Markmið þáttarins er að elda einfaldan og góðan mat án fyrirhafnar og mun Helgi fá til sín góða gesti í hvern þátt. Í þessum fyrsta þætti elda þeir Hjálmar og Helgi möndlusmjörspottrétt. Allt hráefnið í réttinn fæst í Nettó
Uppskrift fyrir 3-4
- 1 dós kókosmjólk
- 1 400gr dós aduki baunir*
- 1 bolli villt hrísgrjón
- 400gr sætar kartöflur
- 200gr blómkál
- 1 lítil rauð paprika
- 200gr / 1 bolli ferskir tómatar
- 1/2 laukur
- 1/2 bolli vatn
- 2 msk möndlusmjör
- 1/2 bolli döðlur
- 1 tsk curry
- 1/2 tsk oregano
- 1/2 tsk thyme
- 1/2 tsk chili S&P
- Byrjið á því að setja vatn í pott ásamt hrísgrjónum, sjóðið samkvæmt leiðbeiningum.
- Fínskerið laukinn og steikið á vægum hita þar til mjúkur og ilmandi.
- Skerið sætar kartöflur í litla bita ásamt tómötum, blómkáli og papriku.
- Bætið kryddum og tómötum við laukinn og blandið vel.
- Þegar tómatarnir eru orðnir mjúkir, bætið restinni af grænmetinu út í ásamt kókosmjólk og vatni.
- Fáið upp væga suðu og lokið fyrir. Látið sjóða í u.þ.b. 20 mínútur eða þar til grænmetið er orðið mjúkt og hrærið reglulega.
- Bætið aduki baunum út í og lækkið hitann. Látið malla í 10 mínútur í viðbót.
- Þegar pottrétturinn hefur aðeins kólnað og allt grænmetið er orðið mjúkt ætti blandan að vera orðin aðeins þykkari.
- Berið fram með villtu hrísgrjónunum.
(Uppskrift unnin frá Fræ.com)