Aftur glutra Frakkar forystu sinni Atli Arason skrifar 6. júní 2022 21:05 Andrej Kramarić skorar úr vítaspyrnunni. Getty Images Liðin sem léku til úrslita á HM 2018, Frakkland og Króatía, endurtóku leikinn í Þjóðadeildinni í kvöld og gerðu 1-1 jafntefli. Leikið var í Split í Króatíu. Dider Deschamps, þjálfari Frakklands, gerði 10 breytingar á byrjunarliðinu sínu sem tapaði 1-2 gegn Danmörku í síðasta leik. Aðeins Aurélien Tchouaméni hélt sínu sæti í liði Frakklands í kvöld. Fyrri hálfleikur var markalaus en þó ekki tíðindalítill. Frakkar skoruðu mark sem síðar var dæmt af vegna rangstöðu. Presnel Kimpembe, leikmaður Frakklands, bjargaði því að liðið lenti undir með frábærum varnarleik og Domagoj Vida, leikmaður Króatíu, var stálheppinn að vera ekki rekin útaf eftir tæklingu á Christopher Nkunku. Stuttu eftir hálfleik kom þó fyrsta markið þegar Wissam Ben Yedder á nákvæma sendingu í gegnum vörn Króatíu á Adrien Rabiot sem kláraði færið sitt af strakri prýði og kom Frakklandi marki yfir á 52. mínútu. Á 83. mínútu á Jonathan Clauss, leikmaður Frakklands, klaufalega tæklingu inn í vítateig á varamanninum Andrej Kramarić og vítaspyrna dæmd. Kramarić tók spyrnuna sjálfur og skoraði framhjá Mike Maignan í marki Frakklands. Bæði lið fengu dauðafæri til að stela sigrinum á síðustu mínútum leiksins en náðu ekki að nýta tækifærin sín. Þegar tvær umferðir eru búnar er Frakkland áfram í þriðja sæti 1. riðils og Króatía er í því fjórða. Bæði lið eru með eitt stig eftir tap í fyrstu umferð. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Sjá meira
Dider Deschamps, þjálfari Frakklands, gerði 10 breytingar á byrjunarliðinu sínu sem tapaði 1-2 gegn Danmörku í síðasta leik. Aðeins Aurélien Tchouaméni hélt sínu sæti í liði Frakklands í kvöld. Fyrri hálfleikur var markalaus en þó ekki tíðindalítill. Frakkar skoruðu mark sem síðar var dæmt af vegna rangstöðu. Presnel Kimpembe, leikmaður Frakklands, bjargaði því að liðið lenti undir með frábærum varnarleik og Domagoj Vida, leikmaður Króatíu, var stálheppinn að vera ekki rekin útaf eftir tæklingu á Christopher Nkunku. Stuttu eftir hálfleik kom þó fyrsta markið þegar Wissam Ben Yedder á nákvæma sendingu í gegnum vörn Króatíu á Adrien Rabiot sem kláraði færið sitt af strakri prýði og kom Frakklandi marki yfir á 52. mínútu. Á 83. mínútu á Jonathan Clauss, leikmaður Frakklands, klaufalega tæklingu inn í vítateig á varamanninum Andrej Kramarić og vítaspyrna dæmd. Kramarić tók spyrnuna sjálfur og skoraði framhjá Mike Maignan í marki Frakklands. Bæði lið fengu dauðafæri til að stela sigrinum á síðustu mínútum leiksins en náðu ekki að nýta tækifærin sín. Þegar tvær umferðir eru búnar er Frakkland áfram í þriðja sæti 1. riðils og Króatía er í því fjórða. Bæði lið eru með eitt stig eftir tap í fyrstu umferð.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Sjá meira