
Þetta segir Lárus Kristinn Guðmundsson varaslökkvistjóri brunavarna Árnessýslu í samtali við Vísi. Hann segir að kallið hafi komið upp úr klukkan eitt eftir hádegi og einn slökkviliðsbíll hafi verið sendur frá Laugarvatni og einn frá Selfossi.
Lokað hefur verið fyrir umferð um Laugarvatnsveg síðan óhappið varð en verið er að hífa rútuna aftur upp á veginn vegna hallans í vegbrúninni þó rútan hafi ekki farið langt út fyrir veginn. Lárus gerir ráð fyrir að þeirri vinnu verði lokið innan klukkutíma og opnað verði þá aftur á umferð.
Farþegarnir sem voru í rútunni fóru upp í Efstadal eftir óhappið og voru allir óhultir.