Líkur á vinstrisinnuðum forseta í Kólumbíu í fyrsta sinn frá lýðveldisstofnun Ólafur Björn Sverrisson skrifar 30. maí 2022 13:18 Gustavo Petro fagnar niðurstöðum kosninganna á sunnudag við hlið meðframbjóðanda síns, Franciu Marquez Getty Seinni umferð forsetakosninga Kólumbíu mun fara fram 19. júní næstkomandi, þar sem enginn frambjóðenda hlaut meira en helming atkvæða í fyrri umferð sem fór fram á sunnudag. Gustavo Petro, vinstrisinnaður fyrrverandi borgarstjóri höfuðborgarinnar Bogotá hlaut þar 40 prósent atkvæða og mun mæta Rodolfo Hernandez, íhaldsömum viðskiptafrömuði, í einvíginu. Vaxandi óánægja með aukinn ójöfnuð og verðbólgu hefur sett svip sinn á kosningarnar en um það bil fjórir af hverjum tíu Kólumbíumönnum býr við fátækt og faraldurinn jók enn á vandann. Aukinheldur hefur atvinnuleysi aukist og um sjötti hver íbúi er án atvinnu í stórborgum landsins en Kólumbía telur um 50 milljón íbúa. Petro, sem hafði verið talinn sigurstranglegastur í könnunum mánuðina fyrir kosningar, varð annar í forsetakosningum árið 2018. Hann hefur lofað miklum umbótum í efnahagsmálum, breytinum á skattkerfinu sem og nýjum aðferðum í endalausri baráttu landsins við eiturlyfjahringi og aðra glæpahópa. Sigri Petro kosningarnar í júni, yrði það í fyrsta sinn frá lýðveldisstofnun Kolumbíu sem að vinstrisinnaður forseti tæki við völdum þar í landi. Meðframbjóðandi Petró, Francia Marquez, er þar að auki fyrsta svarta konan sem býður sig fram til varaforseta í kosningum landsins. „Ég trúi á Kólumbíu, þann friðsæla draum, fagra land og jafna, fullt af vinnu og visku. Nú er tíminn til að láta drauma rætast.“ skrifaði Petro í stuttu ávarpi sem birt var á samfélagsmiðlum hans á kosningamorgun. Kólumbía Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Fleiri fréttir Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Sjá meira
Vaxandi óánægja með aukinn ójöfnuð og verðbólgu hefur sett svip sinn á kosningarnar en um það bil fjórir af hverjum tíu Kólumbíumönnum býr við fátækt og faraldurinn jók enn á vandann. Aukinheldur hefur atvinnuleysi aukist og um sjötti hver íbúi er án atvinnu í stórborgum landsins en Kólumbía telur um 50 milljón íbúa. Petro, sem hafði verið talinn sigurstranglegastur í könnunum mánuðina fyrir kosningar, varð annar í forsetakosningum árið 2018. Hann hefur lofað miklum umbótum í efnahagsmálum, breytinum á skattkerfinu sem og nýjum aðferðum í endalausri baráttu landsins við eiturlyfjahringi og aðra glæpahópa. Sigri Petro kosningarnar í júni, yrði það í fyrsta sinn frá lýðveldisstofnun Kolumbíu sem að vinstrisinnaður forseti tæki við völdum þar í landi. Meðframbjóðandi Petró, Francia Marquez, er þar að auki fyrsta svarta konan sem býður sig fram til varaforseta í kosningum landsins. „Ég trúi á Kólumbíu, þann friðsæla draum, fagra land og jafna, fullt af vinnu og visku. Nú er tíminn til að láta drauma rætast.“ skrifaði Petro í stuttu ávarpi sem birt var á samfélagsmiðlum hans á kosningamorgun.
Kólumbía Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Fleiri fréttir Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Sjá meira