Körfubolti

Ragnar heim í Hamar

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ragnar Ágúst Nathanaelsson hefur samið við uppeldisfélag sitt Hamar í Hveragerði.
Ragnar Ágúst Nathanaelsson hefur samið við uppeldisfélag sitt Hamar í Hveragerði. KKÍ

Ragnar Ágúst Nathanaelsson hefur samið við uppeldisfélag sitt Hamar og mun leika með liðinu í 1. deild karla í körfubolta á komandi leiktíð. Hann var orðaður við ýmis lið í Subway deildinni en ákvað á endanum að söðla um og halda heim á leið.

Ragnar Ágúst kemur til með að styrkja lið Hamars gríðarlega í baráttunni um sæti í Subway deildinni. Hann býr yfir mikilli reynslu bæði hér á landi sem og erlendis. Hinn þrítugi Ragnar Ágúst hefur leikið með Þór Þorláksöfn Haukum, Val og Njarðvík ásamt því að leika með liðum á Spáni og Svíþjóð.

Einnig hefur hann leikið 56 A-landsleiki fyrir Íslands hönd á árunum 2013 til 2021.

„Það ríkir mikil ánægja að fá Ragnar heim og hlökkum við enn meira til næsta keppnistímabils eftir undirskrift dagsins,“ segir í tilkynningu Hamars en tíu ár eru síðan Ragnar lék síðast með uppeldisfélaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×