Vantraust á ráðherra fellt og sænska stjórnin situr áfram Kjartan Kjartansson skrifar 7. júní 2022 11:29 Morgan Johansson, dómsmála- og innanríkisráðherra Svíþjóðar, slapp naumlega við vantraust í sænska þinginu. Vísir/EPA Dómsmála- og innanríkisráðherra Svíþjóðar stóð af sér vantrauststillögu í sænska þinginu í dag. Magdalena Anderson forsætisráðherra hafði hótað því að ríkisstjórnin segði af sér ef vantrausti yrði lýst á ráðherrann. Aðeins einu atkvæði munaði að vantrausti yrði lýst á Morgan Johansson, dómsmála- og innanríkisráðherra. Stjórnarandstaðan lagði fram vantrauststillöguna á hendur honum vegna fjölda skotárása í Svíþjóð að undanförnu. Á endanum greiddu 174 þingmann atkvæði með vantrausti en 97 á móti. Sjötíu sátu hjá eða voru fjarverandi. Atkvæði 175 þingmanna þufti til þess að lýsa yfir vantrausti á Johansson. Ebba Busch, leiðtogi Kristilegra demókrata, lýsti yfir vonbrigðum eftir að úrslit atkvæðagreiðslunnar lágu fyrir. Sakaði hún Johannsson um að hafa brugðist í baráttunni gegn glæpagengjum, að því er kemur fram í frétt Aftonbladet. Aðrir þingmenn voru gagnrýnir á tímasetningu vantrauststillögunnar, nú þegar stríð geisar í Úkraínu og umsókn Svíþjóðar um aðild að Atlantshafsbandalaginu er til meðferðar. „Það er stríð í gangi tveimur klukkustundum frá landamærum Svíþjóðar. Friði í Evrópu er ógnað og við erum í miðju viðkvæmu umsóknarferli hjá NATO. Síðan ákveða nokkrir flokkar að lýsa yfir vantrausti á ráðherra. Það er mjög vondur tími,“ sagði Annie Lööf, leiðtogi Miðflokksins, fyrir atkvæðagreiðsluna. Þingkosningar fara fram í Svíþjóð í september. Svíþjóð Tengdar fréttir Líf sænsku stjórnarinnar í húfi í atkvæðagreiðslu um vantraust Úrslit atkvæðagreiðslu um vantrauststillögu á hendur dómsmálaráðherra Svíþjóðar sem fer fram í sænska þinginu í dag gætu ráðið örlögum ríkisstjórnar Magdalenu Anderson forsætisráðherra. Útlit er fyrir að ráðherrann standi tillöguna af sér naumlega. 7. júní 2022 08:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Aðeins einu atkvæði munaði að vantrausti yrði lýst á Morgan Johansson, dómsmála- og innanríkisráðherra. Stjórnarandstaðan lagði fram vantrauststillöguna á hendur honum vegna fjölda skotárása í Svíþjóð að undanförnu. Á endanum greiddu 174 þingmann atkvæði með vantrausti en 97 á móti. Sjötíu sátu hjá eða voru fjarverandi. Atkvæði 175 þingmanna þufti til þess að lýsa yfir vantrausti á Johansson. Ebba Busch, leiðtogi Kristilegra demókrata, lýsti yfir vonbrigðum eftir að úrslit atkvæðagreiðslunnar lágu fyrir. Sakaði hún Johannsson um að hafa brugðist í baráttunni gegn glæpagengjum, að því er kemur fram í frétt Aftonbladet. Aðrir þingmenn voru gagnrýnir á tímasetningu vantrauststillögunnar, nú þegar stríð geisar í Úkraínu og umsókn Svíþjóðar um aðild að Atlantshafsbandalaginu er til meðferðar. „Það er stríð í gangi tveimur klukkustundum frá landamærum Svíþjóðar. Friði í Evrópu er ógnað og við erum í miðju viðkvæmu umsóknarferli hjá NATO. Síðan ákveða nokkrir flokkar að lýsa yfir vantrausti á ráðherra. Það er mjög vondur tími,“ sagði Annie Lööf, leiðtogi Miðflokksins, fyrir atkvæðagreiðsluna. Þingkosningar fara fram í Svíþjóð í september.
Svíþjóð Tengdar fréttir Líf sænsku stjórnarinnar í húfi í atkvæðagreiðslu um vantraust Úrslit atkvæðagreiðslu um vantrauststillögu á hendur dómsmálaráðherra Svíþjóðar sem fer fram í sænska þinginu í dag gætu ráðið örlögum ríkisstjórnar Magdalenu Anderson forsætisráðherra. Útlit er fyrir að ráðherrann standi tillöguna af sér naumlega. 7. júní 2022 08:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Líf sænsku stjórnarinnar í húfi í atkvæðagreiðslu um vantraust Úrslit atkvæðagreiðslu um vantrauststillögu á hendur dómsmálaráðherra Svíþjóðar sem fer fram í sænska þinginu í dag gætu ráðið örlögum ríkisstjórnar Magdalenu Anderson forsætisráðherra. Útlit er fyrir að ráðherrann standi tillöguna af sér naumlega. 7. júní 2022 08:45