Réttarhöld yfir Blatter og Platini hefjast í dag Valur Páll Eiríksson skrifar 8. júní 2022 11:01 Platini og Blatter hafa þegar verið dæmdir í lífstíðarbann frá fótbolta en gætu átt frekari refsingu yfir höfði sér. Martin Rose/Getty Images Réttarhöld vegna meintrar spillingar og fjársvika Sepps Blatter, fyrrum forseta FIFA, og Michels Platini, fyrrum forseta UEFA, hefjast í Bellinzona í Sviss í dag. Blatter og Platini eru sakaðir um að hafa svikið fé út úr FIFA en báðir þurftu þeir að segja af sér vegna málsins á sínum tíma. Blatter sagði af sér sem forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, þann 21. desember 2015 og Platini steig einnig frá borði sama dag sem forseti Evrópska knattspyrnusambandsins, UEFA. Platini þurfti þá einnig að falla frá áformum sínum um að fara í forsetaframboð hjá FIFA. Báðir sögðu þeir af sér í skugga stærri skandals sem skók fótboltaheiminn á þeim tíma, en bandaríska alríkislögreglan, FBI, handtók fjölda stjórnenda hjá FIFA í maí 2015. Svissnesk lögregluyfirvöld hófu rannsókn sama ár vegna greiðslu frá FIFA til Platini upp á tvær milljónir bandaríkjadala sem hafði átt sér stað fjórum árum áður, 2011. Á meðal kæruliða er ásökun gegn Blatter fyrir að falsa skjöl tengd greiðslunni. Hann greindi frá því að greiðslan væri fyrir ráðgjafahlutverk Platinis á fyrsta kjörtímabili Blatters sem forseta, árin 1998 til 2002. Enginn skriflegur samningur er til um slíkt hlutverk Frakkans. Báðir hafa þeir neitað sök í málinu og segjast hafa náð munnlegu samkomulagi um ráðgjafastörf Platinis árið 1998. Sú vörn skilaði litlum árangri fyrir siðanefnd FIFA, með þeim afleiðingum að þeir voru dæmdir í lífstíðarbann frá fótbolta, og þá varð árangur þeirra litlu meiri við áfrýjanir til Alþjóðaíþróttadómstólsins, CAS. Platini sendi reikning vegna greiðslunnar til FIFA í janúar 2011, 13 árum eftir að meint samkomulag á að hafa náðst milli félaganna, en aðeins örfáum vikum eftir að Katar var veittur hýsingarréttur á HM 2022. Reikningurinn var snarlega greiddur er Blatter stóð að undirbúningi fyrir framboð sitt til endurkjörs í forsetastóli. Enginn þeirra 22 manna úr framkvæmdanefnd FIFA sem kusu um HM í Katar er enn við störf hjá sambandinu, og hafa þeir allir ýmist verið kærðir, ásakaðir eða dæmdir fyrir spillingu í sínum störfum fyrir FIFA. Blatter mun bera vitnisburð fyrir rétti í dag og Platini á morgun. Búist er við að dómsúrskurður verði borinn upp í málinu eftir tvær vikur, þann 22. júní. FIFA Sviss Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Gísli og Birnir komnir úr fallsæti og Jón Daði í fyrsta sinn með Wrexham Sverrir fékk uppáhalds úrslit miðvarðarins Sjá meira
Blatter og Platini eru sakaðir um að hafa svikið fé út úr FIFA en báðir þurftu þeir að segja af sér vegna málsins á sínum tíma. Blatter sagði af sér sem forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, þann 21. desember 2015 og Platini steig einnig frá borði sama dag sem forseti Evrópska knattspyrnusambandsins, UEFA. Platini þurfti þá einnig að falla frá áformum sínum um að fara í forsetaframboð hjá FIFA. Báðir sögðu þeir af sér í skugga stærri skandals sem skók fótboltaheiminn á þeim tíma, en bandaríska alríkislögreglan, FBI, handtók fjölda stjórnenda hjá FIFA í maí 2015. Svissnesk lögregluyfirvöld hófu rannsókn sama ár vegna greiðslu frá FIFA til Platini upp á tvær milljónir bandaríkjadala sem hafði átt sér stað fjórum árum áður, 2011. Á meðal kæruliða er ásökun gegn Blatter fyrir að falsa skjöl tengd greiðslunni. Hann greindi frá því að greiðslan væri fyrir ráðgjafahlutverk Platinis á fyrsta kjörtímabili Blatters sem forseta, árin 1998 til 2002. Enginn skriflegur samningur er til um slíkt hlutverk Frakkans. Báðir hafa þeir neitað sök í málinu og segjast hafa náð munnlegu samkomulagi um ráðgjafastörf Platinis árið 1998. Sú vörn skilaði litlum árangri fyrir siðanefnd FIFA, með þeim afleiðingum að þeir voru dæmdir í lífstíðarbann frá fótbolta, og þá varð árangur þeirra litlu meiri við áfrýjanir til Alþjóðaíþróttadómstólsins, CAS. Platini sendi reikning vegna greiðslunnar til FIFA í janúar 2011, 13 árum eftir að meint samkomulag á að hafa náðst milli félaganna, en aðeins örfáum vikum eftir að Katar var veittur hýsingarréttur á HM 2022. Reikningurinn var snarlega greiddur er Blatter stóð að undirbúningi fyrir framboð sitt til endurkjörs í forsetastóli. Enginn þeirra 22 manna úr framkvæmdanefnd FIFA sem kusu um HM í Katar er enn við störf hjá sambandinu, og hafa þeir allir ýmist verið kærðir, ásakaðir eða dæmdir fyrir spillingu í sínum störfum fyrir FIFA. Blatter mun bera vitnisburð fyrir rétti í dag og Platini á morgun. Búist er við að dómsúrskurður verði borinn upp í málinu eftir tvær vikur, þann 22. júní.
FIFA Sviss Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Gísli og Birnir komnir úr fallsæti og Jón Daði í fyrsta sinn með Wrexham Sverrir fékk uppáhalds úrslit miðvarðarins Sjá meira