Martin var í sigti risaliða en gæti flutt til Íslands Sindri Sverrisson skrifar 2. júní 2022 08:31 Martin Hermannsson og félagar í Valencia enduðu í 3. sæti deildakeppninnar á Spáni en féllu svo úr leik í 8-liða úrslitum, með tapi í leiknum sem Martin meiddist í. vísir/bára Sannkölluð stórlið í evrópskum körfubolta voru farin að bera víurnar í Martin Hermannsson áður en hann sleit krossband í hné á mánudagskvöld. Nú gerir hann ráð fyrir að vera áfram í Valencia og þar líður honum afar vel. Martin verður frá keppni fram á næsta ár vegna meiðslanna. Í samningi hans við Valencia er uppsagnarákvæði sem báðir aðilar geta nýtt í sumar og því gæti allt eins farið svo að Martin verði án félags í sumar. Fari svo hyggst hann flytja til Íslands. Gæti flutt heim fyrir seinni hálfleikinn „Framhaldið er svolítið óráðið en ég hef á tilfinningunni að þeir [forráðamenn Valencia] skrifi upp á alla vega eitt ár í viðbót og hjálpi mér í þessu. Ef ekki þá kem ég heim og verð örugglega heima allan næsta vetur að vinna í sjálfum mér, sem er svo sem enginn heimsendir heldur. Það gæti verið gott að koma heim og kúpla sig aðeins út fyrir „seinni hálfleikinn“, seinni partinn af atvinnumennskunni. En núna er ég bara að bíða eftir því að komast í aðgerð og svo sjáum við hvað gerist,“ segir Martin. Klippa: Martin fékk spennandi símtöl Hann fer í aðgerð vegna krossbandsslitanna strax á mánudaginn en svo alvarleg meiðsli slá á áhuga annarra félaga á að fá Martin til sín. Áhugi frá Madrid og Mílanó Eftir því sem Vísir kemst næst höfðu bæði Real Madrid og Olimpia Milano, sem bæði spila í EuroLeague, sýnt Martin áhuga. Hann vill ekki tjá sig um það en segist vissulega hafa heyrt að „skemmtileg lið“ væru áhugasöm. „Það var ekkert neglt niður né heldur komnir pappírar á borð. En það var áhugi frá skemmtilegum liðum sem hefði verið gaman að skoða. Á sama tíma þá líður okkur svo hrikalega vel hérna og framtíðarplönin hér eru stór og mikil, hér er til dæmis verið að byggja flottustu höll Evrópu sem verður tilbúin á næsta ári, og þú finnur ekki mikið betri aðstöðu. Það hefði því þurft rosalega mikið fyrir okkur til að við færum eitthvert annað,“ segir Martin en meiðslin taka af allan vafa um það. Breytir plönunum en ekki framtíðarplönunum Núna vonast Martin til þess að semja við Valencia um að vera hjá félaginu til 2024. „Okkur líður hrikalega vel hérna og ég væri til í að vera hér allan minn feril þannig séð. En eins og þessi „business“ er þá er alltaf einhver áhugi og fyrirspurnir í gangi. Ég var byrjaður að fá áhuga og hringingar annars staðar frá en var ekkert að pæla í því enda tímabilið enn í gangi. Núna er annar bragur yfir þessu en það sem væri óskandi væri kannski að fá nýjan tveggja ára samning hérna og hafa þá fyrra árið til að koma sér til baka en geta verið 150% seinna árið,“ segir Martin og bætir við að mikilvægt sé að vera jákvæður þrátt fyrir meiðslin alvarlegu: „Þolinmæði er eitthvað sem að ég hef átt erfitt með í gegnum tíðina og núna mun reyna þokkalega á það. Þetta breytir plönunum en ekki framtíðarplönunum eftir 3-4 ár. Maður er sem betur fer enn ungur og ég sný aftur í janúar eða febrúar, 28 ára, sem er bara besti aldur.“ Körfubolti Spænski körfuboltinn Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Sjá meira
Martin verður frá keppni fram á næsta ár vegna meiðslanna. Í samningi hans við Valencia er uppsagnarákvæði sem báðir aðilar geta nýtt í sumar og því gæti allt eins farið svo að Martin verði án félags í sumar. Fari svo hyggst hann flytja til Íslands. Gæti flutt heim fyrir seinni hálfleikinn „Framhaldið er svolítið óráðið en ég hef á tilfinningunni að þeir [forráðamenn Valencia] skrifi upp á alla vega eitt ár í viðbót og hjálpi mér í þessu. Ef ekki þá kem ég heim og verð örugglega heima allan næsta vetur að vinna í sjálfum mér, sem er svo sem enginn heimsendir heldur. Það gæti verið gott að koma heim og kúpla sig aðeins út fyrir „seinni hálfleikinn“, seinni partinn af atvinnumennskunni. En núna er ég bara að bíða eftir því að komast í aðgerð og svo sjáum við hvað gerist,“ segir Martin. Klippa: Martin fékk spennandi símtöl Hann fer í aðgerð vegna krossbandsslitanna strax á mánudaginn en svo alvarleg meiðsli slá á áhuga annarra félaga á að fá Martin til sín. Áhugi frá Madrid og Mílanó Eftir því sem Vísir kemst næst höfðu bæði Real Madrid og Olimpia Milano, sem bæði spila í EuroLeague, sýnt Martin áhuga. Hann vill ekki tjá sig um það en segist vissulega hafa heyrt að „skemmtileg lið“ væru áhugasöm. „Það var ekkert neglt niður né heldur komnir pappírar á borð. En það var áhugi frá skemmtilegum liðum sem hefði verið gaman að skoða. Á sama tíma þá líður okkur svo hrikalega vel hérna og framtíðarplönin hér eru stór og mikil, hér er til dæmis verið að byggja flottustu höll Evrópu sem verður tilbúin á næsta ári, og þú finnur ekki mikið betri aðstöðu. Það hefði því þurft rosalega mikið fyrir okkur til að við færum eitthvert annað,“ segir Martin en meiðslin taka af allan vafa um það. Breytir plönunum en ekki framtíðarplönunum Núna vonast Martin til þess að semja við Valencia um að vera hjá félaginu til 2024. „Okkur líður hrikalega vel hérna og ég væri til í að vera hér allan minn feril þannig séð. En eins og þessi „business“ er þá er alltaf einhver áhugi og fyrirspurnir í gangi. Ég var byrjaður að fá áhuga og hringingar annars staðar frá en var ekkert að pæla í því enda tímabilið enn í gangi. Núna er annar bragur yfir þessu en það sem væri óskandi væri kannski að fá nýjan tveggja ára samning hérna og hafa þá fyrra árið til að koma sér til baka en geta verið 150% seinna árið,“ segir Martin og bætir við að mikilvægt sé að vera jákvæður þrátt fyrir meiðslin alvarlegu: „Þolinmæði er eitthvað sem að ég hef átt erfitt með í gegnum tíðina og núna mun reyna þokkalega á það. Þetta breytir plönunum en ekki framtíðarplönunum eftir 3-4 ár. Maður er sem betur fer enn ungur og ég sný aftur í janúar eða febrúar, 28 ára, sem er bara besti aldur.“
Körfubolti Spænski körfuboltinn Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Sjá meira