„Hefðum klárlega reynt að skella okkur í pottinn að rifja upp gamla tíma“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. júní 2022 19:31 Sævar Atli Magnússon, leikmaður U-21 árs landsliðs Íslands. Stöð 2 Íslenska U-21 árs landsliðið í fótbolta leikur seinustu þrjá leiki sína í undankeppni EM á næstu níu dögum. Sævar Atli Magnússon, leikmaður liðsins, ræddi um komandi verkefni, ásamt því að fara stuttlega yfir tímabilið með Lyngby þar sem liðið tryggði sér sæti í dönsku úrvalsdeildinni. „Sigur. Það er langt síðan við spiluðum á heimavelli og það er alltaf gaman að spila á heimavelli þannig við ætlum bara að fara í hvern einasta leik til að vinna hann og sýna að við erum eitt besta liðið í riðlinum með Portúgal,“ sagði Sævar í samtali við Ingva Þór Sæmundsson á Stöð 2 í dag. Íslenska liðið situr í fjórða sæti riðislins með níu stig eftir sjö leiki. Sævar segir að þrátt fyrir að hann sé sáttur með spilamennsku liðsins þá hafi vantað upp á stigasöfnun. „Ég er sáttur með spilamennskuna, en ekki sáttur með úrslitin. Við erum búnir að vera klaufar og óheppnir í bland. Sérstaklega þessir Grikkjaleikir og svo áttum við sennilega að vinna Portúgal hérna heima,“ sagði Sævar. „En virkilega vel gert að ná í stig á móti Portúgal úti. Þetta er eitt besta lið í Evrópu. Spilamennskan er búin að vera mjög stígandi því við fengum eiginlega engan undirbúning saman. Þannig að ég er búinn að finna mikinn stíganda og ég er virkilega spenntur fyrir þessum þremur leikjum.“ Sævar er leikmaður Lyngby í Danmörku, en undir stjórn Freys Alexanderssonar tryggði liðið sér sæti í dönsku úrvalsdieldinni á nýafstaðinni leiktíð. Sævar segist koma gullur sjálfstrausts inn í þetta verkefni eftir tímabilið með Lyngby. „Jú klárlega. Það var virkilega skemmtilegt. Við fögnuðum vel og innilega í seinustu viku, enda áttum við það skilið held ég.“ „Þetta var langt og erfitt tímabil með Lyngby, en ég kem fullur sjálfstrausts og í góðu formi.“ Hann segir enn fremur að tími hans í atvinnumennsku fari vel af stað. „Klárlega. Þetta var erfitt fyrst. Ég var búinn að vera hjá Leikni allt mitt líf. Ég kem þarna út og er aðeins lengi að aðlagast, en eftir jól steig ég aðeins upp. Ég fékk meiri spiltíma og tók svona aðeins sénsinn.“ „En það skiptir ekki máli hvernig ég stóð mig því við komumst upp, það var markmiðið. Það er þvílík samheldni í liðinu og góð liðsheild. Við komumst upp og það er það sem skiptir máli.“ Ingvi og Sævar rifjuðu svo upp skemmtilegt atvik frá 2013 þegar Leiknir varð Reykjavíkurmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins. Þá fögnuðu leikmenn Leiknis svo mikið að bikarinn gleymdist í sundlaug í Breiðholtinu um nóttina. „Ég ætla ekkert að ljúga því að það var mjög mikill fögnuður. Þeir kunna alveg að fagna Danirnir. Við komumst líka upp á mánudegi en það skipti engu máli sýndist mér.“ „En það er eiginlega engin sundlaug þarna í Danmörku annars hefðum við klárlega reynt að skella okkur í pottinn og rifja upp gamla tíma,“ sagði Sævar léttur að lokum. Klippa: Sævar Atli Magnússon Landslið karla í fótbolta Mest lesið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fótbolti Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Fótbolti Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Sport EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti Fleiri fréttir Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Sjá meira
„Sigur. Það er langt síðan við spiluðum á heimavelli og það er alltaf gaman að spila á heimavelli þannig við ætlum bara að fara í hvern einasta leik til að vinna hann og sýna að við erum eitt besta liðið í riðlinum með Portúgal,“ sagði Sævar í samtali við Ingva Þór Sæmundsson á Stöð 2 í dag. Íslenska liðið situr í fjórða sæti riðislins með níu stig eftir sjö leiki. Sævar segir að þrátt fyrir að hann sé sáttur með spilamennsku liðsins þá hafi vantað upp á stigasöfnun. „Ég er sáttur með spilamennskuna, en ekki sáttur með úrslitin. Við erum búnir að vera klaufar og óheppnir í bland. Sérstaklega þessir Grikkjaleikir og svo áttum við sennilega að vinna Portúgal hérna heima,“ sagði Sævar. „En virkilega vel gert að ná í stig á móti Portúgal úti. Þetta er eitt besta lið í Evrópu. Spilamennskan er búin að vera mjög stígandi því við fengum eiginlega engan undirbúning saman. Þannig að ég er búinn að finna mikinn stíganda og ég er virkilega spenntur fyrir þessum þremur leikjum.“ Sævar er leikmaður Lyngby í Danmörku, en undir stjórn Freys Alexanderssonar tryggði liðið sér sæti í dönsku úrvalsdieldinni á nýafstaðinni leiktíð. Sævar segist koma gullur sjálfstrausts inn í þetta verkefni eftir tímabilið með Lyngby. „Jú klárlega. Það var virkilega skemmtilegt. Við fögnuðum vel og innilega í seinustu viku, enda áttum við það skilið held ég.“ „Þetta var langt og erfitt tímabil með Lyngby, en ég kem fullur sjálfstrausts og í góðu formi.“ Hann segir enn fremur að tími hans í atvinnumennsku fari vel af stað. „Klárlega. Þetta var erfitt fyrst. Ég var búinn að vera hjá Leikni allt mitt líf. Ég kem þarna út og er aðeins lengi að aðlagast, en eftir jól steig ég aðeins upp. Ég fékk meiri spiltíma og tók svona aðeins sénsinn.“ „En það skiptir ekki máli hvernig ég stóð mig því við komumst upp, það var markmiðið. Það er þvílík samheldni í liðinu og góð liðsheild. Við komumst upp og það er það sem skiptir máli.“ Ingvi og Sævar rifjuðu svo upp skemmtilegt atvik frá 2013 þegar Leiknir varð Reykjavíkurmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins. Þá fögnuðu leikmenn Leiknis svo mikið að bikarinn gleymdist í sundlaug í Breiðholtinu um nóttina. „Ég ætla ekkert að ljúga því að það var mjög mikill fögnuður. Þeir kunna alveg að fagna Danirnir. Við komumst líka upp á mánudegi en það skipti engu máli sýndist mér.“ „En það er eiginlega engin sundlaug þarna í Danmörku annars hefðum við klárlega reynt að skella okkur í pottinn og rifja upp gamla tíma,“ sagði Sævar léttur að lokum. Klippa: Sævar Atli Magnússon
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fótbolti Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Fótbolti Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Sport EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti Fleiri fréttir Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Sjá meira