Rúmlega tuttugu látnir í lestarslysi í Íran Kjartan Kjartansson skrifar 8. júní 2022 10:12 Farþegarlestin rakst á skurðgröfu með þeim afleiðingum að fimm vagnar fór út af sporinu. AP/Rauði hálfmáninn í Íran Að minnsta kosti tuttugu og einn er látinn og tugir til viðbótar slasaðir eftir að farþegalest fór út af sporinu í austanverðu Íran. Viðbragðsaðilar segja að lestin hafi rekist á skurðgröfu og hrokkið út af. Slysið átti sér stað á milli borganna Mashhad og Yazd um fimmtíu kílómetra frá borginni Tabas, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Um borð voru 348 farþegar. Ali Akbar Rahimi, héraðsstjóri Tabas-sýslu, segir að fjórir af sjö vögnum lestarinnar hafi endað út af sporinu. AP-fréttastofan segir að lestin hafi lent á gröfunni þegar hún fór yfir undirgöng. Svo virðist sem að skurðgröfunni hafi verið lagt þétt upp við lestarteinana og hún látin standa þar yfir nótt. Talið er að tala látinna eigi eftir að hækka þar sem margir liggja alvarlega slasaðir á sjúkrahúsi. Einn farþeganna segir ríkisfjölmiðli Íran að lestin hafi bremsað skyndilega og síðan hægt á sér áður en hún fór út af sporinu. Saksóknari í Tabas hefur þegar hafið rannsókn á orsökum slyssins og hvers vegna lestin lenti á skurðgröfunni. AP hefur eftir embættismanni að grafan kunni að hafa unnið að viðhaldsverkefni. Fjöldi manns hefur látist í lestarslysum í Íran á undanförnum árum. Árið 2016 fórust 49 manns þegar lest sem bilaði varð fyrir annarri lest í Semnan-héraði í norðurhluta landsins. Mannskæðasta slysið var árið 2004 en þá fórust hátt í 320 manns þegar lest sem var hlaðin með bensíni, áburði og baðmull fór út af sporinu. við Neyshabur í norðaustanverðu Íran. Íran Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira
Slysið átti sér stað á milli borganna Mashhad og Yazd um fimmtíu kílómetra frá borginni Tabas, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Um borð voru 348 farþegar. Ali Akbar Rahimi, héraðsstjóri Tabas-sýslu, segir að fjórir af sjö vögnum lestarinnar hafi endað út af sporinu. AP-fréttastofan segir að lestin hafi lent á gröfunni þegar hún fór yfir undirgöng. Svo virðist sem að skurðgröfunni hafi verið lagt þétt upp við lestarteinana og hún látin standa þar yfir nótt. Talið er að tala látinna eigi eftir að hækka þar sem margir liggja alvarlega slasaðir á sjúkrahúsi. Einn farþeganna segir ríkisfjölmiðli Íran að lestin hafi bremsað skyndilega og síðan hægt á sér áður en hún fór út af sporinu. Saksóknari í Tabas hefur þegar hafið rannsókn á orsökum slyssins og hvers vegna lestin lenti á skurðgröfunni. AP hefur eftir embættismanni að grafan kunni að hafa unnið að viðhaldsverkefni. Fjöldi manns hefur látist í lestarslysum í Íran á undanförnum árum. Árið 2016 fórust 49 manns þegar lest sem bilaði varð fyrir annarri lest í Semnan-héraði í norðurhluta landsins. Mannskæðasta slysið var árið 2004 en þá fórust hátt í 320 manns þegar lest sem var hlaðin með bensíni, áburði og baðmull fór út af sporinu. við Neyshabur í norðaustanverðu Íran.
Íran Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira