„Veglegustu NBA-útsendingar Íslandssögunnar“ Sindri Sverrisson skrifar 2. júní 2022 16:01 Stephen Curry og félagar í Golden State þykja líklegri til að landa NBA-meistaratitlinum. Getty „Það kemst upp í smáæfingu að vaka eftir NBA og núna er ærið tilefni til að vaka fram eftir,“ segir Kjartan Atli Kjartansson sem stýra mun umfjöllun í veglegum útsendingum frá úrslitaleikjunum í NBA-deildinni í körfubolta á Stöð 2 Sport 2. Fyrsta útsending hefst klukkan hálfeitt í nótt og hálftíma síðar hefst einvígi Golden State Warriors og Boston Celtics um NBA-meistaratitilinn. „Þetta eru mjög áhugaverð lið. Boston átti mjög sérstakt tímabil. Liðið var í 11. sæti í austurdeildinni í janúar og sneri tímabilinu algjörlega við og er komið í úrslitin. Golden State að sama skapi náði ekki alveg fullum krafti í deildakeppninni, tók tímabil og rispur eins og Boston, en Golden State-menn eru líklegri, svo að maður sé alveg hreinskilinn þó að ég haldi með Boston og fari ekki í grafgötur með það. Þeir eru með Steph Curry, Klay Thompson og Draymond Green, sem hafa allir verið þarna áður og eru með mikla reynslu og margfaldir meistarar. Þetta verður mjög spennandi,“ segir Kjartan Atli. Klippa: Veglegar útsendingar frá NBA-úrslitunum Greining í staðinn fyrir auglýsingar Kjartan verður með góða gesti hjá sér á hverri leiknóttu og fjallað verður ítarlega um allt sem gerist í einvíginu: „Upphitun hefst hálftíma fyrir leik og við komum inn hér í stúdíóinu í leikhléum og hálfleik, það er nóg af leikhléum í NBA, og á meðan Bandaríkjamenn fá auglýsingar þá fá Íslendingar smá greiningu. Ég held að ef maður rýnir aðeins í söguna þá verði þetta mögulega veglegustu NBA-útsendingar Íslandssögunnar og við erum stoltir af því. Hér verður fullt sett af sérfræðingum, ég að spyrja þá spjörunum úr og mikil vinna að baki hjá tæknimönnum. Þetta verður veisla,“ segir Kjartan. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Sjá meira
Fyrsta útsending hefst klukkan hálfeitt í nótt og hálftíma síðar hefst einvígi Golden State Warriors og Boston Celtics um NBA-meistaratitilinn. „Þetta eru mjög áhugaverð lið. Boston átti mjög sérstakt tímabil. Liðið var í 11. sæti í austurdeildinni í janúar og sneri tímabilinu algjörlega við og er komið í úrslitin. Golden State að sama skapi náði ekki alveg fullum krafti í deildakeppninni, tók tímabil og rispur eins og Boston, en Golden State-menn eru líklegri, svo að maður sé alveg hreinskilinn þó að ég haldi með Boston og fari ekki í grafgötur með það. Þeir eru með Steph Curry, Klay Thompson og Draymond Green, sem hafa allir verið þarna áður og eru með mikla reynslu og margfaldir meistarar. Þetta verður mjög spennandi,“ segir Kjartan Atli. Klippa: Veglegar útsendingar frá NBA-úrslitunum Greining í staðinn fyrir auglýsingar Kjartan verður með góða gesti hjá sér á hverri leiknóttu og fjallað verður ítarlega um allt sem gerist í einvíginu: „Upphitun hefst hálftíma fyrir leik og við komum inn hér í stúdíóinu í leikhléum og hálfleik, það er nóg af leikhléum í NBA, og á meðan Bandaríkjamenn fá auglýsingar þá fá Íslendingar smá greiningu. Ég held að ef maður rýnir aðeins í söguna þá verði þetta mögulega veglegustu NBA-útsendingar Íslandssögunnar og við erum stoltir af því. Hér verður fullt sett af sérfræðingum, ég að spyrja þá spjörunum úr og mikil vinna að baki hjá tæknimönnum. Þetta verður veisla,“ segir Kjartan. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Sjá meira