Finna til mikillar ábyrgðar Vésteinn Örn Pétursson og Eiður Þór Árnason skrifa 28. maí 2022 20:09 Sóli Hólm, sjálfskipaður formaður Liverpool-samfélagsins á Íslandi, og Baldur Kristjánsson, varaformaður. Vísir Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu þar sem Liverpool og Real Madrid eigast við fer fram í kvöld. Hérlendis má finna fjölda stuðningsmanna Liverpool sem vona ekkert heitar en að lið þeirra vinni. Stemningin var rífandi þegar fréttamaður leit við hjá stuðningsmönnum Liverpool skömmu fyrir leik en fjöldinn allur af stuðningsmönnum liðsins fylgjast nú saman með leiknum. Sóli Hólm, sjálfskipaður formaður Liverpool-samfélagsins á Íslandi, sagði taugarnar vera merkilega rólegar þegar stutt var í úrslitaleikinn og að hann fyndi fyrir bjartsýni. „Við erum líka komnir með reynslu, þetta er fjórði leikurinn á stuttum tíma. Maður er farinn að haga deginum þannig að taugarnar þjáist ekki of mikið. Ég held að af þessum skiptum höfum við aldrei verið slakari,“ sagði Baldur Kristjánsson, varaformaður Liverpool-samfélagsins, í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Ég vona að þetta sé ekki nokkurs konar værukærð eða eitthvað svoleiðis en ég vil bara kalla þetta reynslu,“ bætti Sóli við. Báðir segjast þeir finna til mikillar ábyrgðar þegar kemur að því að leiða stóran hóp Liverpool-stuðningsmanna á Íslandi. Sóli segir að það hafi verið mjög stór ákvörðun að taka formennskuna að sér árið 2018. Hann hafi misst töluna á því hversu margir titlar hafa safnast í verðlaunagripaskáp liðsins eftir að þeir Baldur tóku við en segir þá slaga upp í tíu titla. „Við erum bara hættir að telja en jú vissulega er ákveðin pressa á hverju ári þegar við setjumst niður og tökum stjórnina með okkur. Þá er það bara þannig að ef við skilum ekki titli þá munum við segja af okkur,“ segir Baldur. Þið ætlið að íhuga stöðu ykkar ef leikurinn tapast í kvöld? „Sko. Ekkert endilega þessi leikur, við vorum að tala um titlalaust samfélag. Þá myndum við segja af okkur en við þurfum samt að íhuga það mjög vel því við getum ekki skilið eftir höfuðlaust samfélag, það er ábyrgðarhlutur,“ segir Sóli. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Félagasamtök Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Madrid - Milan | Risaleikur á Santiago Bernabéu Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Sjá meira
Stemningin var rífandi þegar fréttamaður leit við hjá stuðningsmönnum Liverpool skömmu fyrir leik en fjöldinn allur af stuðningsmönnum liðsins fylgjast nú saman með leiknum. Sóli Hólm, sjálfskipaður formaður Liverpool-samfélagsins á Íslandi, sagði taugarnar vera merkilega rólegar þegar stutt var í úrslitaleikinn og að hann fyndi fyrir bjartsýni. „Við erum líka komnir með reynslu, þetta er fjórði leikurinn á stuttum tíma. Maður er farinn að haga deginum þannig að taugarnar þjáist ekki of mikið. Ég held að af þessum skiptum höfum við aldrei verið slakari,“ sagði Baldur Kristjánsson, varaformaður Liverpool-samfélagsins, í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Ég vona að þetta sé ekki nokkurs konar værukærð eða eitthvað svoleiðis en ég vil bara kalla þetta reynslu,“ bætti Sóli við. Báðir segjast þeir finna til mikillar ábyrgðar þegar kemur að því að leiða stóran hóp Liverpool-stuðningsmanna á Íslandi. Sóli segir að það hafi verið mjög stór ákvörðun að taka formennskuna að sér árið 2018. Hann hafi misst töluna á því hversu margir titlar hafa safnast í verðlaunagripaskáp liðsins eftir að þeir Baldur tóku við en segir þá slaga upp í tíu titla. „Við erum bara hættir að telja en jú vissulega er ákveðin pressa á hverju ári þegar við setjumst niður og tökum stjórnina með okkur. Þá er það bara þannig að ef við skilum ekki titli þá munum við segja af okkur,“ segir Baldur. Þið ætlið að íhuga stöðu ykkar ef leikurinn tapast í kvöld? „Sko. Ekkert endilega þessi leikur, við vorum að tala um titlalaust samfélag. Þá myndum við segja af okkur en við þurfum samt að íhuga það mjög vel því við getum ekki skilið eftir höfuðlaust samfélag, það er ábyrgðarhlutur,“ segir Sóli.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Félagasamtök Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Madrid - Milan | Risaleikur á Santiago Bernabéu Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Sjá meira