Úkraínsku meistararnir gætu tekið þátt í þýsku B-deildinni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. júní 2022 07:00 Motor Zaporozhye gæti fengið að taka þátt í þýski B-deildinni í handbolta. Dmytro Smolyenko/ Ukrinform/Barcroft Media via Getty Images Úkraínsku meistararnir í handbolta, Motor Zaporozhye, gætu tekið þátt í þýsku B-deildinni á næsta tímabili, án þess þó að taka þátt í deildarkeppninni sjálfri. Frá þessu er greint á handboltamiðlinum Handball-World, en deildarkeppnin í Úkraínu hefur legið í dvala eftir að Rússar réðust inn í landið í lok febrúar. Þetta yrði gert til að liðsmenn Motor Zaporozhye gætu haldið sér í leikformi fyrir átökin í Meistaradeild Evrópu þar sem liðið hefur verið með fast sæti síðan tímabilið 2013-2014. Samkvæmt heimildum handboltamiðilsins íhugar þýska handknattleikssambandið það nú fyrir alvöru að veita Motor Zaporozhye einhverskonar gestasæti í þýsku B-deildinni. Félagið þurfti að draga sig úr keppni í Meistaradeildinni á þessu tímabili sökum stríðsins í heimalandinu, en liðið gæti þó fengið keppnisrétt á næsta tímabili í gegnum svokallað „Wildcard“. Úkraínska liðið myndi þá leika heimaleiki sína í Þýskalandi og halda sér í leikformi með því að spila í þýsku B-deildinni. The Ukranian top club Motor Zaporozhye may be able to participate in the 2nd Bundesliga next season. And maybe after all also the EHF Champions League. Great news!https://t.co/azHbGN7GxR#handball— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) June 7, 2022 Fækkun liða gæti reynst happafengur fyrir Zaporozhye Ástæðan fyrir því að þessi möguleiki er fyrir hendi er sú að nú er unnið í því að fækka liðum í þýsku B-deildinni. Á nýafstöðnu tímabili voru 20 lið í deildinni, en þrjú lið féllu á meðan aðeins tvö fóru upp í úrvalsdeildina. Á næsta tímabili verður liðunum svo fækkað niður í 18. Þar sem að 19 lið verða í deildinni á næsta tímabili þýðir það að eitt lið situr hjá í hverri umferð. Það myndi gefa Zaporozhye tækifæri til að spila gegn því liði þá vikuna og koma þannig í veg fyrir að eitt lið lendi í langri pásu á milli leikja. Motor Zaporozhye gæti þó ekki beint tekið þátt í þýsku B-deildinni af lagalegum ástæðum. Leikir liðsins gegn þýsku liðunum myndu ekki telja til stiga í deildarkeppninni. Þetta fyrirkomulag myndi þó gefa þýsku liðunum einn auka heimaleik á næsta tímabili. Eitt auka tækifæri til að spila fyrir framan sína stuðningsmenn og á sama tíma beina athyglinni að þeim atburðum sem nú eiga sér stað í Úkraínu. Þýski handboltinn Mest lesið Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Stjarnan slátraði meisturunum Handbolti Fleiri fréttir Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sjá meira
Frá þessu er greint á handboltamiðlinum Handball-World, en deildarkeppnin í Úkraínu hefur legið í dvala eftir að Rússar réðust inn í landið í lok febrúar. Þetta yrði gert til að liðsmenn Motor Zaporozhye gætu haldið sér í leikformi fyrir átökin í Meistaradeild Evrópu þar sem liðið hefur verið með fast sæti síðan tímabilið 2013-2014. Samkvæmt heimildum handboltamiðilsins íhugar þýska handknattleikssambandið það nú fyrir alvöru að veita Motor Zaporozhye einhverskonar gestasæti í þýsku B-deildinni. Félagið þurfti að draga sig úr keppni í Meistaradeildinni á þessu tímabili sökum stríðsins í heimalandinu, en liðið gæti þó fengið keppnisrétt á næsta tímabili í gegnum svokallað „Wildcard“. Úkraínska liðið myndi þá leika heimaleiki sína í Þýskalandi og halda sér í leikformi með því að spila í þýsku B-deildinni. The Ukranian top club Motor Zaporozhye may be able to participate in the 2nd Bundesliga next season. And maybe after all also the EHF Champions League. Great news!https://t.co/azHbGN7GxR#handball— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) June 7, 2022 Fækkun liða gæti reynst happafengur fyrir Zaporozhye Ástæðan fyrir því að þessi möguleiki er fyrir hendi er sú að nú er unnið í því að fækka liðum í þýsku B-deildinni. Á nýafstöðnu tímabili voru 20 lið í deildinni, en þrjú lið féllu á meðan aðeins tvö fóru upp í úrvalsdeildina. Á næsta tímabili verður liðunum svo fækkað niður í 18. Þar sem að 19 lið verða í deildinni á næsta tímabili þýðir það að eitt lið situr hjá í hverri umferð. Það myndi gefa Zaporozhye tækifæri til að spila gegn því liði þá vikuna og koma þannig í veg fyrir að eitt lið lendi í langri pásu á milli leikja. Motor Zaporozhye gæti þó ekki beint tekið þátt í þýsku B-deildinni af lagalegum ástæðum. Leikir liðsins gegn þýsku liðunum myndu ekki telja til stiga í deildarkeppninni. Þetta fyrirkomulag myndi þó gefa þýsku liðunum einn auka heimaleik á næsta tímabili. Eitt auka tækifæri til að spila fyrir framan sína stuðningsmenn og á sama tíma beina athyglinni að þeim atburðum sem nú eiga sér stað í Úkraínu.
Þýski handboltinn Mest lesið Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Stjarnan slátraði meisturunum Handbolti Fleiri fréttir Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti