Skipti samkynhneigð út fyrir krullurnar í ritskoðaðri ræðu Kjartan Kjartansson skrifar 25. maí 2022 15:08 Zander Moricz í ræðupúlti við skólaslit Pine View-framhaldsskólans á Flórída. Twitter Nemandi sem flutti ræðu við útskrift í framhaldsskóla á Flórída í Bandaríkjunum vakti mikla athygli fyrir hvernig honum tókst að koma skilaboðum sínum til skila þrátt fyrir að skólastjórinn hefði bannað honum að tala um samkynhneigð sína. Zander Moricz var falið að flytja ræðu við skólaslit í Pine View-framhaldsskólanum í Osprey í Flórída. Hann er samkynhneigður og yngsti stefnandinn í hópmálsókn til að hnekkja nýjum lögum sem repúblikanar á Flórída samþykktu nýlega og takmarka umræðu um kynhneigð og kyn í skólastofum. Sá böggull fylgdi skammrifi að skólastjórinn tjáði Moricz að ef hann notaði orðið „samkynhneigður“ í ræðunni yrði slökkt á hljóðnemanum. Moricz sem er hrokkinnhærður, dó þá ekki ráðalaus heldur notaði krullurnar sem myndlíkingu fyrir kynhneigð sína. „Ég hataði krullurnar mínar. Ég skammaðist mín fyrir þær frá morgni til kvöld og reyndi að slétta úr þessum hluta af því sem ég er en daglegi skaðinn af því að reyna að gera við mig varð of mikill til að umbera,“ sagði Moricz sem var bekkjarforseti nemenda á síðasta ári, að því er kemur fram í frétt Washington Post. florida high school class president zander moricz was told by his school that they would cut his microphone if he said gay in his grad speech, so he replaced gay with having curly hair. i am in awe pic.twitter.com/OqLbar5bwq— matt (@mattxiv) May 24, 2022 „Þannig að þrátt fyrir að það sé erfitt að vera með krullur á Flórída vegna rakans ákvað ég að vera stoltur af því hver ég er og byrjaði að mæta í skólann sem ég sjálfur,“ sagði hann og duldist engum við hvað hann ætti. Lögin sem takmarka hvað kennarar mega segja í skólum eiga að taka gildi 1. júlí. Samkvæmt þeim mega kennarar við leikskóla og upp í grunnskóla ekki ræða kyn eða kynhneigð í tímum. Kennarar í eldri bekkjum þurfa að passa að það sem þeir segi um þau efni séu í samræmi við þroska nemenda án þess að það sé skilgreint frekar. Andstæðingar laganna, sem nefnast formlega Réttindi foreldra í menntun, hafa nefnt þau „ekki segja samkynhneigð“. Málsóknin sem Moricz er hluti af byggist á því að lögin skaði hinsegin nemendur og fjölskyldur þeirra og brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti þeirra til frjálsrar tjáningar og til jafnrar verndar samkvæmt lögum. Skólastjórinn í Pine View svaraði ekki fyrirspurn Washington Post en talskona skólayfirvalda í Sarasota-sýslu staðfesti að skólastjórinn hefði hitt Moricz til að fara yfir til hvers væri ætlast af honum sem ræðumanni. Hann hefði ekki sagt honum að nota ekki orðið „samkynhneigður“. Bandaríkin Hinsegin Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Fleiri fréttir Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Sjá meira
Zander Moricz var falið að flytja ræðu við skólaslit í Pine View-framhaldsskólanum í Osprey í Flórída. Hann er samkynhneigður og yngsti stefnandinn í hópmálsókn til að hnekkja nýjum lögum sem repúblikanar á Flórída samþykktu nýlega og takmarka umræðu um kynhneigð og kyn í skólastofum. Sá böggull fylgdi skammrifi að skólastjórinn tjáði Moricz að ef hann notaði orðið „samkynhneigður“ í ræðunni yrði slökkt á hljóðnemanum. Moricz sem er hrokkinnhærður, dó þá ekki ráðalaus heldur notaði krullurnar sem myndlíkingu fyrir kynhneigð sína. „Ég hataði krullurnar mínar. Ég skammaðist mín fyrir þær frá morgni til kvöld og reyndi að slétta úr þessum hluta af því sem ég er en daglegi skaðinn af því að reyna að gera við mig varð of mikill til að umbera,“ sagði Moricz sem var bekkjarforseti nemenda á síðasta ári, að því er kemur fram í frétt Washington Post. florida high school class president zander moricz was told by his school that they would cut his microphone if he said gay in his grad speech, so he replaced gay with having curly hair. i am in awe pic.twitter.com/OqLbar5bwq— matt (@mattxiv) May 24, 2022 „Þannig að þrátt fyrir að það sé erfitt að vera með krullur á Flórída vegna rakans ákvað ég að vera stoltur af því hver ég er og byrjaði að mæta í skólann sem ég sjálfur,“ sagði hann og duldist engum við hvað hann ætti. Lögin sem takmarka hvað kennarar mega segja í skólum eiga að taka gildi 1. júlí. Samkvæmt þeim mega kennarar við leikskóla og upp í grunnskóla ekki ræða kyn eða kynhneigð í tímum. Kennarar í eldri bekkjum þurfa að passa að það sem þeir segi um þau efni séu í samræmi við þroska nemenda án þess að það sé skilgreint frekar. Andstæðingar laganna, sem nefnast formlega Réttindi foreldra í menntun, hafa nefnt þau „ekki segja samkynhneigð“. Málsóknin sem Moricz er hluti af byggist á því að lögin skaði hinsegin nemendur og fjölskyldur þeirra og brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti þeirra til frjálsrar tjáningar og til jafnrar verndar samkvæmt lögum. Skólastjórinn í Pine View svaraði ekki fyrirspurn Washington Post en talskona skólayfirvalda í Sarasota-sýslu staðfesti að skólastjórinn hefði hitt Moricz til að fara yfir til hvers væri ætlast af honum sem ræðumanni. Hann hefði ekki sagt honum að nota ekki orðið „samkynhneigður“.
Bandaríkin Hinsegin Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Fleiri fréttir Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Sjá meira