„Viljum fagna þessum æðislega viðburði í menningu unglinga sem okkur svo kær“ Atli Ísleifsson skrifar 8. júní 2022 21:31 Adam, Kári, Rommel og Orri standa að gerð myndarinnar sem fjallar um þátttökuferli Laugalækjarskóla í Skrekk síðasta haust. Aðsend/Reykjavíkurborg „Myndin snýst um Skrekk í heild sinni. Við viljum fagna þessum æðislega viðburði í menningu unglinga sem er okkur svo kær. Þetta gefur okkur svo ótrúlega mikið.“ Þetta segir Kári Einarsson, kvikmyndagerðarmaður og nemandi í 10. bekk Laugalækjarskóla, en heimildarmynd Kára og þriggja félaga hans um hæfileikakeppnina Skrekk og þátttöku Laugalækjarskólans í henni verður sýnd í Laugarásbíói klukkan 16:30 á morgun. Kári segir að þeir félagarnir hafi verið að klára vinnslu myndarinnar fyrr í kvöld. „Við erum flottir með fína frestunaráráttu. En þetta hafðist. Það er þá verið að „rendera“ hana núna „as we speak“ – ganga frá myndinni þannig að hægt sé að sýna hana í bíó á morgun. Við erum allavega mjög ánægðir með útkomuna og erum bara spenntir. “ Heimildarmyndin ber nafnið Skrekkur – á bakvið tjöldin, en að henni standa þeir Rommel Ivar Q. Patagoc, Orri Eliasen og Adam Son Thai Huynn, auk Kára. „Þarna er fylgst með Laugalækjarskóla að fara í gegnum Skrekksferlið. Við erum þarna saman hópurinn, búum til atriðið, og keppum í Skrekk. Myndin er því í raun um þátttöku Laugalækjarskóla í Skrekk.“ Sjá má stiklu myndarinnar að neðan. Ótrúlega jákvæð áhrif Kári segir að Skrekkur hafi ótrúlega jákvæð áhrif á þá sem taka þátt í hæfileikakeppninni. „Við gerðum könnun á því, fengum yfir þrjú hundruð krakka til að svara spurningum og komumst að því að yfir 80 prósent sögðust hafa kynnst einhverjum nýjum í gegnum Skrekk. Þetta er því að hafa ótrúlega jákvæð áhrif og við erum svakalega ánægð með þennan viðburð.“ Um er að ræða fjörutíu mínútna heimildarmynd sem verður heimsfrumsýnd í Laugarásbíói á morgun klukkan 16:30. „Við ákváðum að taka bíóið hérna í hverfinu á leigu og eins og staðan er núna þá verður það bara þessi eina sýning þó að myndin verði líklega sýnd á öðrum vettvangi síðar. En við leigðum þarna stærsta salinn og ætlum að sýna á morgun.“ Skrekkur Kvikmyndagerð á Íslandi Grunnskólar Krakkar Skóla - og menntamál Reykjavík Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Árbæjarskóli vann Skrekk Árbæjarskóli fór með sigur af hólmi í Skrekk, hæfileikakeppni grunnskólanemenda í Reykjavík, með atriði sitt, Annað viðhorf. 8. nóvember 2021 22:25 Fellaskóli og Laugalækjarskóli komust í úrslit Skrekks Fyrsta undanúrslitakvöld Skrekks, árlegrar hæfileikakeppni fyrir grunnskólanemendur í Reykjavík, fór fram í Borgarleikhúsinu í kvöld. Sjö grunnskólar tóku þátt í kvöld og komust Fellaskóli með atriðið Hvað er að gerast sem fjallaði um Covid-19 og Laugalækjarskóli með atriðið Á bak við brosið sem fjallar líkamsvirðingu áfram í úrslit. 1. nóvember 2021 23:57 Mest lesið Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Lífið Biostrength er tæknibylting í styrktarþjálfun Lífið samstarf Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Lífið Scary Movie-stjarna látin Lífið Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Lífið Fleiri fréttir Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sjá meira
Þetta segir Kári Einarsson, kvikmyndagerðarmaður og nemandi í 10. bekk Laugalækjarskóla, en heimildarmynd Kára og þriggja félaga hans um hæfileikakeppnina Skrekk og þátttöku Laugalækjarskólans í henni verður sýnd í Laugarásbíói klukkan 16:30 á morgun. Kári segir að þeir félagarnir hafi verið að klára vinnslu myndarinnar fyrr í kvöld. „Við erum flottir með fína frestunaráráttu. En þetta hafðist. Það er þá verið að „rendera“ hana núna „as we speak“ – ganga frá myndinni þannig að hægt sé að sýna hana í bíó á morgun. Við erum allavega mjög ánægðir með útkomuna og erum bara spenntir. “ Heimildarmyndin ber nafnið Skrekkur – á bakvið tjöldin, en að henni standa þeir Rommel Ivar Q. Patagoc, Orri Eliasen og Adam Son Thai Huynn, auk Kára. „Þarna er fylgst með Laugalækjarskóla að fara í gegnum Skrekksferlið. Við erum þarna saman hópurinn, búum til atriðið, og keppum í Skrekk. Myndin er því í raun um þátttöku Laugalækjarskóla í Skrekk.“ Sjá má stiklu myndarinnar að neðan. Ótrúlega jákvæð áhrif Kári segir að Skrekkur hafi ótrúlega jákvæð áhrif á þá sem taka þátt í hæfileikakeppninni. „Við gerðum könnun á því, fengum yfir þrjú hundruð krakka til að svara spurningum og komumst að því að yfir 80 prósent sögðust hafa kynnst einhverjum nýjum í gegnum Skrekk. Þetta er því að hafa ótrúlega jákvæð áhrif og við erum svakalega ánægð með þennan viðburð.“ Um er að ræða fjörutíu mínútna heimildarmynd sem verður heimsfrumsýnd í Laugarásbíói á morgun klukkan 16:30. „Við ákváðum að taka bíóið hérna í hverfinu á leigu og eins og staðan er núna þá verður það bara þessi eina sýning þó að myndin verði líklega sýnd á öðrum vettvangi síðar. En við leigðum þarna stærsta salinn og ætlum að sýna á morgun.“
Skrekkur Kvikmyndagerð á Íslandi Grunnskólar Krakkar Skóla - og menntamál Reykjavík Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Árbæjarskóli vann Skrekk Árbæjarskóli fór með sigur af hólmi í Skrekk, hæfileikakeppni grunnskólanemenda í Reykjavík, með atriði sitt, Annað viðhorf. 8. nóvember 2021 22:25 Fellaskóli og Laugalækjarskóli komust í úrslit Skrekks Fyrsta undanúrslitakvöld Skrekks, árlegrar hæfileikakeppni fyrir grunnskólanemendur í Reykjavík, fór fram í Borgarleikhúsinu í kvöld. Sjö grunnskólar tóku þátt í kvöld og komust Fellaskóli með atriðið Hvað er að gerast sem fjallaði um Covid-19 og Laugalækjarskóli með atriðið Á bak við brosið sem fjallar líkamsvirðingu áfram í úrslit. 1. nóvember 2021 23:57 Mest lesið Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Lífið Biostrength er tæknibylting í styrktarþjálfun Lífið samstarf Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Lífið Scary Movie-stjarna látin Lífið Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Lífið Fleiri fréttir Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sjá meira
Árbæjarskóli vann Skrekk Árbæjarskóli fór með sigur af hólmi í Skrekk, hæfileikakeppni grunnskólanemenda í Reykjavík, með atriði sitt, Annað viðhorf. 8. nóvember 2021 22:25
Fellaskóli og Laugalækjarskóli komust í úrslit Skrekks Fyrsta undanúrslitakvöld Skrekks, árlegrar hæfileikakeppni fyrir grunnskólanemendur í Reykjavík, fór fram í Borgarleikhúsinu í kvöld. Sjö grunnskólar tóku þátt í kvöld og komust Fellaskóli með atriðið Hvað er að gerast sem fjallaði um Covid-19 og Laugalækjarskóli með atriðið Á bak við brosið sem fjallar líkamsvirðingu áfram í úrslit. 1. nóvember 2021 23:57