„Ræðum allar hugmyndir sem upp koma ef eitthvað vit er í þeim“ Vésteinn Örn Pétursson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 4. júní 2022 19:27 Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, segir allar hugmyndir sem upp koma ræddar, sé eitthvað vit í þeim. Vísir/Vilhelm Atvinnurekandi segir vert að skoða hvort lækka eigi launabil milli dagvinnu og kvöld- og helgarvinnu. Slík nálgun á næstu kjarasamninga myndi koma í veg fyrir hækkandi vöruverð. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir ekkert vit í slíkum hugmyndum Sigmar Vilhjálmsson, formaður Atvinnufjelagsins, sem er félag sem telur um 200 fyrirtæki, birti í vikunni skoðanagrein á Vísi, þar sem hann lagði til fyrir næstu kjarasamninga að fyrstu átta tímar á hverri vakt, óháð því hvort unnið væri á virkum degi, um helgi eða kvöld, yrðu unnar á grunntaxta. Hugmyndunum var illa tekið, og Sigmar sagður vilja lækka laun þeirra sem vinna um kvöld og helgar. Sigmar segir það ekki rétt. „Ef það er hægt að ræða það í komandi kjarasamningum að hækka eingöngu dagvinnutaxtann án þess að 33 prósent fyrir kvöld og 45 prósent um helgar fylgi með þá held ég að við séum komin töluvert nær raunveruleikanum,“ segir Sigmar. Hugmyndin ekki fullmótuð en sé að skapa umræðu Ferðaþjónusta sé ein stærsta atvinnugrein Íslands, en meginþungi hennar liggi í kvöld- og helgarvinnu. Ef stuðst verði við óbreytt kerfi muni hækkun dagvinnutaxta leiða til hækkunar kvöld- og helgartaxta. „Það er ein leið í að mæta því, það er með hækkuðu vöruverði sem mun bitna á almennum launamönnum sem búa í þessu landi og ferðamönnum sem sækja hingað heim,“ segir Sigmar. Hugmyndin um að miða fyrstu átta tímar vaktar, óháð tíma, hafi ekki snúist um að lækka taxta launafólks. Sigmar segist vilja skapa umræðu og gagnrýnir verkalýðshreyfinguna fyrir að slá hugmyndina út af borðinu.Vísir/Vilhelm „Heldur að við myndum þá einbeita okkur að því hver er þá þessi taxti.“ Sigmar segir það valda sér vonbrigðum að verkalýðshreyfingin slái hugmyndina út af borðinu. „Ég er ekki að segja að þessi hugmynd sem var lögð fram sé einhver endanleg hugmynd eða fullmótuð hugmynd. Hún er hins vegar að benda á ákveðinn hlut, er að skapa umræðu og fyrir það er ég bara þakklátur,“ segir Sigmar. Röng nálgun að gera ódýrara fyrir atvinnurekendur að hafa menn í vinnu á kvöldin og um helgar Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segist engin rök hafa séð fyrir því að breyta ætti hlutfalli milli launa fyrir dagvinnu og aðra vinnu. Skýringar Sigmars hugnist honum ekki. „Auðvitað er þetta bara önnur hlið á sama peningnum. Þá ertu að segja, að til dæmis fólkið sem er að vinna á veitingastöðunum fyrir aftan okkur núna, á laugardegi, í glampandi sól, getur ekki verið með sínu fólki, fór ekki í ferðalag á þessari löngu helgi og svona, fái hlutfallslega minna borgað fyrir að vinna á þessum vondu tímum en það fær núna,“ segir Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins. Flosi segir ólíklegt að hugmyndin verði tekin upp við gerð kjarasamninga. „Þá erum við að fletja út tímann, við erum að gera það ódýrara hlutfallslega fyrir atvinnurekendur að hafa menn í vinnunni á kvöldin og um helgar. Ég held að það sé röng nálgun.“ Hvað varðar gagnrýni Sigmars á að verkalýðshreyfingin slái hugmyndina strax út af borðinu segir Flosi: „Auðvitað ræðum við alltaf allar hugmyndir sem upp koma ef það er eitthvað vit í þeim.“ Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira
Sigmar Vilhjálmsson, formaður Atvinnufjelagsins, sem er félag sem telur um 200 fyrirtæki, birti í vikunni skoðanagrein á Vísi, þar sem hann lagði til fyrir næstu kjarasamninga að fyrstu átta tímar á hverri vakt, óháð því hvort unnið væri á virkum degi, um helgi eða kvöld, yrðu unnar á grunntaxta. Hugmyndunum var illa tekið, og Sigmar sagður vilja lækka laun þeirra sem vinna um kvöld og helgar. Sigmar segir það ekki rétt. „Ef það er hægt að ræða það í komandi kjarasamningum að hækka eingöngu dagvinnutaxtann án þess að 33 prósent fyrir kvöld og 45 prósent um helgar fylgi með þá held ég að við séum komin töluvert nær raunveruleikanum,“ segir Sigmar. Hugmyndin ekki fullmótuð en sé að skapa umræðu Ferðaþjónusta sé ein stærsta atvinnugrein Íslands, en meginþungi hennar liggi í kvöld- og helgarvinnu. Ef stuðst verði við óbreytt kerfi muni hækkun dagvinnutaxta leiða til hækkunar kvöld- og helgartaxta. „Það er ein leið í að mæta því, það er með hækkuðu vöruverði sem mun bitna á almennum launamönnum sem búa í þessu landi og ferðamönnum sem sækja hingað heim,“ segir Sigmar. Hugmyndin um að miða fyrstu átta tímar vaktar, óháð tíma, hafi ekki snúist um að lækka taxta launafólks. Sigmar segist vilja skapa umræðu og gagnrýnir verkalýðshreyfinguna fyrir að slá hugmyndina út af borðinu.Vísir/Vilhelm „Heldur að við myndum þá einbeita okkur að því hver er þá þessi taxti.“ Sigmar segir það valda sér vonbrigðum að verkalýðshreyfingin slái hugmyndina út af borðinu. „Ég er ekki að segja að þessi hugmynd sem var lögð fram sé einhver endanleg hugmynd eða fullmótuð hugmynd. Hún er hins vegar að benda á ákveðinn hlut, er að skapa umræðu og fyrir það er ég bara þakklátur,“ segir Sigmar. Röng nálgun að gera ódýrara fyrir atvinnurekendur að hafa menn í vinnu á kvöldin og um helgar Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segist engin rök hafa séð fyrir því að breyta ætti hlutfalli milli launa fyrir dagvinnu og aðra vinnu. Skýringar Sigmars hugnist honum ekki. „Auðvitað er þetta bara önnur hlið á sama peningnum. Þá ertu að segja, að til dæmis fólkið sem er að vinna á veitingastöðunum fyrir aftan okkur núna, á laugardegi, í glampandi sól, getur ekki verið með sínu fólki, fór ekki í ferðalag á þessari löngu helgi og svona, fái hlutfallslega minna borgað fyrir að vinna á þessum vondu tímum en það fær núna,“ segir Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins. Flosi segir ólíklegt að hugmyndin verði tekin upp við gerð kjarasamninga. „Þá erum við að fletja út tímann, við erum að gera það ódýrara hlutfallslega fyrir atvinnurekendur að hafa menn í vinnunni á kvöldin og um helgar. Ég held að það sé röng nálgun.“ Hvað varðar gagnrýni Sigmars á að verkalýðshreyfingin slái hugmyndina strax út af borðinu segir Flosi: „Auðvitað ræðum við alltaf allar hugmyndir sem upp koma ef það er eitthvað vit í þeim.“
Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira