Hin berskjölduðu í heiminum og hér Drífa Snædal skrifar 27. maí 2022 13:00 Eftirlitsfulltrúar stéttarfélaganna vinna ómetanlegt starf á hverjum degi við að fara á vinnustaði, fræða vinnandi fólk og ekki síst finna hvar misbrestirnir liggja. Afrakstur þessara eftirlitsferða eru iðulega kröfur um leiðréttingu launa, stundum úttekt vinnueftirlitsins, ábendingar til skattsins og í erfiðustu tilvikunum ábendingar um mansal. Eftirlitsfulltrúar stéttarfélaganna innan ASÍ hittust á vinnudegi í vikunni þar sem áherslan var einmitt á fræðslu um mansal og misneytingu. Í tilefni af því rifjaði ég upp þau sláandi sannindi að í dag eru fleiri þrælar í heiminum en öll þau ár sem þrælasala var lögleg með flutningi afríkubúa til vesturheims. Samkvæmt tölum frá 2016 er áætlað að um 40 milljón manns séu þrælar í heiminum, þar af 25 milljónir í þrælavinnu. Við ákveðnar kringumstæður er meiri hætta á að glæpamenn nýti sér neyð annarra og þær aðstæður eru áþreifanlegar í heiminum í dag: Stríð og kreppa. Við höfum ekki farið varhluta af þessu á Íslandi, enda fjölmörg dæmi um grun um mansal sem eftirlitsfulltrúarnir sögðu frá á vinnudeginum. Að auki komu fulltrúar sem vinna með flóttafólki og hælisleitendum og staðfestu að þessar skuggahliðar eru sannanlega til hér á landi og ákveðnir hópar eru sérstaklega berskjaldaðir. Bara á þessu ári hafa 1536 flóttamenn sótt um hæli, fólk sem þarf að hefja nýtt líf, þarf húsnæði, vinnu og öryggi en veit ekki endilega mikið um íslenskan vinnumarkað eða hvaða varnir við höfum byggt hér upp gegn misnotkun. Staðan er sem sagt sú að gríðarlegur fjöldi hér á landi er fullkomlega berskjaldaður fyrir misnotkun, bæði á húsnæðis- og vinnumarkaði. Fólk sem er bæði af innlendu og erlendu bergi brotið. Við svona aðstæður þurfum við öll að vera vakandi og tilkynna misnotkun. Mansal þrífst hér á landi og það er ábyrgð okkar allra að uppræta það. Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Eftirlitsfulltrúar stéttarfélaganna vinna ómetanlegt starf á hverjum degi við að fara á vinnustaði, fræða vinnandi fólk og ekki síst finna hvar misbrestirnir liggja. Afrakstur þessara eftirlitsferða eru iðulega kröfur um leiðréttingu launa, stundum úttekt vinnueftirlitsins, ábendingar til skattsins og í erfiðustu tilvikunum ábendingar um mansal. Eftirlitsfulltrúar stéttarfélaganna innan ASÍ hittust á vinnudegi í vikunni þar sem áherslan var einmitt á fræðslu um mansal og misneytingu. Í tilefni af því rifjaði ég upp þau sláandi sannindi að í dag eru fleiri þrælar í heiminum en öll þau ár sem þrælasala var lögleg með flutningi afríkubúa til vesturheims. Samkvæmt tölum frá 2016 er áætlað að um 40 milljón manns séu þrælar í heiminum, þar af 25 milljónir í þrælavinnu. Við ákveðnar kringumstæður er meiri hætta á að glæpamenn nýti sér neyð annarra og þær aðstæður eru áþreifanlegar í heiminum í dag: Stríð og kreppa. Við höfum ekki farið varhluta af þessu á Íslandi, enda fjölmörg dæmi um grun um mansal sem eftirlitsfulltrúarnir sögðu frá á vinnudeginum. Að auki komu fulltrúar sem vinna með flóttafólki og hælisleitendum og staðfestu að þessar skuggahliðar eru sannanlega til hér á landi og ákveðnir hópar eru sérstaklega berskjaldaðir. Bara á þessu ári hafa 1536 flóttamenn sótt um hæli, fólk sem þarf að hefja nýtt líf, þarf húsnæði, vinnu og öryggi en veit ekki endilega mikið um íslenskan vinnumarkað eða hvaða varnir við höfum byggt hér upp gegn misnotkun. Staðan er sem sagt sú að gríðarlegur fjöldi hér á landi er fullkomlega berskjaldaður fyrir misnotkun, bæði á húsnæðis- og vinnumarkaði. Fólk sem er bæði af innlendu og erlendu bergi brotið. Við svona aðstæður þurfum við öll að vera vakandi og tilkynna misnotkun. Mansal þrífst hér á landi og það er ábyrgð okkar allra að uppræta það. Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ.
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar