Heimir: Við erum alltof mikið að horfa og gleyma að dekka mennina okkar Smári Jökull Jónsson skrifar 26. maí 2022 22:21 Heimir var þungur á brún eftir leikinn í kvöpld enda hans menn dottnir út úr Mjólkurbikarnum. Vísir/Hulda Margrét „Það er áhyggjuefni að við fáum á okkur fjögur mörk eftir föst leikatriði og eitt markið er þannig að þeir unnu held ég þrjá seinni bolta í teignum áður en þeir skoruðu,“ sagði Heimir Guðjónsson þjálfari Vals eftir 6-2 tapið gegn Blikum í Mjólkurbikarnum í kvöld. „Ég held nú að ef við gerum upp leikinn þá fannst mér við vera fínir í fyrri hálfleiknum, sýndum karakter þegar við lendum undir og skoruðum tvö góð mörk. Við fengum mikla möguleika á að skora fleiri mörk í fyrri hálfleiknum en nýttum það ekki,“ sagði Heimir í samtali við Vísi eftir leik í kvöld. Heimir var ekki ánægður með varnarvinnu sinna manna. „Við erum alltof mikið að horfa og gleyma að dekka mennina okkar. Við fengum svo á okkur mark eftir hornspyrnu, vorum steinsofandi. Í seinni hálfleik þá fannst mér þeir vera ofan á og það var svipað og gegn Víkingi á sunnudag.“ Eftir að Blikar komust í 3-2, snemma í síðari hálfleik, færðu Valsmenn sig framar á völlinn og það nýtti heimaliðið sér vel. „Við náðum ekki að klára sóknirnar okkar, við þurftum að fara framar. Það er ekkert annað tækifæri þannig að við fórum og pressuðum, gerðum það ekki nógu vel og það slitnaði svolítið á milli.“ „Við vorum að hleypa þeim í hraðar sóknir og þeir nýttu sér það. Ísak (Snær Þorvaldsson) kom inn í hálfleik og við réðum illa við hann. Þeir fóru að beita löngum boltum og við réðum bara ekki við það.“ Þrátt fyrir að markatalan skipti ekki máli í bikarleikjum viðurkennir Heimir að það svíði að tapa 6-2. „Að sjálfsögðu. Sem betur fer eigum við leik á sunnudaginn og við þurfum að byrja á grunninum. Það er eina leiðin til að vinna sig út úr vandræðum og svo verðum við bara að halda áfram.“ Mjólkurbikar karla Breiðablik Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Valur 6-2 | Blikar völtuðu yfir Val og eru komnir í 16-liða úrslit Breiðablik er komið í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins eftir 6-2 stórsigur gegn Val. Staðan í hálfleik var 2-2 en Kópavogspiltar keyrðu yfir Valsmenn í síðari hálfleiknum. 26. maí 2022 21:34 Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Gerrard neitaði Rangers Fótbolti Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Fleiri fréttir Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Sjá meira
„Ég held nú að ef við gerum upp leikinn þá fannst mér við vera fínir í fyrri hálfleiknum, sýndum karakter þegar við lendum undir og skoruðum tvö góð mörk. Við fengum mikla möguleika á að skora fleiri mörk í fyrri hálfleiknum en nýttum það ekki,“ sagði Heimir í samtali við Vísi eftir leik í kvöld. Heimir var ekki ánægður með varnarvinnu sinna manna. „Við erum alltof mikið að horfa og gleyma að dekka mennina okkar. Við fengum svo á okkur mark eftir hornspyrnu, vorum steinsofandi. Í seinni hálfleik þá fannst mér þeir vera ofan á og það var svipað og gegn Víkingi á sunnudag.“ Eftir að Blikar komust í 3-2, snemma í síðari hálfleik, færðu Valsmenn sig framar á völlinn og það nýtti heimaliðið sér vel. „Við náðum ekki að klára sóknirnar okkar, við þurftum að fara framar. Það er ekkert annað tækifæri þannig að við fórum og pressuðum, gerðum það ekki nógu vel og það slitnaði svolítið á milli.“ „Við vorum að hleypa þeim í hraðar sóknir og þeir nýttu sér það. Ísak (Snær Þorvaldsson) kom inn í hálfleik og við réðum illa við hann. Þeir fóru að beita löngum boltum og við réðum bara ekki við það.“ Þrátt fyrir að markatalan skipti ekki máli í bikarleikjum viðurkennir Heimir að það svíði að tapa 6-2. „Að sjálfsögðu. Sem betur fer eigum við leik á sunnudaginn og við þurfum að byrja á grunninum. Það er eina leiðin til að vinna sig út úr vandræðum og svo verðum við bara að halda áfram.“
Mjólkurbikar karla Breiðablik Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Valur 6-2 | Blikar völtuðu yfir Val og eru komnir í 16-liða úrslit Breiðablik er komið í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins eftir 6-2 stórsigur gegn Val. Staðan í hálfleik var 2-2 en Kópavogspiltar keyrðu yfir Valsmenn í síðari hálfleiknum. 26. maí 2022 21:34 Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Gerrard neitaði Rangers Fótbolti Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Fleiri fréttir Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - Valur 6-2 | Blikar völtuðu yfir Val og eru komnir í 16-liða úrslit Breiðablik er komið í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins eftir 6-2 stórsigur gegn Val. Staðan í hálfleik var 2-2 en Kópavogspiltar keyrðu yfir Valsmenn í síðari hálfleiknum. 26. maí 2022 21:34