Verkalýðsforingjar ekki hrifnir af óraunhæfum hugmyndum Simma Bjarki Sigurðsson skrifar 2. júní 2022 16:33 Ragnar Þór Ingólfsson (t.v.), formaður VR, Drífa Snædal, forseti ASÍ, og Óskar Hafnfjörð Gunnarsson, formaður MATVÍS, telja að hugmyndir Simma Vill um jafnaðarkaup komist seint inn í kjarasamninga launafólks. Vísir Forystumenn verkalýðshreyfingarinnar telja hugmyndir athafnamannsins Sigmars Vilhjálmssonar um jafnaðarkaup ekki vera raunhæfar. Langt sé í það að fólk samþykki slíkar breytingar. Í grein sem Sigmar birti á Vísi í gær stingur hann upp á því að afnema dag-, kvöld-, og helgarvinnutaxta og taka frekar upp grunntaxta. Honum þyki ósanngjarnt að mismuna fólki út frá því hvaða tíma dags það vinnur. Með breytingunni vilji hann jafna stöðu launamanna innan fyrirtækja og sporna gegn verðhækkunum á vörum og þjónustu fyrir viðskiptavini. Sigmar er í forsvari fyrir Atvinnufjelagið sem eru hagsmunasamtök fyrir smærri og meðalstór fyrirtæki. Foringjar innan verkalýðshreyfingarinnar telja hugmynd Simma ekki góða og telja litlar líkur á að þessi breyting nái einhvern tímann í gegn. „Það er náttúrulega ástæða fyrir því að fólk er að fá hærri greiðslur á óþægilegum vinnutímum, það er bæði til þess að fólk fáist til að starfa á þessum óþægilegu vinnutímum og eins til þess að bæta upp fyrir það að vera að vinna á óhefðbundnum vinnutímum. Þetta hefur verið stefið í kjarasamningum, bæði um yfirvinnu, eftirvinnu og vaktaálögum og svo framvegis,“ segir Drífa Snædal, forseti ASÍ, í samtali við fréttastofu. Fráleit hugmynd Kollegar hennar, þeir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Óskar Hafnfjörð Gunnarsson, formaður MATVÍS, matvæla- og veitingafélags Íslands, taka undir orð Drífu og segja að markmiðið hjá Simma sé að lækka launakostnað, þrátt fyrir að hann haldi öðru fram til að byrja með. „Það er alveg ljóst að allar hugmyndir um það að fólk geti unnið dagvinnuna hvenær sem er sólarhringsins er ekki bara algjörlega fráleit hugmynd heldur líka mikil afturför í réttindabaráttu vinnandi fólks. Það gefur augaleið. Fólk var að vinna hér myrkranna milli áður fyrr á sama tímakaupi, þess vegna var yfirvinnunni komið á,“ segir Ragnar Þór. Ekki á stefnuskránni Óskar segir að hugmyndin vinni þvert gegn því sem verkalýðshreyfingarnar vinna að. „Ég held að verkalýðshreyfingin hafi ekki í heild sinni leitt hugann að hugmyndinni og hún hefur ekki verið á stefnuskránni hjá okkur og þetta hugnast okkur ekki.“ Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Fleiri fréttir Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Sjá meira
Í grein sem Sigmar birti á Vísi í gær stingur hann upp á því að afnema dag-, kvöld-, og helgarvinnutaxta og taka frekar upp grunntaxta. Honum þyki ósanngjarnt að mismuna fólki út frá því hvaða tíma dags það vinnur. Með breytingunni vilji hann jafna stöðu launamanna innan fyrirtækja og sporna gegn verðhækkunum á vörum og þjónustu fyrir viðskiptavini. Sigmar er í forsvari fyrir Atvinnufjelagið sem eru hagsmunasamtök fyrir smærri og meðalstór fyrirtæki. Foringjar innan verkalýðshreyfingarinnar telja hugmynd Simma ekki góða og telja litlar líkur á að þessi breyting nái einhvern tímann í gegn. „Það er náttúrulega ástæða fyrir því að fólk er að fá hærri greiðslur á óþægilegum vinnutímum, það er bæði til þess að fólk fáist til að starfa á þessum óþægilegu vinnutímum og eins til þess að bæta upp fyrir það að vera að vinna á óhefðbundnum vinnutímum. Þetta hefur verið stefið í kjarasamningum, bæði um yfirvinnu, eftirvinnu og vaktaálögum og svo framvegis,“ segir Drífa Snædal, forseti ASÍ, í samtali við fréttastofu. Fráleit hugmynd Kollegar hennar, þeir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Óskar Hafnfjörð Gunnarsson, formaður MATVÍS, matvæla- og veitingafélags Íslands, taka undir orð Drífu og segja að markmiðið hjá Simma sé að lækka launakostnað, þrátt fyrir að hann haldi öðru fram til að byrja með. „Það er alveg ljóst að allar hugmyndir um það að fólk geti unnið dagvinnuna hvenær sem er sólarhringsins er ekki bara algjörlega fráleit hugmynd heldur líka mikil afturför í réttindabaráttu vinnandi fólks. Það gefur augaleið. Fólk var að vinna hér myrkranna milli áður fyrr á sama tímakaupi, þess vegna var yfirvinnunni komið á,“ segir Ragnar Þór. Ekki á stefnuskránni Óskar segir að hugmyndin vinni þvert gegn því sem verkalýðshreyfingarnar vinna að. „Ég held að verkalýðshreyfingin hafi ekki í heild sinni leitt hugann að hugmyndinni og hún hefur ekki verið á stefnuskránni hjá okkur og þetta hugnast okkur ekki.“
Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Fleiri fréttir Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Sjá meira