Fótbolti

Krafta Jóns Dags óskað víða um Evrópu

Atli Arason skrifar
Jón Dagur Þorsteinsson í baráttunni við Antonio Rüdiger, leikmanni Þýskalands og Real Madrid.
Jón Dagur Þorsteinsson í baráttunni við Antonio Rüdiger, leikmanni Þýskalands og Real Madrid. VÍSIR/HULDA MARGRÉT

Jón Dagur Þorsteinsson hefur vakið áhuga víða um Evrópu með frammistöðu sínum á fótboltavellinum að undanförnu.

Hinn 23 ára Jón Dagur hefur leikið með AGF í Danmörku síðan 2019 en verður samningslaus í lok mánaðar. Samkvæmt nýjustu útgáfu La Gazzetta dello Sport á Ítalíu hefur Lecce áhuga að fá Jón Dag í sínar raðir en það er Fotbolti.net sem greinir frá. Lecce mun spila í efstu deild á Ítalíu á næsta tímabili.

Orðrómurinn um Lecce hefur verið hávær það sem af er sumri en Jón Dagur hefur einnig verið orðaður við Antwerp í Belgíu og Utrecht í Hollandi.

Annar landsliðsmaður, Þórir Jóhann Helgason, leikur með Lecce. Báðir eru þeir í landsliðshóp Íslands sem á leik gegn San Marínó annað kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×