Stoltur af því að hafa veitt öðrum fótboltamanni innblástur til að koma út úr skápnum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. maí 2022 08:02 Josh Cavallo var um tíma eini atvinnufótboltamaðurinn sem var opinberlega samkynhneigður. Daniel Pockett/Getty Images Josh Cavallo, leikmaður Adelaide United í áströlsku úrvalsdeildinni í fótbolta, segist vera virkilega stoltur af því að hann hafi veitt öðrum knattspyrnumanni innblástur og hugrekki til að segja frá kynhneigð sinni. Á seinasta ári birti þessi 22 ára Ástrali myndband á netinu þar sem hann tilkynnti að hann væri samkynhneigður. „Ég er fótboltamaður og ég er samkynhneigður,“ sagði Cavallo í upphafi myndbandsins. Á þeim tíma var hann eini núverandi fótboltamaðurinn í heiminum sem spilar í efstu deild sem var opinberlega samkynhneigður. „Þetta voru bara hráar tilfinningar. Ég vildi að fólk sæi hvernig mér leið,“ sagði Cavallo þegar hann var spurður út í myndbandið fyrr í vikunni. „Ég bjóst aldrei við því að sá dagur kæmi að ég myndi segja: „Ég heiti Josh Cavallo, ég er fótboltamaður og ég er samkynhneigður.“ Hann segir líka frá því hversu ánægður og stoltur hann sé að hafa veitt hinum 17 ára Jake Daniels, sem leikur með Blackpool á Englandi, innblástur til að koma út úr skápnum og segja frá kynhneigð sinni. „Að vita það að ég hafi haft svona áhrif á einhvern á svona stuttum tíma er algjörlega magnað,“ sagði Cavallo stoltur. Jake Daniels varð í seinustu viku fyrsti breski atvinnufótboltamaðurinn til að koma út úr skápnum í rúmlega 30 ár. Hann segir að Cavallo hafi veitt sér innblástur og að þeir tveir ræði reglulega saman. „Mín ráð til hans eru að fagna því hver þú ert,“ hélt Cavallo áfram. „Þú ert að hefja nýjan kafla í lífi þínu, þetta er lífið þitt núna, þannig að farðu út og lifðu því. Ég er virkilega spenntur fyrir hönd okkar beggja. Við eru rétt að byrja ferlana okkar.“ „Þetta er verk í vinnslu og þetta verða ekki allt gleðidagar. Það koma líka dagar þar sem þetta er erfitt. En hann er undirbúinn fyrir það,“ sagði Cavallo að lokum. Hinsegin Enski boltinn Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: FH - Breiðablik | Tekst að stoppa Blika? Í beinni: Athletic Bilbao - Barcelona | Meistararnir stimpla sig út United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Sjá meira
Á seinasta ári birti þessi 22 ára Ástrali myndband á netinu þar sem hann tilkynnti að hann væri samkynhneigður. „Ég er fótboltamaður og ég er samkynhneigður,“ sagði Cavallo í upphafi myndbandsins. Á þeim tíma var hann eini núverandi fótboltamaðurinn í heiminum sem spilar í efstu deild sem var opinberlega samkynhneigður. „Þetta voru bara hráar tilfinningar. Ég vildi að fólk sæi hvernig mér leið,“ sagði Cavallo þegar hann var spurður út í myndbandið fyrr í vikunni. „Ég bjóst aldrei við því að sá dagur kæmi að ég myndi segja: „Ég heiti Josh Cavallo, ég er fótboltamaður og ég er samkynhneigður.“ Hann segir líka frá því hversu ánægður og stoltur hann sé að hafa veitt hinum 17 ára Jake Daniels, sem leikur með Blackpool á Englandi, innblástur til að koma út úr skápnum og segja frá kynhneigð sinni. „Að vita það að ég hafi haft svona áhrif á einhvern á svona stuttum tíma er algjörlega magnað,“ sagði Cavallo stoltur. Jake Daniels varð í seinustu viku fyrsti breski atvinnufótboltamaðurinn til að koma út úr skápnum í rúmlega 30 ár. Hann segir að Cavallo hafi veitt sér innblástur og að þeir tveir ræði reglulega saman. „Mín ráð til hans eru að fagna því hver þú ert,“ hélt Cavallo áfram. „Þú ert að hefja nýjan kafla í lífi þínu, þetta er lífið þitt núna, þannig að farðu út og lifðu því. Ég er virkilega spenntur fyrir hönd okkar beggja. Við eru rétt að byrja ferlana okkar.“ „Þetta er verk í vinnslu og þetta verða ekki allt gleðidagar. Það koma líka dagar þar sem þetta er erfitt. En hann er undirbúinn fyrir það,“ sagði Cavallo að lokum.
Hinsegin Enski boltinn Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: FH - Breiðablik | Tekst að stoppa Blika? Í beinni: Athletic Bilbao - Barcelona | Meistararnir stimpla sig út United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Sjá meira