Frá Selfossi að Ólympíugulli: Vésteinn með fyrirlestur á morgun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2022 12:00 Daniel Stahl og Simon Pettersson fagna saman eftir að hafa unnið gull og silfur Ólympíuleikunum í Tókýó á síðasta ári. Getty/Maja Hitij Vésteinn Hafsteinsson er mættur til Íslands með bæði gull- og silfurstrákinn sinn frá því á Ólympíuleikunum í Tókýó á síðasta ári. Vésteinn, sem er fyrrum Íslandsmetshafi í kringlukasti, hefur náð frábærum árangri sem þjálfari í Svíþjóð og á morgun fá gestir fyrirlesturs hans á Selfossi tækifæri til að heyra sögu besta þjálfara Svíþjóðar á síðasta ári. Með Vésteini eru kringlukastarnir Daniel Ståhl og Simon Pettersson sem unnu til gull- og silfurverðlauna á Ólympíuleikunum í Tókýó 2021. View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics) Ståhl og Pettersson eru líka í æfingabúðum á Selfossi og verður boðið upp á opna æfingu með þessum öflugu íþróttamönnum. Í kvöld er lyftingaæfing í Selfosshöllinni klukkan 17.00 og á morgun er kastæfing á Selfossvelli klukkan tíu um morguninn og svo Lyftingaæfing í Selfosshöllinni klukkan 15.30. Þar verður líka tækifæri fyrir aðdáendur að fá eiginhandaráritanir. Vésteinn mun síðan halda fyrirlestur um afreksþjálfun á morgun en hann hefur nafnið: Frá Selfossi að Ólympíugulli. Vésteinn hefur tekið þátt í tíu Ólympíuleikum og þjálfar bestu kringlukastara heims. Fyrirlesturinn fjallar um afreksmennsku og hvað þarf til að ná árangri. Það eru allir velkomnir. Fyrirlesturinn verður í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi á morgun, fimmtudaginn 26. maí, klukkan 18.00. Þeir Daniel Ståhl og Simon Pettersson verða síðan á meðal keppenda í kringlukastkeppninni á Selfoss Classic frjálsíþróttamótinu sem fer fram á laugardaginn 28. maí. Þetta er boðsmót og 75 ára afmælismót Frjálsíþróttasambands Íslands. Daniel Ståhl vann gullverðlaun á Ólympíuleikunum í Tókýó 2021 en hann hefur lengst kastað kringlunni 71,86 metra. Ståhl er 29 ára gamall og vann einnig gull á heimsmeistaramótinu 2019 og silfur á Evrópumótinu 2018. Simon Pettersson vann silfurverðlaun á Ólympíuleikunum í Tókýó 2021 en hann hefur lengst kastað kringlunni 69,48 metra. Pettersson er 28 ára gamall og var þarna að vinna sín fyrstu verðlaun á stórmóti. Okkar besti kringlukastari síðustu ár, Guðni Valur Guðnason mun keppa við þá en hann hefur lengst kastað kringlunni 69,35 metra. Mímir Sigurðsson og Valdimar Hjalti Erlendsson verða líka meðal keppenda. View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics) View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics) Frjálsar íþróttir Árborg Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti 29 ára stórmeistari látinn Sport „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Handbolti Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Körfubolti Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Enski boltinn Fleiri fréttir Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni 29 ára stórmeistari látinn Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Sjá meira
Vésteinn, sem er fyrrum Íslandsmetshafi í kringlukasti, hefur náð frábærum árangri sem þjálfari í Svíþjóð og á morgun fá gestir fyrirlesturs hans á Selfossi tækifæri til að heyra sögu besta þjálfara Svíþjóðar á síðasta ári. Með Vésteini eru kringlukastarnir Daniel Ståhl og Simon Pettersson sem unnu til gull- og silfurverðlauna á Ólympíuleikunum í Tókýó 2021. View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics) Ståhl og Pettersson eru líka í æfingabúðum á Selfossi og verður boðið upp á opna æfingu með þessum öflugu íþróttamönnum. Í kvöld er lyftingaæfing í Selfosshöllinni klukkan 17.00 og á morgun er kastæfing á Selfossvelli klukkan tíu um morguninn og svo Lyftingaæfing í Selfosshöllinni klukkan 15.30. Þar verður líka tækifæri fyrir aðdáendur að fá eiginhandaráritanir. Vésteinn mun síðan halda fyrirlestur um afreksþjálfun á morgun en hann hefur nafnið: Frá Selfossi að Ólympíugulli. Vésteinn hefur tekið þátt í tíu Ólympíuleikum og þjálfar bestu kringlukastara heims. Fyrirlesturinn fjallar um afreksmennsku og hvað þarf til að ná árangri. Það eru allir velkomnir. Fyrirlesturinn verður í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi á morgun, fimmtudaginn 26. maí, klukkan 18.00. Þeir Daniel Ståhl og Simon Pettersson verða síðan á meðal keppenda í kringlukastkeppninni á Selfoss Classic frjálsíþróttamótinu sem fer fram á laugardaginn 28. maí. Þetta er boðsmót og 75 ára afmælismót Frjálsíþróttasambands Íslands. Daniel Ståhl vann gullverðlaun á Ólympíuleikunum í Tókýó 2021 en hann hefur lengst kastað kringlunni 71,86 metra. Ståhl er 29 ára gamall og vann einnig gull á heimsmeistaramótinu 2019 og silfur á Evrópumótinu 2018. Simon Pettersson vann silfurverðlaun á Ólympíuleikunum í Tókýó 2021 en hann hefur lengst kastað kringlunni 69,48 metra. Pettersson er 28 ára gamall og var þarna að vinna sín fyrstu verðlaun á stórmóti. Okkar besti kringlukastari síðustu ár, Guðni Valur Guðnason mun keppa við þá en hann hefur lengst kastað kringlunni 69,35 metra. Mímir Sigurðsson og Valdimar Hjalti Erlendsson verða líka meðal keppenda. View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics) View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics)
Frjálsar íþróttir Árborg Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti 29 ára stórmeistari látinn Sport „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Handbolti Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Körfubolti Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Enski boltinn Fleiri fréttir Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni 29 ára stórmeistari látinn Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Sjá meira