Illindi milli fyrrum þingmanna Pírata: „Ég skammast mín ekki fyrir neitt“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 4. júní 2022 15:50 Gunnar Hrafn og Helga Hrafn greinir á um hvað átti sér stað. Samsett/Vísir Gunnar Hrafn Jónsson, fyrrverandi þingmaður Pírata, birti færslu á Facebook í dag þar sem hann ásakar Helga Hrafn Gunnarsson, annan fyrrverandi þingmann Pírata, um að hafa bannað honum að bjóða sig fram í prófkjöri Pírata fyrir þarsíðustu þingkosningar. Í færslunni segir Gunnar að Helgi hafi boðað sig á fund fyrir utan sjoppu í Vesturbænum fyrir prófkjör Pírata til að tilkynna Gunnari að hann mætti ekki fara í prófkjör, þar sem það kæmi sér illa fyrir flokkinn. Helga hafi borist þær fregnir að það ætti að taka Gunnar af lífi í fjölmiðlum fyrir lélega mætingu á nefndar- og þingflokksfundi. Þegar Gunnar skoðaði gögnin sjálfur segir hann að komið hafi í ljós að hann hafi verið í veikindaleyfi eða utan þingflokks í flestum eða öllum tilvikum sem hann mætti ekki. Blaðamaðurinn reyndist mótframbjóðandi Gunnar segir Helga ekki hafa tekið mark á þessum upplýsingum og endurtekið hótanir sínar um að dræm mæting Gunnars yrði rakin af blaðamanni ef hann hætti ekki við framboðið. „Fljótlega kom í ljós að "blaðamaðurinn" sem var að safna þessum gögnum var Björn Leví, mótframbjóðandi minn í prófkjörinu,“ segir Gunnar í færslunni. Hinn meinti fjölmiðill sem Helgi hefði nefnt á fundinum hafi því verið heimasíða Björns þar sem hann skrifaði bloggfærslu um mætingu þingmann. Ennfremur segir Gunnar um aðdragandann að prófkjörinu „Mér er hótað með fjölmiðlaumfjöllun sem reyndist vera ímyndun mótframbjóðanda. Hringt var í fjölda stuðningsmanna minna til að minna á að ég væri geðveikur og mér ekki treystandi.“ Að lokum segir Gunnar að sér finnist gróflega vegið að fólki sem glímir við andleg veikindi í þessu máli, það hafi alltaf verið undirliggjandi að sér væri ekki treyst vegna sjúkrasögu sinnar. Samskiptaleysi innan þingflokks Í ummælum við færslu Gunnars svarar Björn Leví fyrir sig: „Ég veit alveg hversu oft ég mætti í nefnd fyrir þig á þessum tíma af því að þú mættir ekki. Lengi vel vissum við ekki einu sinni að þú værir ekki að mæta af því að þú lést okkur ekkert vita af því. Það var eftir að þú komst inn aftur eftir veikindaleyfi.“ Þá segir Björn um ásakanir Gunnars „Ég hef ekki hugmynd hvort ég sé þessi blaðamaður eða ekki. Býst við ekki, því mæting þingmanna í nefndir er aðgengileg öllum í fundargerðum nefndanna. Ég er bara með forrit sem les það upp sjálfkrafa.“ Björn Leví tekur ekki undir frásögn Gunnars.Vísir/Vilhelm Skammast sín ekki neitt Í samtali blaðamanns við Helga Hrafn vildi hann ekki tjá sig um málið af því hann hefði ekki lesið færslu Gunnars en sagði þó eitt: „Ég skammast mín ekki fyrir neitt, sem ég sagði eða gerði í þessu máli og myndi gera það sama aftur. Ef ég væri í hans stöðu, þeirri stöðu sem hann var í á þeim tíma, þá vona ég að einhver góður vinur minn myndi gera það sem ég gerði.“ Eftir samtal Helga við blaðamann skrifaði hann ummæli við færslu Gunnars. Þar lýsir Helgi færslunni sem „ótrúlegri túlkun“ og segir að samtalið hafi ekki átt sér stað fyrir prófkjörið heldur eftir það, „þar sem ég lenti í 1. sæti og þú í 5. sæti.“ Hann segir Gunnar kannski hafa ekki verið meðvitaðan um það af því, ólíkt öllum öðrum í þingflokknum, hafi hann ekki verið á staðnum. Píratar Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Sjá meira
Í færslunni segir Gunnar að Helgi hafi boðað sig á fund fyrir utan sjoppu í Vesturbænum fyrir prófkjör Pírata til að tilkynna Gunnari að hann mætti ekki fara í prófkjör, þar sem það kæmi sér illa fyrir flokkinn. Helga hafi borist þær fregnir að það ætti að taka Gunnar af lífi í fjölmiðlum fyrir lélega mætingu á nefndar- og þingflokksfundi. Þegar Gunnar skoðaði gögnin sjálfur segir hann að komið hafi í ljós að hann hafi verið í veikindaleyfi eða utan þingflokks í flestum eða öllum tilvikum sem hann mætti ekki. Blaðamaðurinn reyndist mótframbjóðandi Gunnar segir Helga ekki hafa tekið mark á þessum upplýsingum og endurtekið hótanir sínar um að dræm mæting Gunnars yrði rakin af blaðamanni ef hann hætti ekki við framboðið. „Fljótlega kom í ljós að "blaðamaðurinn" sem var að safna þessum gögnum var Björn Leví, mótframbjóðandi minn í prófkjörinu,“ segir Gunnar í færslunni. Hinn meinti fjölmiðill sem Helgi hefði nefnt á fundinum hafi því verið heimasíða Björns þar sem hann skrifaði bloggfærslu um mætingu þingmann. Ennfremur segir Gunnar um aðdragandann að prófkjörinu „Mér er hótað með fjölmiðlaumfjöllun sem reyndist vera ímyndun mótframbjóðanda. Hringt var í fjölda stuðningsmanna minna til að minna á að ég væri geðveikur og mér ekki treystandi.“ Að lokum segir Gunnar að sér finnist gróflega vegið að fólki sem glímir við andleg veikindi í þessu máli, það hafi alltaf verið undirliggjandi að sér væri ekki treyst vegna sjúkrasögu sinnar. Samskiptaleysi innan þingflokks Í ummælum við færslu Gunnars svarar Björn Leví fyrir sig: „Ég veit alveg hversu oft ég mætti í nefnd fyrir þig á þessum tíma af því að þú mættir ekki. Lengi vel vissum við ekki einu sinni að þú værir ekki að mæta af því að þú lést okkur ekkert vita af því. Það var eftir að þú komst inn aftur eftir veikindaleyfi.“ Þá segir Björn um ásakanir Gunnars „Ég hef ekki hugmynd hvort ég sé þessi blaðamaður eða ekki. Býst við ekki, því mæting þingmanna í nefndir er aðgengileg öllum í fundargerðum nefndanna. Ég er bara með forrit sem les það upp sjálfkrafa.“ Björn Leví tekur ekki undir frásögn Gunnars.Vísir/Vilhelm Skammast sín ekki neitt Í samtali blaðamanns við Helga Hrafn vildi hann ekki tjá sig um málið af því hann hefði ekki lesið færslu Gunnars en sagði þó eitt: „Ég skammast mín ekki fyrir neitt, sem ég sagði eða gerði í þessu máli og myndi gera það sama aftur. Ef ég væri í hans stöðu, þeirri stöðu sem hann var í á þeim tíma, þá vona ég að einhver góður vinur minn myndi gera það sem ég gerði.“ Eftir samtal Helga við blaðamann skrifaði hann ummæli við færslu Gunnars. Þar lýsir Helgi færslunni sem „ótrúlegri túlkun“ og segir að samtalið hafi ekki átt sér stað fyrir prófkjörið heldur eftir það, „þar sem ég lenti í 1. sæti og þú í 5. sæti.“ Hann segir Gunnar kannski hafa ekki verið meðvitaðan um það af því, ólíkt öllum öðrum í þingflokknum, hafi hann ekki verið á staðnum.
Píratar Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Sjá meira