Fimm milljarða fjárfesting til málmleitar á Grænlandi Ólafur Björn Sverrisson skrifar 10. júní 2022 11:51 Frá einu af leitarsvæðum AEX Gold á Suður-Grænlandi Mynd/AEX Gold. Nokkrir stærstu auðlinda- og vogunarsjóðir heims munu taka þátt í fimm milljarða króna fjárfestingu í leyfum AEX Gold á Suður-Grænlandi til að leita að og vinna efnahagslega mikilvæga málma, svo sem kopar, nikkel og aðra svokallaða tæknimálma. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá AEX Gold en fyrirtækið var stofnað árið 2017 með megináherslu á gullleit og -rannsóknir á Grænlandi. Eldur Ólafsson er stofnandi og framkvæmdastjóri AEX Gold sem mun taka upp nýtt nafn á aðalfundi félagsins 16. júní næstkomandi, Amaroq Minerals. Samkvæmt tilkynningu hefur AEX Gold gert samkomulag við ACAM Investments um fjármögnun á rannsóknum og vinnslu málmanna næstu þrjú til fimm árin en auðkýfingarnir Louis Bacon og Tim Leslie standa á bakvið sjóðinn. Í heildina sé framlag AEX og ACAM metið á um 4,6 milljarða króna og gert ráð fyrir því að stórir fjárfestar komi að verkefninu á síðari stigum. Í tilkynningu segir að þróunar og vinnsluleyfin séu í heildina sjö talsins, sem liggi öll á belti frá Kanada til Skandinavíu og í gegnum Grænland. Megi finna stórar námur á þessu svæðið til að vinna fyrrgreinda málma. Ísland í lykilhlutverki orkuskipta Fyrirtækið segir Ísland munu leika lykilhlutverk í vinnslu þeirra málma sem þurfi til orkuskipta. „AEX er að skoða hvernig skandinavískum og íslenskum fjárfestum verður gefið færi að taka þátt í verkefnunum á Grænlandi, sérstaklega þar sem stór partur af þjónustunni mun koma frá Íslandi,“ segir í tilkynningu. Eins sé mikilvægt að tryggja Íslendingum aðgang að auðlindum sem þessum. Eldur Ólafsson, framkvæmdastjóri AEX, segist afar ánægður með samstarf við ACAM á leyfissvæðum þeirra. „Þessi samvinna gerir okkur kleift að hraða rannsóknum og vinnslu og koma þessum mikilvægu málmum fyrr inn í hagkerfi heimsins. Samkomulagið gerir okkur einnig kleift að kanna stærra svæði til að finna meira af slíkum málmtegundum.“ Eldur Ólafsson, stofnandi og framkvæmdastjóri AEX Gold.Vísir/Egill Hann segir hinn vestræna heim skorta efnahagslega mikilvæga málma til að knýja orkuskiptin. „Sviptingar í alþjóðamálum hafa sett afhendingaröryggi á þessum málmum í mjög skarpan fókus og Suður-Grænland er eitt af fáum svæðum innan OECD sem enn er mögulegt að vinna þessa mikilvægu málma. Rannsóknarvinna okkar hingað til hefur styrkt okkur í þeirri trú að á Suður-Grænlandi sé að finna umtalsvert magn þessara málma.” sagði Eldur að lokum. Grænland Amaroq Minerals Tengdar fréttir Heimamenn auka hlut sinn í gullnámum Elds á Grænlandi Ríkisreknu fjárfestingarsjóðirnir Greenland Venture Fund og Danish Growth Fund hafa tvöfaldað hlut sinn í kanadíska gullnámufélaginu AEX Gold, sem Íslendingurinn Eldur Ólafsson fer fyrir. 11. mars 2020 14:08 Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Viðskipti innlent Íslensk framleiðsla sem endist Framúrskarandi kynning Fleiri fréttir Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Sjá meira
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá AEX Gold en fyrirtækið var stofnað árið 2017 með megináherslu á gullleit og -rannsóknir á Grænlandi. Eldur Ólafsson er stofnandi og framkvæmdastjóri AEX Gold sem mun taka upp nýtt nafn á aðalfundi félagsins 16. júní næstkomandi, Amaroq Minerals. Samkvæmt tilkynningu hefur AEX Gold gert samkomulag við ACAM Investments um fjármögnun á rannsóknum og vinnslu málmanna næstu þrjú til fimm árin en auðkýfingarnir Louis Bacon og Tim Leslie standa á bakvið sjóðinn. Í heildina sé framlag AEX og ACAM metið á um 4,6 milljarða króna og gert ráð fyrir því að stórir fjárfestar komi að verkefninu á síðari stigum. Í tilkynningu segir að þróunar og vinnsluleyfin séu í heildina sjö talsins, sem liggi öll á belti frá Kanada til Skandinavíu og í gegnum Grænland. Megi finna stórar námur á þessu svæðið til að vinna fyrrgreinda málma. Ísland í lykilhlutverki orkuskipta Fyrirtækið segir Ísland munu leika lykilhlutverk í vinnslu þeirra málma sem þurfi til orkuskipta. „AEX er að skoða hvernig skandinavískum og íslenskum fjárfestum verður gefið færi að taka þátt í verkefnunum á Grænlandi, sérstaklega þar sem stór partur af þjónustunni mun koma frá Íslandi,“ segir í tilkynningu. Eins sé mikilvægt að tryggja Íslendingum aðgang að auðlindum sem þessum. Eldur Ólafsson, framkvæmdastjóri AEX, segist afar ánægður með samstarf við ACAM á leyfissvæðum þeirra. „Þessi samvinna gerir okkur kleift að hraða rannsóknum og vinnslu og koma þessum mikilvægu málmum fyrr inn í hagkerfi heimsins. Samkomulagið gerir okkur einnig kleift að kanna stærra svæði til að finna meira af slíkum málmtegundum.“ Eldur Ólafsson, stofnandi og framkvæmdastjóri AEX Gold.Vísir/Egill Hann segir hinn vestræna heim skorta efnahagslega mikilvæga málma til að knýja orkuskiptin. „Sviptingar í alþjóðamálum hafa sett afhendingaröryggi á þessum málmum í mjög skarpan fókus og Suður-Grænland er eitt af fáum svæðum innan OECD sem enn er mögulegt að vinna þessa mikilvægu málma. Rannsóknarvinna okkar hingað til hefur styrkt okkur í þeirri trú að á Suður-Grænlandi sé að finna umtalsvert magn þessara málma.” sagði Eldur að lokum.
Grænland Amaroq Minerals Tengdar fréttir Heimamenn auka hlut sinn í gullnámum Elds á Grænlandi Ríkisreknu fjárfestingarsjóðirnir Greenland Venture Fund og Danish Growth Fund hafa tvöfaldað hlut sinn í kanadíska gullnámufélaginu AEX Gold, sem Íslendingurinn Eldur Ólafsson fer fyrir. 11. mars 2020 14:08 Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Viðskipti innlent Íslensk framleiðsla sem endist Framúrskarandi kynning Fleiri fréttir Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Sjá meira
Heimamenn auka hlut sinn í gullnámum Elds á Grænlandi Ríkisreknu fjárfestingarsjóðirnir Greenland Venture Fund og Danish Growth Fund hafa tvöfaldað hlut sinn í kanadíska gullnámufélaginu AEX Gold, sem Íslendingurinn Eldur Ólafsson fer fyrir. 11. mars 2020 14:08