Innlent

Guðni heim­sækir íbúa í Skaft­ár­hreppi

Atli Ísleifsson skrifar
Guðni Th. Jóhannesson mun meðal annars funda með nýkjörinni sveitarstjórn í Skaftárhreppi.
Guðni Th. Jóhannesson mun meðal annars funda með nýkjörinni sveitarstjórn í Skaftárhreppi. Vísir/Vilhelm

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, mun fara í opinbera heimsókn í Skaftárhrepp á morgun. Þar mun hann eiga fund með nýkjörinni sveitarstjórn og svo sækja með henni málstofu um sóknarfæri Skaftárhrepps sem haldin verður í Kirkjubæjarstofu – þekkingarsetri.

Í tilkynningu frá skrifstofu forseta Íslands segir að Guðni muni svo fara til fundar við eldri kynslóðina í hjúkrunar- og dvalarheimilinu Klausturhólum, og þá yngri bæði í leikskólanum Kærabæ og Kirkjubæjarskóla.

„Þá heimsækir hann nokkra staði að auki, þar á meðal heilsugæslustöðina, Hótel Laka í Efri-Vík, og fiskeldisstöð Klausturbleikju að Teygingalæk. Í lok heimsóknarinnar býður sveitarfélagið til samkomu í félagsheimilinu Kirkjuhvoli á Kirkjubæjarklaustri og verður þar hátíðardagskrá í tengslum við hálfrar aldar afmæli Kirkjubæjarskóla,“ segir í tilkynningunni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×