Leitaði uppi lækni vegna bakverkja og skaut hann Samúel Karl Ólason skrifar 2. júní 2022 23:31 Maðurinn myrti fjóra en svipti sig lífi þegar lögregluþjóna bar að garði. AP/Ian Maule Maður sem skaut skurðlækni sinn og þrjá aðra til bana í Tulsa í Bandaríkjunum í gærkvöldi, kenndi lækninum um sársauka sem hann fann fyrir eftir aðgerð á baki. Maðurinn keypti sér hálfsjálfvirkan riffil af gerðinni AR-15 nokkrum klukkustundum fyrir ódæðið. Í aðdraganda árásarinnar hringdi maðurinn, sem hét Michael Louis og var 45 ára gamall, ítrekað á sjúkrahúsið þar sem læknirinn vann og kvartaði yfir bakverkjum. Í árásinni sjálfri leitaði hann lækninn svo uppi og myrti hann og aðra. Maðurinn svipti sig lífi þegar lögregluþjóna bar að garði. Lögreglan hefur gefið út nafn árásarmannsins og mynd af honum. Michael Louis kenndi skurðlækni sínum um bakverki sem hann fann fyrir eftir aðgerð í síðasta mánuði.AP/Fógeti Muskogeesýslu Samkvæmt AP fréttaveitunni skildi Louis bréf eftir sig þar sem gerði lögregluþjónum ljóst að markmið hans var að myrða lækninn og aðra sem urðu á vegi hans. Skurðlæknirinn hét Preston Philips. Stephanie Husen sem var einnig læknir, Amanda Glenn sem vann í móttöku sjúkrahússins og William Love sem var gestur á sjúkrahúsinu, dóu einnig í árásinni. Lögreglan segist hafa fregnir af því að Love, sem var 73 ára gamall og hafði fylgt eiginkonu sinni á sjúkrahúsið, hafi verið skotinn við að halda hurð lokaðri svo aðrir hefðu tíma til að flýja undan Louis. Margar mannskæðar skotárásir hafa átt sér stað í Bandaríkjunum á undanförnum vikum og má þar helst nefna árásina í Buffalo í New York og árásina í Uvalde í Texas. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Byssumaður myrðir fjóra á spítala í Bandaríkjunum Byssumaður vopnaður riffli og skammbyssu réðst inn í skrifstofubyggingu Saint Francis Hospital í Tulsa í Oklahoma í Bandaríkjunum í gær og skaut fjóra til bana. Fleiri særðust en eru ekki í lífshættu. 2. júní 2022 07:05 Minnst þrír skotnir til bana á sjúkrahúsi Minnst þrír eru látnir eftir að maður vopnaður riffli fór inn á sjúkrahús í Tulsa í Oklahoma í Bandaríkjunum í kvöld og hóf þar skothríð. Hann er sagður hafa sært þó nokkra og þar af minnst einn sem er sagður í alvarlegu ástandi. 1. júní 2022 23:37 Buffalo-morðinginn ákærður fyrir hryðjuverk Maðurinn sem skaut tíu til bana í Buffalo í New York í síðasta mánuði hefur verið ákærður fyrir hryðjuverk. Payton Gendron er átján ára gamall og ætlaði sér sérstaklega að myrða þeldökkt fólk. 1. júní 2022 22:30 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Í aðdraganda árásarinnar hringdi maðurinn, sem hét Michael Louis og var 45 ára gamall, ítrekað á sjúkrahúsið þar sem læknirinn vann og kvartaði yfir bakverkjum. Í árásinni sjálfri leitaði hann lækninn svo uppi og myrti hann og aðra. Maðurinn svipti sig lífi þegar lögregluþjóna bar að garði. Lögreglan hefur gefið út nafn árásarmannsins og mynd af honum. Michael Louis kenndi skurðlækni sínum um bakverki sem hann fann fyrir eftir aðgerð í síðasta mánuði.AP/Fógeti Muskogeesýslu Samkvæmt AP fréttaveitunni skildi Louis bréf eftir sig þar sem gerði lögregluþjónum ljóst að markmið hans var að myrða lækninn og aðra sem urðu á vegi hans. Skurðlæknirinn hét Preston Philips. Stephanie Husen sem var einnig læknir, Amanda Glenn sem vann í móttöku sjúkrahússins og William Love sem var gestur á sjúkrahúsinu, dóu einnig í árásinni. Lögreglan segist hafa fregnir af því að Love, sem var 73 ára gamall og hafði fylgt eiginkonu sinni á sjúkrahúsið, hafi verið skotinn við að halda hurð lokaðri svo aðrir hefðu tíma til að flýja undan Louis. Margar mannskæðar skotárásir hafa átt sér stað í Bandaríkjunum á undanförnum vikum og má þar helst nefna árásina í Buffalo í New York og árásina í Uvalde í Texas.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Byssumaður myrðir fjóra á spítala í Bandaríkjunum Byssumaður vopnaður riffli og skammbyssu réðst inn í skrifstofubyggingu Saint Francis Hospital í Tulsa í Oklahoma í Bandaríkjunum í gær og skaut fjóra til bana. Fleiri særðust en eru ekki í lífshættu. 2. júní 2022 07:05 Minnst þrír skotnir til bana á sjúkrahúsi Minnst þrír eru látnir eftir að maður vopnaður riffli fór inn á sjúkrahús í Tulsa í Oklahoma í Bandaríkjunum í kvöld og hóf þar skothríð. Hann er sagður hafa sært þó nokkra og þar af minnst einn sem er sagður í alvarlegu ástandi. 1. júní 2022 23:37 Buffalo-morðinginn ákærður fyrir hryðjuverk Maðurinn sem skaut tíu til bana í Buffalo í New York í síðasta mánuði hefur verið ákærður fyrir hryðjuverk. Payton Gendron er átján ára gamall og ætlaði sér sérstaklega að myrða þeldökkt fólk. 1. júní 2022 22:30 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Byssumaður myrðir fjóra á spítala í Bandaríkjunum Byssumaður vopnaður riffli og skammbyssu réðst inn í skrifstofubyggingu Saint Francis Hospital í Tulsa í Oklahoma í Bandaríkjunum í gær og skaut fjóra til bana. Fleiri særðust en eru ekki í lífshættu. 2. júní 2022 07:05
Minnst þrír skotnir til bana á sjúkrahúsi Minnst þrír eru látnir eftir að maður vopnaður riffli fór inn á sjúkrahús í Tulsa í Oklahoma í Bandaríkjunum í kvöld og hóf þar skothríð. Hann er sagður hafa sært þó nokkra og þar af minnst einn sem er sagður í alvarlegu ástandi. 1. júní 2022 23:37
Buffalo-morðinginn ákærður fyrir hryðjuverk Maðurinn sem skaut tíu til bana í Buffalo í New York í síðasta mánuði hefur verið ákærður fyrir hryðjuverk. Payton Gendron er átján ára gamall og ætlaði sér sérstaklega að myrða þeldökkt fólk. 1. júní 2022 22:30