Innlent

Efna­hags­mál, hatur­s­orð­ræða og skot­á­rásir í Banda­ríkjunum

Eiður Þór Árnason skrifar
Sprengisandur hefst klukkan 10.
Sprengisandur hefst klukkan 10.

Staðan í efnahagsmálum, hatursorðræða, nýtt útlendingafrumvarp og skotárásir í Bandaríkjunum verða til umræðu í Sprengisandi á Bylgjunni í dag. 

Konráð S. Guðjónsson hagfræðingur ætlar að ræða um ástandið í efnahagsmálum og fara með gagnrýnum augum yfir sumar þær kenningar sem hæst ber þegar verðbólguhorfur eru metnar.

Þau Bára Huld Beck blaðamaður og Björn Ingi Hrafnsson ætla að ræða hatursorðræðu og vítisvist í tilefni af brennheitri umræðu síðustu daga.

Hægt er að fylgjast með Sprengisandi í spilaranum hér fyrir neðan. 

Næst koma Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra og Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir alþingismaður til að rökræða útlendingafrumvarp ráðherrans og brottvísun hælisleitenda í stórum stíl.

Birna Anna Björnsdóttir verður svo á línunni frá New York í lok þáttar, og ræðir skotárásir í Bandaríkjunum, skotvopnalöggjöfina, hagsmunaverðina hjá Samtökum skotvopnaeiganda og áhrif þeirra á stjórnmálin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×