„Fannst ég hafa legið þarna í tvo tíma“ Sindri Sverrisson skrifar 1. júní 2022 16:02 Martin Hermannsson fann strax að eitthvað alvarlegt hefði gerst þegar hann meiddist. Stöð 2 Sport „Maður hlustaði ekki nógu vel á líkamann,“ segir Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfubolta, sem hafði ekki getað æft með hefðbundnum hætti síðustu vikur áður en hann sleit krossband í hné á mánudagskvöld. Martin meiddist í leik sem reyndist lokaleikur Valencia á tímabilinu á Spáni og ljóst er að hann mun ekki snúa aftur til keppni fyrr en á næsta ári. Þessi 27 ára fremsti körfuboltamaður landsins segist í raun enn vera að melta það að hafa meiðst svo alvarlega, í fyrsta sinn á ferlinum. „Þetta er búinn að vera algjör rússíbani. Þegar þetta gerðist fyrst þá fann ég strax að þetta væri eitthvað alvarlegt. Ég hef hingað til verið hrikalega heppinn með meiðsli, aldrei verið neitt meiddur nema kannski 2-3 vikur í senn, en ég fann um leið og þetta gerðist að þetta myndi taka aðeins lengri tíma. Tilfinningin var ekki góð. Um leið og maður lendir í svona þá fer hausinn á flug og maður hugsar bara: Jæja, er þetta búið? Hvað gerist næsta ár? Hvar er konan mín og barnið mitt? Þetta gerðist allt einhvern veginn mjög hægt. Mér fannst ég hafa legið þarna í tvo tíma. En svo er maður ótrúlega heppinn með baklandið, konu sína og fjölskyldu, allt liðið, vinina og fleiri sem hafa lyft manni upp, og maður er byrjaður að horfa á það jákvæða í þessu núna,“ segir Martin. Klippa: Martin fann strax að eitthvað alvarlegt hefði gerst „Hlustaði ekki nógu vel á líkamann“ En það hlýtur þó að vera erfitt að sætta sig við orðinn hlut? „Já, ekki spurning. Það mun taka tíma. Sérstaklega þegar þetta er svona í síðasta leik tímabilsins. Ég var búinn að vera tæpur í 2-3 vikur og ekkert búinn að æfa, og það er kannski ástæðan fyrir því að þetta gerðist. Maður hlustaði ekki nógu vel á líkamann. Það er rosalega auðvelt að sjá eftir sínum ákvörðunum og kannski hefði maður bara átt að stoppa, en einhvern veginn hef ég allt mitt líf ýtt mér áfram, alveg sama þó að það séu einhver smávægileg meiðsli eða slíkt. Ég held að líkaminn hafi svolítið sagt þarna stopp og ég trúi því að allt gerist út af ástæðu. Ég er byrjaður að horfa á það jákvæða í þessu. Ég fæ núna góðan tíma til að vinna í öllum líkamanum og í hlutum sem maður hefur ekki haft tíma til að vinna í. Ég lít á þetta sem risastórt tækifæri til að verða betri og sterkari, og koma gjörsamlega skotheldur til baka,“ segir Martin. Þetta er fyrsti hluti viðtals við Martin sem birtast mun hér á Vísi. Körfubolti Spænski körfuboltinn Tengdar fréttir Martin með slitið krossband: „Lífið er ekki alltaf sanngjarnt“ Martin Hermannsson, landsliðsmaður Íslands í körfubolta og leikmaður Valencia á Spáni, fór meiddur af velli í leik Valencia í gærkvöld. Meiðslin litu illa út og nú hefur félagið staðfest að krossband í vinstra hné Martins sé slitið. 31. maí 2022 09:16 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira
Martin meiddist í leik sem reyndist lokaleikur Valencia á tímabilinu á Spáni og ljóst er að hann mun ekki snúa aftur til keppni fyrr en á næsta ári. Þessi 27 ára fremsti körfuboltamaður landsins segist í raun enn vera að melta það að hafa meiðst svo alvarlega, í fyrsta sinn á ferlinum. „Þetta er búinn að vera algjör rússíbani. Þegar þetta gerðist fyrst þá fann ég strax að þetta væri eitthvað alvarlegt. Ég hef hingað til verið hrikalega heppinn með meiðsli, aldrei verið neitt meiddur nema kannski 2-3 vikur í senn, en ég fann um leið og þetta gerðist að þetta myndi taka aðeins lengri tíma. Tilfinningin var ekki góð. Um leið og maður lendir í svona þá fer hausinn á flug og maður hugsar bara: Jæja, er þetta búið? Hvað gerist næsta ár? Hvar er konan mín og barnið mitt? Þetta gerðist allt einhvern veginn mjög hægt. Mér fannst ég hafa legið þarna í tvo tíma. En svo er maður ótrúlega heppinn með baklandið, konu sína og fjölskyldu, allt liðið, vinina og fleiri sem hafa lyft manni upp, og maður er byrjaður að horfa á það jákvæða í þessu núna,“ segir Martin. Klippa: Martin fann strax að eitthvað alvarlegt hefði gerst „Hlustaði ekki nógu vel á líkamann“ En það hlýtur þó að vera erfitt að sætta sig við orðinn hlut? „Já, ekki spurning. Það mun taka tíma. Sérstaklega þegar þetta er svona í síðasta leik tímabilsins. Ég var búinn að vera tæpur í 2-3 vikur og ekkert búinn að æfa, og það er kannski ástæðan fyrir því að þetta gerðist. Maður hlustaði ekki nógu vel á líkamann. Það er rosalega auðvelt að sjá eftir sínum ákvörðunum og kannski hefði maður bara átt að stoppa, en einhvern veginn hef ég allt mitt líf ýtt mér áfram, alveg sama þó að það séu einhver smávægileg meiðsli eða slíkt. Ég held að líkaminn hafi svolítið sagt þarna stopp og ég trúi því að allt gerist út af ástæðu. Ég er byrjaður að horfa á það jákvæða í þessu. Ég fæ núna góðan tíma til að vinna í öllum líkamanum og í hlutum sem maður hefur ekki haft tíma til að vinna í. Ég lít á þetta sem risastórt tækifæri til að verða betri og sterkari, og koma gjörsamlega skotheldur til baka,“ segir Martin. Þetta er fyrsti hluti viðtals við Martin sem birtast mun hér á Vísi.
Körfubolti Spænski körfuboltinn Tengdar fréttir Martin með slitið krossband: „Lífið er ekki alltaf sanngjarnt“ Martin Hermannsson, landsliðsmaður Íslands í körfubolta og leikmaður Valencia á Spáni, fór meiddur af velli í leik Valencia í gærkvöld. Meiðslin litu illa út og nú hefur félagið staðfest að krossband í vinstra hné Martins sé slitið. 31. maí 2022 09:16 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira
Martin með slitið krossband: „Lífið er ekki alltaf sanngjarnt“ Martin Hermannsson, landsliðsmaður Íslands í körfubolta og leikmaður Valencia á Spáni, fór meiddur af velli í leik Valencia í gærkvöld. Meiðslin litu illa út og nú hefur félagið staðfest að krossband í vinstra hné Martins sé slitið. 31. maí 2022 09:16