Körfubolti

Nýr þjálfari Lakers ekki verið aðal­­­þjálfari áður | LeBron er spenntur

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Darvin Ham er nýr aðalþjálfari Los Angeles Lakers.
Darvin Ham er nýr aðalþjálfari Los Angeles Lakers. Patrick McDermott/Getty Images

Darvin Ham er nýr þjálfari NBA-liðsins Los Angeles Lakers. Hann er fyrrum NBA-leikmaður sem hefur verið aðstoðarþjálfari í deildinni í rúmlega áratug, þar á meðal hjá Lakers frá 2011 til 2013. Þetta er hans fyrsta starf sem aðalþjálfari.

Eftir hörmungartímabil Lakers í vetur var ákveðið að skipta um þjálfara. Frank Vogel stýrði liðinu til sigurs 2020 en það skipti engu máli þegar ákveðið var að taka nýja stefnu fyrir komandi tímabil.

Eftir langa leit fundu forráðamenn Lakers sinn mann, hinn 48 ára gamli Darvin Ham. Hann hefur verið aðstoðarþjálfari Milwaukee Bucks undanfarin þrjú ár. Þar á undan var hann aðstoðarþjálfari hjá Atlanta Hawks og þar áður hjá Lakers.

Ham er talinn vera skilvirkur og taktískur, eitthvað sem Lakers þarf á að halda ef liðið ætlar ekki í gegnum annað hörmungartímabil.

Þó enn eigi eftir að staðfesta komu Ham hefur LeBron James, ofurstjarna Lakers, tjáð sig á samfélagsmiðlum. Reikna má með að hann hafi eitt og annað að segja um ráðningu nýs þjálfara liðsins.


NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×