Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Fram 22-23 | Fram er Íslandsmeistari Andri Már Eggertsson skrifar 29. maí 2022 22:10 Fram er Íslandsmeistari 2022 Vísir/Hulda Margrét Fram er Íslandsmeistari í handbolta kvenna í 23. skipti eftir eins marks sigur gegn Val í fjórða leik liðanna, 22-23. Leikurinn fór rólega af stað. Þetta var fjórði leikurinn í einvíginu og var ekki mikill hraði til að byrja með. Valur var í vandræðum með að skora til að byrja með og eftir níu mínútur höfðu heimakonur aðeins skorað eitt mark úr opnum leik. Auður Ester Gestsdóttir skoraði eitt mark í kvöldVísir/Hulda Margrét Valskonur fundu síðan betri takt og náðu að skora auðveld mörk og var staðan jöfn 5-5 þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður. Gestirnir frá Safamýrinni náðu öflugum kafla og gerðu þrjú mörk í röð. Áhlaup Fram skilaði tveggja marka forskoti 8-10 sem var mesta forskot Fram í fyrri hálfleik. Thea Imani Sturludóttir átti erfitt uppdráttar í síðasta leik og byrjaði þennan leik ekki vel. Thea tók fjögur skot í fyrri hálfleik en tókst ekki að skora Thea Imani skoraði 4 mörk í seinni hálfleikVísir/Hulda Margrét Fram var marki yfir í hálfleik 10-11. Það var ekki að sjá í byrjun seinni hálfleiks að tímabilið væri undir hjá Val. Heimakonur voru í miklum vandræðum með vörn Fram og voru sjö mínútur liðnar þegar fyrsta markið úr opnum leik kom. Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, tók leikhlé fjórum mörkum undir. Stella Sigurðardóttir, leikmaður Fram, fékk beint rautt spjald þegar tólf mínútur voru liðnar af síðari hálfleik og snérist leikurinn við eftir það. Stella Sigurðardóttir fékk beint rautt spjald í leik kvöldsinsVísir/Hulda Margrét Valur steig á bensíngjöfina og gekk allt upp hjá heimakonum á báðum endum vallarins. Þegar átta mínútur voru til leiksloka var leikurinn jafn 19-19. Fram var sterkari aðilinn á síðustu fimm mínútunum sem skilaði eins marks sigri 22-23. Fram fagnaði Íslandsmeistaratitlinum með sínum stuðningsmönnumVísir/Hulda Margrét Af hverju vann Fram? Það munaði ekki miklu í einvíginu sem endaði samanlagt 102-98 Fram í vil sem endar tímabilið sem deildar og Íslandsmeistari. Hverjar stóðu upp úr? Karen Knútsdóttir var valin besti leikmaður úrslitakeppninnar og var svo sannarlega vel að því komin. Hún skoraði 9 mörk í kvöld en í einvíginu skoraði hún samanlagt 34 mörk. Hvað gekk illa? Byrjun Vals bæði í fyrri og seinni hálfleik var ekki góð og þegar talið var upp úr pokanum gæti það hafa kostað Val leikinn. Hvað gerist næst? Bæði lið fá núna kærkomið frí eftir langt mót. Ágúst: Gerðum okkur sekar um mistök á mikilvægum auganblikum Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, var svekktur með silfriðVísir/Hulda Margrét Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, var afar svekktur með að enda Íslandsmótið á silfri. „Það er ekki góð tilfinning að horfa upp á annað lið verða Íslandsmeistari á eigin heimavelli. Fram var klókari í þessu einvígi og betri en við sem gerðum klaufaleg mistök á stórum augnablikum í öllum leikjunum,“ sagði Ágúst og óskaði Fram til hamingju með titilinn. Ágúst hrósaði Karen Knútsdóttur sem að hans mati var stór partur af Íslandsmeistaratitli Fram. „Fram var sterkri á svellinu en við í þessu einvígi. Þær hafa Karen [Knútsdóttur] í sínu liði. Fram er með marga góða leikmenn meðal annars Hafdísi [Renötudóttur] sem lokaði tveimur leikjum,“ sagði Ágúst að lokum. Emma Olsson: Fram er besta liðið sem ég hef spilað með Emma Olsson fagnaði titlinum með HafdísiVísir/Hulda Margrét Emma Olsson, leikmaður Fram, var í skýjunum með Íslandsmeistaratitilinn eftir leik. „Ég get ekki lýst því hversu ljúft það er að enda tímann á Íslandi með titli. Þetta var markmiðið í upphafi móts og að ná því með þessu liði er frábært,“ sagði Emma Olsson sem fer til Dortmund á næsta tímabili. Emma talaði afar vel um Fram og fannst henni þetta besta liðið sem hún hefur verið í á ferlinum. „Þetta var frábær tími í Fram og ég elska þetta félag. Þetta er besta lið sem ég hef spilað með. Þjálfarinn, stelpurnar og allir aðrir sem komu að þessu félagi voru frábær í alla staði.“ Emma hrósaði einnig stuðningsmönnum Fram sem fjölmenntu í Origo-höllina. „Stuðningsmennirnir okkar hafa verið frábærir í allan vetur. Það var með ólíkindum hvað það mættu margir á heimavöll Vals,“ sagði Emma að lokum. Myndir: Ragnheiður Júlíusdóttir með bikarinnVísir/Hulda Margrét Stefán Arnarson með bikarinnVísir/Hulda Margrét Framkonur fögnuðu innilega í leikslokVísir/Hulda Margrét Það var mikil gleði eftir leikVísir/Hulda Margrét Valur fékk silfriðVísir/Hulda Margrét Leikmenn Vals voru í sárum eftir leikVísir/Hulda Margrét Karen var valin mikilvægasti leikmaður úrslitakeppninnarVísir/Hulda Margrét Olís-deild kvenna Fram Valur
Fram er Íslandsmeistari í handbolta kvenna í 23. skipti eftir eins marks sigur gegn Val í fjórða leik liðanna, 22-23. Leikurinn fór rólega af stað. Þetta var fjórði leikurinn í einvíginu og var ekki mikill hraði til að byrja með. Valur var í vandræðum með að skora til að byrja með og eftir níu mínútur höfðu heimakonur aðeins skorað eitt mark úr opnum leik. Auður Ester Gestsdóttir skoraði eitt mark í kvöldVísir/Hulda Margrét Valskonur fundu síðan betri takt og náðu að skora auðveld mörk og var staðan jöfn 5-5 þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður. Gestirnir frá Safamýrinni náðu öflugum kafla og gerðu þrjú mörk í röð. Áhlaup Fram skilaði tveggja marka forskoti 8-10 sem var mesta forskot Fram í fyrri hálfleik. Thea Imani Sturludóttir átti erfitt uppdráttar í síðasta leik og byrjaði þennan leik ekki vel. Thea tók fjögur skot í fyrri hálfleik en tókst ekki að skora Thea Imani skoraði 4 mörk í seinni hálfleikVísir/Hulda Margrét Fram var marki yfir í hálfleik 10-11. Það var ekki að sjá í byrjun seinni hálfleiks að tímabilið væri undir hjá Val. Heimakonur voru í miklum vandræðum með vörn Fram og voru sjö mínútur liðnar þegar fyrsta markið úr opnum leik kom. Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, tók leikhlé fjórum mörkum undir. Stella Sigurðardóttir, leikmaður Fram, fékk beint rautt spjald þegar tólf mínútur voru liðnar af síðari hálfleik og snérist leikurinn við eftir það. Stella Sigurðardóttir fékk beint rautt spjald í leik kvöldsinsVísir/Hulda Margrét Valur steig á bensíngjöfina og gekk allt upp hjá heimakonum á báðum endum vallarins. Þegar átta mínútur voru til leiksloka var leikurinn jafn 19-19. Fram var sterkari aðilinn á síðustu fimm mínútunum sem skilaði eins marks sigri 22-23. Fram fagnaði Íslandsmeistaratitlinum með sínum stuðningsmönnumVísir/Hulda Margrét Af hverju vann Fram? Það munaði ekki miklu í einvíginu sem endaði samanlagt 102-98 Fram í vil sem endar tímabilið sem deildar og Íslandsmeistari. Hverjar stóðu upp úr? Karen Knútsdóttir var valin besti leikmaður úrslitakeppninnar og var svo sannarlega vel að því komin. Hún skoraði 9 mörk í kvöld en í einvíginu skoraði hún samanlagt 34 mörk. Hvað gekk illa? Byrjun Vals bæði í fyrri og seinni hálfleik var ekki góð og þegar talið var upp úr pokanum gæti það hafa kostað Val leikinn. Hvað gerist næst? Bæði lið fá núna kærkomið frí eftir langt mót. Ágúst: Gerðum okkur sekar um mistök á mikilvægum auganblikum Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, var svekktur með silfriðVísir/Hulda Margrét Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, var afar svekktur með að enda Íslandsmótið á silfri. „Það er ekki góð tilfinning að horfa upp á annað lið verða Íslandsmeistari á eigin heimavelli. Fram var klókari í þessu einvígi og betri en við sem gerðum klaufaleg mistök á stórum augnablikum í öllum leikjunum,“ sagði Ágúst og óskaði Fram til hamingju með titilinn. Ágúst hrósaði Karen Knútsdóttur sem að hans mati var stór partur af Íslandsmeistaratitli Fram. „Fram var sterkri á svellinu en við í þessu einvígi. Þær hafa Karen [Knútsdóttur] í sínu liði. Fram er með marga góða leikmenn meðal annars Hafdísi [Renötudóttur] sem lokaði tveimur leikjum,“ sagði Ágúst að lokum. Emma Olsson: Fram er besta liðið sem ég hef spilað með Emma Olsson fagnaði titlinum með HafdísiVísir/Hulda Margrét Emma Olsson, leikmaður Fram, var í skýjunum með Íslandsmeistaratitilinn eftir leik. „Ég get ekki lýst því hversu ljúft það er að enda tímann á Íslandi með titli. Þetta var markmiðið í upphafi móts og að ná því með þessu liði er frábært,“ sagði Emma Olsson sem fer til Dortmund á næsta tímabili. Emma talaði afar vel um Fram og fannst henni þetta besta liðið sem hún hefur verið í á ferlinum. „Þetta var frábær tími í Fram og ég elska þetta félag. Þetta er besta lið sem ég hef spilað með. Þjálfarinn, stelpurnar og allir aðrir sem komu að þessu félagi voru frábær í alla staði.“ Emma hrósaði einnig stuðningsmönnum Fram sem fjölmenntu í Origo-höllina. „Stuðningsmennirnir okkar hafa verið frábærir í allan vetur. Það var með ólíkindum hvað það mættu margir á heimavöll Vals,“ sagði Emma að lokum. Myndir: Ragnheiður Júlíusdóttir með bikarinnVísir/Hulda Margrét Stefán Arnarson með bikarinnVísir/Hulda Margrét Framkonur fögnuðu innilega í leikslokVísir/Hulda Margrét Það var mikil gleði eftir leikVísir/Hulda Margrét Valur fékk silfriðVísir/Hulda Margrét Leikmenn Vals voru í sárum eftir leikVísir/Hulda Margrét Karen var valin mikilvægasti leikmaður úrslitakeppninnarVísir/Hulda Margrét
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti