Telur frumvarp Katrínar innleiða aftur bann við guðlasti Kjartan Kjartansson skrifar 8. júní 2022 09:17 Eyjólfur Ármannsson, þingmaður Flokks fólksins. Vísir/Vilhelm Þingmaður Flokks fólksins telur að frumvarp forsætisráðherra um jafna meðferð fólks óháð kynþætti og þjóðernisuppruna feli í sér að bann við guðlasti sem var afnumið árið 2015 verði komið aftur á. Vegið sé að tjáningarfrelsinu með því. Mismununarþáttum er fjölgað í frumvarpi Katrínar Jakobsdóttur, forsætisáðherra, um breytingar á lögum um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna. Til viðbótar við kynþátt og þjóðernisuppruna eiga lögin að vernda fólk á grundvelli trúar, lífsskoðunar, fötlunar, aldurs, kynhneigðar, kynvitundar, kyneinkenna og kyntjáningar. Áreitni sem tengist þessum þáttum er skilgreind í frumvarpinu sem hegðun sem hefur þann tilgang eða áhrif að misbjóða virðingu viðkomandi og skapa aðstæður sem eru ógnandi, fjandsamlegar, niðurlægjandi, auðmýkjandi eða móðgandi. Eyjólfur Ármannsson, þingmaður Flokks fólksins og fyrsti varaformaður allsherjar- og menntamálanefndar, finnst afar óljóst hvort að með þessu orðalagi sé bann við guðlasti innleitt aftur eða ekki. „Ef þú móðgar einhvern út af trú, er það ekki guðlast? Er ekki verið að draga dár að trúarskoðun viðkomandi? Þá er komið guðlast aftur þarna inn,“ sagði Eyjólfur í þættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Sjálfagt að veita réttarvernd Eyjólfur tók fram að honum þætti sjálfsagt að veita réttarvernd vegna kynvitundar, kynhneigð eða öðru slíku. Bann við guðlasti hafi hins vegar verið afnumið árið 2015 með þeim rökum að tjáningarfrelsið ætti að ganga framar. „Við ákváðum það árið 2015 að afnema bann gegn guðlasti. Þá er spurningin, er það að koma núna inn aftur án þess að það sé umfjöllun um það? Ég tel að það sé verið að gera það aftur og ég tel að það vegi að tjáningarfrelsinu,“ sagði Eyjólfur sem skilaði minnihlutaáliti um frumvarpið í allsherjar- og menntamálanefnd. Frumvarpið bíður nú annarrar umræðu á Alþingi. Jafnréttisstofa hvatti þingmenn til þess að samþykkja frumvarpið sem lög í umsögn sinni. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, lagði til að frumvarpinu yrði vísað aftur til ríkisstjórnarinnar í minnihlutaáliti sínu.Vísir/Arnar Yrði hinsegin fólki refsað fyrir að móðga trúaða? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, skilaði einnig minnihlutaáliti í nefndinni og gagnrýndi meðal annars að trú og lífsskoðun væru skilgreind sem mismununarþættir í frumvarpinu. Óljóst væri hvort upptaka þeirra í lög hefði þau áhrif í reynd að bann við guðlasti yrði tekið upp að nýju. Eins væri alls óljóst hvort að ætlunin með frumvarpinu væri að taka slíkt bann upp aftur á sama tíma og Evrópuríki hafi eitt af öðru fjarlægt slík ákvæði á undanförnum árum. Benti Arndís á að í greinargerð með frumvarpinu væri vísað til tilskipunar ráðherraráðs Evrópusambandsins um jafna meðferð án tillits til kynþáttar eða þjóðernis en í henni væri ekki vikið að trú og lífsskoðun. Þannig myndi íslensk löggjöf ganga lengra en gert hafi verið ráð fyrir í tilskipuninni verði frumvarpið að lögum. Þá taldi Arndís óljóst hvernig lögunum yrði beitt þegar tveir mismununarþættir mættust, til dæmis þegar trúarskoðanir sem eru andstæðar réttindum hinsegin fólks væru orðnar mismununarþáttur í lögunum. „Óljóst er til að mynda hvort lögin myndu leiða til þess að trúfélögum yrði gert skylt að gefa saman hinsegin einstaklinga, eða hvort ákveðin tjáning eða hegðun hinsegin fólks yrði talin refsiverð ef einstaklingum af tiltekinni trú þætti hún móðgandi,“ sagði í áliti hennar. Uppfært 10:15 Mynd sem fylgdi upphaflegri útgáfu fréttarinnar var af Stefáni Vagni Stefánssyni, þingmanni Framsóknaflokksins, en ekki Eyjólfi Ármannssyni. Beðist er afsökuna á mistökunum. Alþingi Trúmál Tjáningarfrelsi Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Mismununarþáttum er fjölgað í frumvarpi Katrínar Jakobsdóttur, forsætisáðherra, um breytingar á lögum um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna. Til viðbótar við kynþátt og þjóðernisuppruna eiga lögin að vernda fólk á grundvelli trúar, lífsskoðunar, fötlunar, aldurs, kynhneigðar, kynvitundar, kyneinkenna og kyntjáningar. Áreitni sem tengist þessum þáttum er skilgreind í frumvarpinu sem hegðun sem hefur þann tilgang eða áhrif að misbjóða virðingu viðkomandi og skapa aðstæður sem eru ógnandi, fjandsamlegar, niðurlægjandi, auðmýkjandi eða móðgandi. Eyjólfur Ármannsson, þingmaður Flokks fólksins og fyrsti varaformaður allsherjar- og menntamálanefndar, finnst afar óljóst hvort að með þessu orðalagi sé bann við guðlasti innleitt aftur eða ekki. „Ef þú móðgar einhvern út af trú, er það ekki guðlast? Er ekki verið að draga dár að trúarskoðun viðkomandi? Þá er komið guðlast aftur þarna inn,“ sagði Eyjólfur í þættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Sjálfagt að veita réttarvernd Eyjólfur tók fram að honum þætti sjálfsagt að veita réttarvernd vegna kynvitundar, kynhneigð eða öðru slíku. Bann við guðlasti hafi hins vegar verið afnumið árið 2015 með þeim rökum að tjáningarfrelsið ætti að ganga framar. „Við ákváðum það árið 2015 að afnema bann gegn guðlasti. Þá er spurningin, er það að koma núna inn aftur án þess að það sé umfjöllun um það? Ég tel að það sé verið að gera það aftur og ég tel að það vegi að tjáningarfrelsinu,“ sagði Eyjólfur sem skilaði minnihlutaáliti um frumvarpið í allsherjar- og menntamálanefnd. Frumvarpið bíður nú annarrar umræðu á Alþingi. Jafnréttisstofa hvatti þingmenn til þess að samþykkja frumvarpið sem lög í umsögn sinni. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, lagði til að frumvarpinu yrði vísað aftur til ríkisstjórnarinnar í minnihlutaáliti sínu.Vísir/Arnar Yrði hinsegin fólki refsað fyrir að móðga trúaða? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, skilaði einnig minnihlutaáliti í nefndinni og gagnrýndi meðal annars að trú og lífsskoðun væru skilgreind sem mismununarþættir í frumvarpinu. Óljóst væri hvort upptaka þeirra í lög hefði þau áhrif í reynd að bann við guðlasti yrði tekið upp að nýju. Eins væri alls óljóst hvort að ætlunin með frumvarpinu væri að taka slíkt bann upp aftur á sama tíma og Evrópuríki hafi eitt af öðru fjarlægt slík ákvæði á undanförnum árum. Benti Arndís á að í greinargerð með frumvarpinu væri vísað til tilskipunar ráðherraráðs Evrópusambandsins um jafna meðferð án tillits til kynþáttar eða þjóðernis en í henni væri ekki vikið að trú og lífsskoðun. Þannig myndi íslensk löggjöf ganga lengra en gert hafi verið ráð fyrir í tilskipuninni verði frumvarpið að lögum. Þá taldi Arndís óljóst hvernig lögunum yrði beitt þegar tveir mismununarþættir mættust, til dæmis þegar trúarskoðanir sem eru andstæðar réttindum hinsegin fólks væru orðnar mismununarþáttur í lögunum. „Óljóst er til að mynda hvort lögin myndu leiða til þess að trúfélögum yrði gert skylt að gefa saman hinsegin einstaklinga, eða hvort ákveðin tjáning eða hegðun hinsegin fólks yrði talin refsiverð ef einstaklingum af tiltekinni trú þætti hún móðgandi,“ sagði í áliti hennar. Uppfært 10:15 Mynd sem fylgdi upphaflegri útgáfu fréttarinnar var af Stefáni Vagni Stefánssyni, þingmanni Framsóknaflokksins, en ekki Eyjólfi Ármannssyni. Beðist er afsökuna á mistökunum.
Alþingi Trúmál Tjáningarfrelsi Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent