Uppáhalds landsleikir Dagnýjar: „Allt gekk einhvern veginn upp“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. maí 2022 09:01 Dagný Brynjarsdóttir tæklar Önnu Blaesse í leik Þýskalands og Íslands í undankeppni HM haustið 2017. Hún segist sennilega aldrei hafa spilað betri landsleik en þá. getty/Matthias Hangst Dagný Brynjarsdóttir segir að tveir landsleikir standi upp úr af þeim 101 sem hún hefur spilað. Hún skoraði í þeim báðum. Dagný komst í hundrað landsleikja klúbbinn í apríl þegar hún lék og skoraði í 0-5 sigri Íslands á Hvíta-Rússlandi í Belgrad í undankeppni HM 2023. Hún lék svo landsleik númer 101 þegar Ísland vann afar mikilvægan sigur á Tékklandi, 0-1, í undankeppni HM nokkrum dögum síðar. Blaðamaður Vísis ræddi við Dagnýju milli leikjanna gegn Hvíta-Rússlandi og Tékklandi og bað hana um að nefna eftirminnilegustu leikina á tólf ára ferli í landsliðinu. Rangæyingurinn segir að tveir landsleikir standi upp úr, gegn Hollandi í lokaumferð riðlakeppninnar á EM 2013 og gegn Þýskalandi í undankeppni HM 2017. Dagný skoraði eina mark leiksins gegn Hollendingum en með sigrinum komust Íslendingar í átta liða úrslit EM. Hún skoraði svo tvö mörk í 2-3 sigri á Þýskalandi á útivelli. Það var fyrsti, og enn eini, sigur Íslands á sameiginlegu liði Þýskalands í A-landsleik karla og kvenna. „Ég held ég geti ekki valið einn stóran leik, þeir eru tveir. Það er leikurinn gegn Hollandi á EM 2013 en það er ekki hægt að horfa framhjá því þegar við unnum Þjóðverja 2-3 á útivelli í undankeppni HM,“ sagði Dagný. „Sá leikur var ótrúlega vel settur upp af þjálfurunum og vel framkvæmdur af okkur leikmönnunum. Allt gekk einhvern veginn upp í þeim leik. Þetta eru þeir tveir leikir sem standa mest upp úr.“ Klippa: Dagný um eftirminnilegustu landsleikina Sem fyrr sagði komu tvö af 34 landsliðsmörkum Dagnýjar í sigrinum frækna á Þýskalandi fyrir tæpum fimm árum. „Ég skoraði tvö og var með stoðsendingu. Þetta var örugglega einn af mínum betri landsleikjum,“ sagði Dagný sem er á leið á sitt þriðja Evrópumót með íslenska landsliðinu. Hún lagði upp eina mark Íslands á síðasta EM. Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Dagný framlengdi við West Ham: „Fullkomin fyrirmynd fyrir allar konur“ Íslenska landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir verður áfram í London næstu árin en hún hefur gengið frá nýjum samningi við enska úrvalsdeildarfélagið West Ham. 20. maí 2022 13:30 Dagný hélt að umbinn væri að grínast þegar hann sagði henni af áhuga West Ham Dagný Brynjarsdóttir fann að hún var ekki tilbúin að gefa atvinnumennskuna upp á bátinn þegar hún lék með Selfossi sumarið 2020. Hún hélt að umboðsmaðurinn sinn væri að grínast þegar hann sagði henni frá áhuga West Ham. 28. apríl 2022 09:00 Dagný: Væri ótrúlega gaman að ná Fríðu og skora fjörutíu landsliðsmörk Dagný Brynjarsdóttir lék landsleikur númer hundrað þegar Ísland vann stórsigur á Hvíta-Rússlandi, 0-5, í undankeppni HM á fimmtudaginn. Hún hélt upp á áfangann með því að skora. 10. apríl 2022 12:31 Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Í beinni: Valur - FH | Geta farið í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Sjá meira
Dagný komst í hundrað landsleikja klúbbinn í apríl þegar hún lék og skoraði í 0-5 sigri Íslands á Hvíta-Rússlandi í Belgrad í undankeppni HM 2023. Hún lék svo landsleik númer 101 þegar Ísland vann afar mikilvægan sigur á Tékklandi, 0-1, í undankeppni HM nokkrum dögum síðar. Blaðamaður Vísis ræddi við Dagnýju milli leikjanna gegn Hvíta-Rússlandi og Tékklandi og bað hana um að nefna eftirminnilegustu leikina á tólf ára ferli í landsliðinu. Rangæyingurinn segir að tveir landsleikir standi upp úr, gegn Hollandi í lokaumferð riðlakeppninnar á EM 2013 og gegn Þýskalandi í undankeppni HM 2017. Dagný skoraði eina mark leiksins gegn Hollendingum en með sigrinum komust Íslendingar í átta liða úrslit EM. Hún skoraði svo tvö mörk í 2-3 sigri á Þýskalandi á útivelli. Það var fyrsti, og enn eini, sigur Íslands á sameiginlegu liði Þýskalands í A-landsleik karla og kvenna. „Ég held ég geti ekki valið einn stóran leik, þeir eru tveir. Það er leikurinn gegn Hollandi á EM 2013 en það er ekki hægt að horfa framhjá því þegar við unnum Þjóðverja 2-3 á útivelli í undankeppni HM,“ sagði Dagný. „Sá leikur var ótrúlega vel settur upp af þjálfurunum og vel framkvæmdur af okkur leikmönnunum. Allt gekk einhvern veginn upp í þeim leik. Þetta eru þeir tveir leikir sem standa mest upp úr.“ Klippa: Dagný um eftirminnilegustu landsleikina Sem fyrr sagði komu tvö af 34 landsliðsmörkum Dagnýjar í sigrinum frækna á Þýskalandi fyrir tæpum fimm árum. „Ég skoraði tvö og var með stoðsendingu. Þetta var örugglega einn af mínum betri landsleikjum,“ sagði Dagný sem er á leið á sitt þriðja Evrópumót með íslenska landsliðinu. Hún lagði upp eina mark Íslands á síðasta EM.
Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Dagný framlengdi við West Ham: „Fullkomin fyrirmynd fyrir allar konur“ Íslenska landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir verður áfram í London næstu árin en hún hefur gengið frá nýjum samningi við enska úrvalsdeildarfélagið West Ham. 20. maí 2022 13:30 Dagný hélt að umbinn væri að grínast þegar hann sagði henni af áhuga West Ham Dagný Brynjarsdóttir fann að hún var ekki tilbúin að gefa atvinnumennskuna upp á bátinn þegar hún lék með Selfossi sumarið 2020. Hún hélt að umboðsmaðurinn sinn væri að grínast þegar hann sagði henni frá áhuga West Ham. 28. apríl 2022 09:00 Dagný: Væri ótrúlega gaman að ná Fríðu og skora fjörutíu landsliðsmörk Dagný Brynjarsdóttir lék landsleikur númer hundrað þegar Ísland vann stórsigur á Hvíta-Rússlandi, 0-5, í undankeppni HM á fimmtudaginn. Hún hélt upp á áfangann með því að skora. 10. apríl 2022 12:31 Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Í beinni: Valur - FH | Geta farið í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Sjá meira
Dagný framlengdi við West Ham: „Fullkomin fyrirmynd fyrir allar konur“ Íslenska landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir verður áfram í London næstu árin en hún hefur gengið frá nýjum samningi við enska úrvalsdeildarfélagið West Ham. 20. maí 2022 13:30
Dagný hélt að umbinn væri að grínast þegar hann sagði henni af áhuga West Ham Dagný Brynjarsdóttir fann að hún var ekki tilbúin að gefa atvinnumennskuna upp á bátinn þegar hún lék með Selfossi sumarið 2020. Hún hélt að umboðsmaðurinn sinn væri að grínast þegar hann sagði henni frá áhuga West Ham. 28. apríl 2022 09:00
Dagný: Væri ótrúlega gaman að ná Fríðu og skora fjörutíu landsliðsmörk Dagný Brynjarsdóttir lék landsleikur númer hundrað þegar Ísland vann stórsigur á Hvíta-Rússlandi, 0-5, í undankeppni HM á fimmtudaginn. Hún hélt upp á áfangann með því að skora. 10. apríl 2022 12:31