Ferðin á EM í Þýskalandi gæti hafist í Haífa í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 2. júní 2022 09:31 Hörður Björgvin Magnússon sneri aftur í íslenska landsliðið í mars eftir langa fjarveru vegna meiðsla. Hann var í hópnum sem fór á EM 2016 og HM 2018. Getty/Juan Manuel Serrano Hið unga íslenska A-landslið karla í fótbolta gæti með góðum úrslitum í Ísrael í kvöld stigið fyrsta skrefið í átt að því að spila á stórmóti eftir tvö ár; Evrópumótinu í Þýskalandi. Ísland og Ísrael eru saman í riðli í Þjóðadeildinni og sú keppni gefur, rétt eins og þegar Ísland fór í umspil fyrir EM 2020, síðustu lausu sætin á EM 2024. Keppnin ræður því einnig í hvað styrkleikaflokki Ísland verður í fyrir undankeppni EM. Það hvernig Þjóðadeildin og undankeppni EM spila saman er kannski svolítið flókið en í stuttu máli er hægt að segja að ef Ísland endar fyrir ofan Ísrael og Albaníu í Þjóðadeildinni tryggir liðið sér að lágmarki sæti í fjögurra liða umspili um sæti á EM. Það umspil fer fram í mars 2024, þremur mánuðum áður en flautað verður til leiks í Þýskalandi, en liðin sem komast beint á EM í gegnum undankeppnina á næsta ári munu vitaskuld ekki þurfa á því umspili að halda. Jafnvel þó að Ísland endi í 2. eða 3. sæti síns riðils í Þjóðadeildinni gæti bara það að vera í B-deild keppninnar dugað Íslandi til að fá sæti í EM-umspilinu. Það má því segja að Þjóðadeildin veiti varaleið inn á EM – varaleið sem Ísland var svo nálægt því að nýta fyrir Evrópumótið sem fram fór í fyrra. Ísland leikur tvo leiki við Ísrael og einn við Albaníu núna í júní og er fyrsti leikurinn í Haífa í Ísrael í kvöld. Síðasti leikur Íslands er svo útileikur gegn Albaníu í september. Miðað við stöðu liðanna á heimslista ætti að vera raunhæft markmið fyrir Ísland að enda fyrir ofan þessi tvö lið. Leikir Íslands í júní Ísrael - Ísland fimmtudaginn 2. júní kl. 18:45 Ísland - Albanía mánudaginn 6. júní kl. 18:45 San Marínó - Ísland, vináttulandsleikur, fimmtudaginn 9. júní kl. 18:45 Ísland - Ísrael mánudaginn 13. júní 18:45 Gæfi liðinu mikið að vinna riðilinn og engin hætta á falli Það gæfi íslenska liðinu mikið að vinna riðilinn; öruggt sæti í umspili EM 2024 ef þess þarf, sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar 2024-25, og loks sæti í 2. styrkleikaflokki fyrir dráttinn í undankeppni EM 2024 (10 lið fara í efsta flokk, 10 í 2. flokk og svo framvegis) sem væri svo sannarlega dýrmætt. Ísland, Ísrael og Albanía eru saman í riðli tvö af fjórum, í B-deild Þjóðadeildarinnar. Sextán bestu lið Evrópu eru í A-deildinni, sextán í B-deild, sextán í C-deild og sjö í tveimur riðlum í D-deild, lökustu deildinni. Our first UEFA Nations League predictions! We project Denmark , Portugal , England , and Belgium to contest the finals (not controversial at all).We like Ukraine , Albania , Finland , and Serbia to get promoted. How are you feeling about the Nations League? pic.twitter.com/SRIvVAfI9h— We Global Football (@We_Global) June 1, 2022 Rússland átti að vera fjórða liðið í riðli Íslands en var sparkað út vegna innrásarinnar í Úkraínu. Þar með getur Ísland ekki fallið niður í C-deild því það verður hlutskipti Rússa. Riðlakeppni Þjóðadeildarinnar lýkur í september og hjá bestu liðum Evrópu tekur þá við undirbúningur fyrir HM í Katar sem fram fer í nóvember og desember. Á næsta ári, frá mars og fram í nóvember, verður svo öll undankeppni EM leikin í fimm landsleikjagluggum. Þar verður leikið í 5-6 liða riðlum og dregið verður í riðlana 9. október, og mun lokastaðan í Þjóðadeildinni ráða því í hvaða styrkleikaflokka lið raðast fyrir dráttinn. Ísland þarf að vinna sinn riðil til að komast í 2. styrkleikaflokk en fer annars í 3. flokk. Í undankeppni EM komast svo tvö efstu liðin beint á EM, rétt eins og síðast þegar Frakkland og Tyrkland komust áfram úr riðli Íslands eftir harða baráttu. Ísland sat þá eftir í 3. sæti en komst í fjögurra liða umspil vegna stöðu sinnar í Þjóðadeildinni, vann þar Rúmeníu en tapaði úrslitaleik gegn Ungverjalandi. Sætið í B-deildinni gæti dugað til umspils Það ræðst svo endanlega af því hvaða lið komast beint á EM í gegnum undankeppnina hvaða lið fara í umspil um þrjú síðustu lausu sætin á EM. Það ættu að vera liðin fjögur sem vinna sinn riðil í A-deild, liðin fjögur sem vinna sinn riðil í B-deild, og loks liðin fjögur sem vinna sinn riðil í C-deild. Ef eitthvert þessara liða verður búið að vinna sér sæti á EM, sem ljóst er að mun gerast, fær besta liðið úr D-riðli að koma inn í umspilið í staðinn, og svo þau lið sem enduðu efst samkvæmt heildarstöðu Þjóðadeildarinnar en hafa ekki þegar unnið sér sæti á EM. Þess vegna gæti vera Íslands í B-deild ein og sér á endanum mögulega dugað til að liðið fengi sæti í EM-umspilinu. Fótbolti Þjóðadeild UEFA EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
Ísland og Ísrael eru saman í riðli í Þjóðadeildinni og sú keppni gefur, rétt eins og þegar Ísland fór í umspil fyrir EM 2020, síðustu lausu sætin á EM 2024. Keppnin ræður því einnig í hvað styrkleikaflokki Ísland verður í fyrir undankeppni EM. Það hvernig Þjóðadeildin og undankeppni EM spila saman er kannski svolítið flókið en í stuttu máli er hægt að segja að ef Ísland endar fyrir ofan Ísrael og Albaníu í Þjóðadeildinni tryggir liðið sér að lágmarki sæti í fjögurra liða umspili um sæti á EM. Það umspil fer fram í mars 2024, þremur mánuðum áður en flautað verður til leiks í Þýskalandi, en liðin sem komast beint á EM í gegnum undankeppnina á næsta ári munu vitaskuld ekki þurfa á því umspili að halda. Jafnvel þó að Ísland endi í 2. eða 3. sæti síns riðils í Þjóðadeildinni gæti bara það að vera í B-deild keppninnar dugað Íslandi til að fá sæti í EM-umspilinu. Það má því segja að Þjóðadeildin veiti varaleið inn á EM – varaleið sem Ísland var svo nálægt því að nýta fyrir Evrópumótið sem fram fór í fyrra. Ísland leikur tvo leiki við Ísrael og einn við Albaníu núna í júní og er fyrsti leikurinn í Haífa í Ísrael í kvöld. Síðasti leikur Íslands er svo útileikur gegn Albaníu í september. Miðað við stöðu liðanna á heimslista ætti að vera raunhæft markmið fyrir Ísland að enda fyrir ofan þessi tvö lið. Leikir Íslands í júní Ísrael - Ísland fimmtudaginn 2. júní kl. 18:45 Ísland - Albanía mánudaginn 6. júní kl. 18:45 San Marínó - Ísland, vináttulandsleikur, fimmtudaginn 9. júní kl. 18:45 Ísland - Ísrael mánudaginn 13. júní 18:45 Gæfi liðinu mikið að vinna riðilinn og engin hætta á falli Það gæfi íslenska liðinu mikið að vinna riðilinn; öruggt sæti í umspili EM 2024 ef þess þarf, sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar 2024-25, og loks sæti í 2. styrkleikaflokki fyrir dráttinn í undankeppni EM 2024 (10 lið fara í efsta flokk, 10 í 2. flokk og svo framvegis) sem væri svo sannarlega dýrmætt. Ísland, Ísrael og Albanía eru saman í riðli tvö af fjórum, í B-deild Þjóðadeildarinnar. Sextán bestu lið Evrópu eru í A-deildinni, sextán í B-deild, sextán í C-deild og sjö í tveimur riðlum í D-deild, lökustu deildinni. Our first UEFA Nations League predictions! We project Denmark , Portugal , England , and Belgium to contest the finals (not controversial at all).We like Ukraine , Albania , Finland , and Serbia to get promoted. How are you feeling about the Nations League? pic.twitter.com/SRIvVAfI9h— We Global Football (@We_Global) June 1, 2022 Rússland átti að vera fjórða liðið í riðli Íslands en var sparkað út vegna innrásarinnar í Úkraínu. Þar með getur Ísland ekki fallið niður í C-deild því það verður hlutskipti Rússa. Riðlakeppni Þjóðadeildarinnar lýkur í september og hjá bestu liðum Evrópu tekur þá við undirbúningur fyrir HM í Katar sem fram fer í nóvember og desember. Á næsta ári, frá mars og fram í nóvember, verður svo öll undankeppni EM leikin í fimm landsleikjagluggum. Þar verður leikið í 5-6 liða riðlum og dregið verður í riðlana 9. október, og mun lokastaðan í Þjóðadeildinni ráða því í hvaða styrkleikaflokka lið raðast fyrir dráttinn. Ísland þarf að vinna sinn riðil til að komast í 2. styrkleikaflokk en fer annars í 3. flokk. Í undankeppni EM komast svo tvö efstu liðin beint á EM, rétt eins og síðast þegar Frakkland og Tyrkland komust áfram úr riðli Íslands eftir harða baráttu. Ísland sat þá eftir í 3. sæti en komst í fjögurra liða umspil vegna stöðu sinnar í Þjóðadeildinni, vann þar Rúmeníu en tapaði úrslitaleik gegn Ungverjalandi. Sætið í B-deildinni gæti dugað til umspils Það ræðst svo endanlega af því hvaða lið komast beint á EM í gegnum undankeppnina hvaða lið fara í umspil um þrjú síðustu lausu sætin á EM. Það ættu að vera liðin fjögur sem vinna sinn riðil í A-deild, liðin fjögur sem vinna sinn riðil í B-deild, og loks liðin fjögur sem vinna sinn riðil í C-deild. Ef eitthvert þessara liða verður búið að vinna sér sæti á EM, sem ljóst er að mun gerast, fær besta liðið úr D-riðli að koma inn í umspilið í staðinn, og svo þau lið sem enduðu efst samkvæmt heildarstöðu Þjóðadeildarinnar en hafa ekki þegar unnið sér sæti á EM. Þess vegna gæti vera Íslands í B-deild ein og sér á endanum mögulega dugað til að liðið fengi sæti í EM-umspilinu.
Leikir Íslands í júní Ísrael - Ísland fimmtudaginn 2. júní kl. 18:45 Ísland - Albanía mánudaginn 6. júní kl. 18:45 San Marínó - Ísland, vináttulandsleikur, fimmtudaginn 9. júní kl. 18:45 Ísland - Ísrael mánudaginn 13. júní 18:45
Fótbolti Þjóðadeild UEFA EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti