Nei eða já: „Ég var andvaka yfir þessu“ Sindri Sverrisson skrifar 31. maí 2022 11:01 Stephen Curry er kominn með Golden State Warriors í úrslit NBA-deildarinnar. Getty Stærsta fullyrðingin sem sett var fram í liðnum skemmtilega „Nei eða já“, í körfuboltaþættinum Lögmál leiksins í gærkvöld, var sú að Steph Curry væri búinn að eiga betri feril en Kevin Durant. „Þið voruð andvaka yfir leiknum [oddaleik Boston og Miami], ég var andvaka yfir þessu,“ sagði Sigurður Orri Kristjánsson um fyrstu fullyrðinguna. Niðurstaða hans var þó sú að Curry, sem kominn er í úrslit NBA-deildarinnar með Golden State Warriors, væri búinn að afreka meira en Durant. „Mér finnst þetta mjög erfitt. Báðir hafa átt stórkostlega ferla. En ég er alltaf að predika að maður eigi að vera „vinningsmiðaður“. Því meira sem þú vinnur því meiri virðingu áttu skilið, hvort sem það er að vera alltaf með frábær lið á „regular season“ eða vinna titla, og Steph Curry gerir bæði, alltaf,“ sagði Sigurður en innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Lögmál leiksins: Nei eða já Hörður Unnsteinsson og Tómas Steindórsson voru honum sammála: „Ég er sammála og það er akkúrat þetta ár [sem kemur Curry yfir]. Seinni hluti ferilsins hjá Steph Curry er að þróast í svo mikið jákvæðari átt en hjá Kevin Durant. Ef að þær eru réttar þessar fréttir frá Brooklyn um að hann sé að reyna að losa sig í burtu og hafi ekki heyrt í Sean Marks síðan í síðasta mánuði þá er það rosalega alvarlegt – ef hann ætlar að fara að losa sig í burtu enn og aftur. Þá er hann búinn að eiga rosaleg gloppóttan feril sem mun ekkert koma rosalega vel út í sögunni. Hann endar klárlega í topp 20 allra tíma, eða mögulega topp 15, en ég held að Steph Curry eigi séns á að enda ofar og hvað þá ef hann klárar þennan titil í ár,“ sagði Hörður. Afrekaði það að breyta leiknum Tómas benti svo á hvernig Curry hefði í rauninni breytt íþróttinni: „Hann er líka með það „legacy“ að hafa nánast breytt leiknum upp á eigin spýtur. Þetta þriggja stiga dæmi sem kom í kjölfar hans,“ sagði Tómas. „Það er skemmtilegt við þetta að Steph Curry breytti leiknum í „þriggja stiga leik“ en Kevin Durant, ásamt kannski tveimur öðrum, er sá sem hefur haldið virði „miðfærisins“ lifandi í þriggja stiga byltingunni,“ sagði Sigurður. Fleiri mál voru á dagskrá eins og sjá má í myndbandinu hér að ofan og voru þessar fullyrðingar einnig ræddar: Deandre Ayton verður leikmaður Phoenix Suns á næsta tímabili Demar Derozan mun eiga svipað gott tímabil aftur Tim Connelly til Úlfanna mun skipta máli fyrir Wolves og Nuggets NBA Körfubolti Lögmál leiksins Mest lesið Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Sjá meira
„Þið voruð andvaka yfir leiknum [oddaleik Boston og Miami], ég var andvaka yfir þessu,“ sagði Sigurður Orri Kristjánsson um fyrstu fullyrðinguna. Niðurstaða hans var þó sú að Curry, sem kominn er í úrslit NBA-deildarinnar með Golden State Warriors, væri búinn að afreka meira en Durant. „Mér finnst þetta mjög erfitt. Báðir hafa átt stórkostlega ferla. En ég er alltaf að predika að maður eigi að vera „vinningsmiðaður“. Því meira sem þú vinnur því meiri virðingu áttu skilið, hvort sem það er að vera alltaf með frábær lið á „regular season“ eða vinna titla, og Steph Curry gerir bæði, alltaf,“ sagði Sigurður en innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Lögmál leiksins: Nei eða já Hörður Unnsteinsson og Tómas Steindórsson voru honum sammála: „Ég er sammála og það er akkúrat þetta ár [sem kemur Curry yfir]. Seinni hluti ferilsins hjá Steph Curry er að þróast í svo mikið jákvæðari átt en hjá Kevin Durant. Ef að þær eru réttar þessar fréttir frá Brooklyn um að hann sé að reyna að losa sig í burtu og hafi ekki heyrt í Sean Marks síðan í síðasta mánuði þá er það rosalega alvarlegt – ef hann ætlar að fara að losa sig í burtu enn og aftur. Þá er hann búinn að eiga rosaleg gloppóttan feril sem mun ekkert koma rosalega vel út í sögunni. Hann endar klárlega í topp 20 allra tíma, eða mögulega topp 15, en ég held að Steph Curry eigi séns á að enda ofar og hvað þá ef hann klárar þennan titil í ár,“ sagði Hörður. Afrekaði það að breyta leiknum Tómas benti svo á hvernig Curry hefði í rauninni breytt íþróttinni: „Hann er líka með það „legacy“ að hafa nánast breytt leiknum upp á eigin spýtur. Þetta þriggja stiga dæmi sem kom í kjölfar hans,“ sagði Tómas. „Það er skemmtilegt við þetta að Steph Curry breytti leiknum í „þriggja stiga leik“ en Kevin Durant, ásamt kannski tveimur öðrum, er sá sem hefur haldið virði „miðfærisins“ lifandi í þriggja stiga byltingunni,“ sagði Sigurður. Fleiri mál voru á dagskrá eins og sjá má í myndbandinu hér að ofan og voru þessar fullyrðingar einnig ræddar: Deandre Ayton verður leikmaður Phoenix Suns á næsta tímabili Demar Derozan mun eiga svipað gott tímabil aftur Tim Connelly til Úlfanna mun skipta máli fyrir Wolves og Nuggets
NBA Körfubolti Lögmál leiksins Mest lesið Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti