Matur

Helvítis kokkurinn: Kjúklingasamloka með Bourbon-Beikon sultu

Elísabet Hanna skrifar
Kjúklingasamloka með Bourbon-Beikon sultu.
Kjúklingasamloka með Bourbon-Beikon sultu. Helvítis kokkurinn.

Ívar Örn Hansen er Helvítis kokkurinn sem ætlar að kenna ykkur að elda bragðgóðan mat á mannamáli á Vísi og á Stöð 2+ í sumar. Matreiðsluþátturinn er fyrir þá sem vilja ekkert kjaftæði, bara elda bragðgóðan mat og munu þeir koma inn vikulega.

Uppskriftina úr þættinum má sjá hér að neðan.


Kjúklingasamloka með Bourbon-Beikon sultu

  • Kjúklingur
  • 6 kjúklingalæri úrbeinuð
  • 200 ml safi af súrum gúrkum
  • 1 msk teriyaki
  • 2 msk púðursykur
  • 2 msk olía
  • salt og pipar

Súrdeigsbrauð með kryddjurtaolíu

  • súrdeigsbrauð
  • 1/2 búnt basil
  • 1/2 búnt steinselja
  • salt og pipar
  • hvítlauksrif
  • olía

Bourbon-Beikon sulta

  • 8 sneiðar beikon
  • 1 1/2 laukur
  • 2 hvítlauksrif
  • 200 gr púðursykur
  • 200 ml Bourbon
  • 3 msk kurlaður ananas
  • 2 msk Balsamic edik
  • 2 msk soya sósa
  • 2 msk teriyaki sósa
  • 2 msk Worchester sósa
  • 1 msk tabasco
  • 1 msk laukduft
  • 2 msk paprikuduft
  • 1 msk cayenne pipar
  • 1 msk chilli pipar
  • salt og pipar
Njótið!Helvítis kokkurinn.

Aðferð:

  1. Saxið beikon og steikið í 5 mín, saxið lauk og hvítlauk og setjið einnig á pönnuna. Steikið blönduna í 5 - 10 mín. Setjið öll önnur innihaldsefni á pönnuna og sjóðið á miðlungshita í 40 - 50 mín. Hrærið öðru hvoru.
  2. Íssalat, tómatar, gúrka, rauðlaukur skorinn í samlokuvænar sneiðar.
  3. Blandið gúrkusafa,teriyaki og púðusykri saman og marinerið kjúlla í blöndunni í 1 klst í kæli. Takið kjúkling úr kæli og þerrið. Steikið kjúlla á grillpönnu upp úr olíu í 10 - 15 mín.
  4. Blandið kryddolíu með töfrasprota, skerið brauð í sneiðar, penslið brauð með olíu og grillið á pönnu. Muna eftir að salta sneiðar.

Setjið saman og njótið.


Tengdar fréttir

Ívar Örn Hansen er Helvítis kokkurinn

Ívar Örn Hansen er að fara af stað með matreiðsluþættina Helvítis kokkurinn hér á Vísi og á Stöð 2+ þar sem hann eldar bragðgóðan mat á mannamáli og sleppir öllu kjaftæðinu. Sjálfur er hann mikill matarunnandi sem elskar að gleðja aðra með góðum mat.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.