu einhverjar áttatíu hornspyrnur. Hún var ekki bara að skora heldur var hún líka að eiga virkilega góðan leik í hjarta varnarinnar eins og hún er búin að eiga ítrekað í sumar,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir, sérfræðingur Bestu markanna. Arna Sif Ásgrímsdóttir skorar hér sigurmarkið í leiknum í gær.Vísir/Pawel Arna Sif spilaði með Valsliðinu fyrir fyrir fimm árum en fór síðan aftur heim til Þór/KA sumarið 2018. Hún snéri aftur á Hlíðarenda fyrir þetta tímabil og Harpa vildi fá hana til að bera þessi lið saman. „Þetta er einhvern veginn allt annað. Síðast þegar ég var hjá Val þá var Valur að koma upp aftur eftir smá lægð. Maður fann alveg fyrir því en núna eru þær búnar að vera á toppnum í smá tíma. Andrúmsloftið er öðruvísi, körfur á að vinna allt, mikil samkeppni í hópnum og bæði gæðin og standardinn er hærri. Þetta er frábær umhverfi að vera í,“ sagði Arna Sif Ásgrímsdóttir. Arna Sif er mjög sátt við að spila við hliðina á Mist Edvardsdóttur. „Það er ógeðslega gaman. Hún er ógeðslega góð í fótbolta og miklu betri í fótbolta en mig minnti. Ég spilaði með henni bæði 2016 og 2017. þetta er bata ógeðslega góður fótboltamaður og það er heiður að spila þarna með henni,“ sagði Arna Sif. S2 Sport Helena Ólafsdóttir forvitnaðist um það hvort velgengi Valsliðsins í öðrum íþróttum sé að smitast inn í Valsliðið. „Já það er gríðarlega mikil stemmning og maður finnur það bara þegar maður labbar þarna inn. Það er einhvern veginn allir að hálfpartinn að peppa yfir sig og gefa hverjum öðrum fimmu. Ég held að það smiti klárlega í öll liðin,“ sagði Arna Sif. En eru miðverðirnir hjá Val í markakeppni? Arna Sif er með þrjú mörk og Mist með tvö. „Við erum ekki í markakeppni. Mist er svo slök yfir þessu. Hún ætlar ekki að setja sér nein markmið með mörk en ég er aðeins að verða gráðug núna,“ sagði Arna. „Ég hef alltaf skorað fjögur mörk á hverju einasta tímabili í svona átján ár og núna langar mig að fara í svona sex eða sjö. Ég ætla síðan einhvern tímann að finna mér lið þar sem ég fæ að vera senter,“ sagði Arna létt. Það má sjá spjallið við hana hér fyrir neðan. Klippa: Bestu mörkin: Arna Sif mættir í settið
Besta deild kvenna Valur Bestu mörkin Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Íslenski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Sjá meira