Snípur og sjálfsfróun á Kjarvalsstöðum Árni Sæberg og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 9. júní 2022 19:57 Í bakgrunni má sjá verk Kristins G. Harðarsonar um flugdólga og verk Kristínar Gunnlaugsdóttur sem sýnir konu stunda sjálfsfróun. Stöð 2/Sigurjón Listamenn sem tekið hafa ástfóstri við nál og tvinna opnuðu í kvöld listasýningu á Kjarvalsstöðum, meðal efnistaka þeirra eru snípurinn, sjálfsfróun og flugdólgar. Sýningin Spor og þræðir var opnuð á Kjarvalsstöðum í kvöld en það er sýning á verkum íslenskra samtímalistamanna sem sauma út eða nýta nál og þráð sem verkfæri við listsköpun sína. Þau líta ýmist til fortíðar og vinna með arfleifð handverks og hefðar, eða nýta nálina til þess að prófa sig áfram í framsæknum tilraunum í bland við aðra miðla, að því er segir á vef Listasafns Reykjavíkur. Fréttamaður okkar leit við á Kjarvalsstöðum í kvöld og tók listamenn tali. Listamaðurinn Kristín Gunnlaugsdóttir sýnir útsaumsverk sem hún býr til með íslenskri ull sem hún saumar stórum sporum í kartöflustriga sem hún keypti í Garðheimum. „Þau gerast nú varla feminískari. Þarna er sjálfsfróun og svo er hér sköp og snípur. Þetta fannst mér kjörið myndefni sem hannyrðakona í ljósi hefðarinnar sem konurnar hafa skýlt sér við, að gera svona pen lítil verk á þili og nettar krosssaumsmyndir, sem eru frábærar. En á þessum tíma langaði mig að koma með stór verk um myndefni sem ættu alls ekki heima í stofu og hannyrðakona heimilisins mætti ekki sýna,“ segir hún. Kristinn G. Harðarson sýnir fimm verk sem byggja á dagbók sem hann hefur haldið í lengri tíma. „Þessar myndir myndgera þennan texta, þessi texti er um allt og ekkert, eitthvað sem ég upplifi og eitthvað úr fjölmiðlum,“ segir Kristinn. Sem dæmi tekur hann mynd um flugdólga sem honum þykir skemmtilega leiðinlegir. Myndlist Reykjavík Söfn Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira
Sýningin Spor og þræðir var opnuð á Kjarvalsstöðum í kvöld en það er sýning á verkum íslenskra samtímalistamanna sem sauma út eða nýta nál og þráð sem verkfæri við listsköpun sína. Þau líta ýmist til fortíðar og vinna með arfleifð handverks og hefðar, eða nýta nálina til þess að prófa sig áfram í framsæknum tilraunum í bland við aðra miðla, að því er segir á vef Listasafns Reykjavíkur. Fréttamaður okkar leit við á Kjarvalsstöðum í kvöld og tók listamenn tali. Listamaðurinn Kristín Gunnlaugsdóttir sýnir útsaumsverk sem hún býr til með íslenskri ull sem hún saumar stórum sporum í kartöflustriga sem hún keypti í Garðheimum. „Þau gerast nú varla feminískari. Þarna er sjálfsfróun og svo er hér sköp og snípur. Þetta fannst mér kjörið myndefni sem hannyrðakona í ljósi hefðarinnar sem konurnar hafa skýlt sér við, að gera svona pen lítil verk á þili og nettar krosssaumsmyndir, sem eru frábærar. En á þessum tíma langaði mig að koma með stór verk um myndefni sem ættu alls ekki heima í stofu og hannyrðakona heimilisins mætti ekki sýna,“ segir hún. Kristinn G. Harðarson sýnir fimm verk sem byggja á dagbók sem hann hefur haldið í lengri tíma. „Þessar myndir myndgera þennan texta, þessi texti er um allt og ekkert, eitthvað sem ég upplifi og eitthvað úr fjölmiðlum,“ segir Kristinn. Sem dæmi tekur hann mynd um flugdólga sem honum þykir skemmtilega leiðinlegir.
Myndlist Reykjavík Söfn Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira