Húmbúkk að lögreglan þurfi heimildir til að halda fólki lengur í gæsluvarðhaldi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. júní 2022 13:01 Hæstaréttarlögmaður segir það stórt skref afturábak ef menn ætla að taka undir orð lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um þörf á auknum heimildum lögreglu til að halda fólki lengur en í tólf vikur í gæsluvarðhaldi. Lögmaðurinn segir Evrópuráðið og stofnanir þess hafa þrýst á íslensk stjórnvöld að herða skilyrði um gæsluvarðhald. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu kallaði í gær eftir vægari kröfum um gæsluvarðhald en hún vill að lögregla fái auknar heimildir til að halda fólki lengur en í tólf vikur í gæsluvarðhaldi. Evrópuráðið hafi þrýst á íslenska löggjafann að herða skilyrðin Sveinn Andri Sveinsson, hæstaréttarlögmaður segir hugmyndina boða mikla afturför. „Þetta er skref aftur á bak í þeim lagalegu og réttarfarslegu framförum sem átt hafa sér stað. Evrópuráðið og stofnanir þess hafa þrýst á íslensk stjórnvöld og löggjafann á Íslandi að einmitt herða skilyrðin og minnka notkun á einangrun í gæsluvarðhaldi og gæsluvarðhaldi og herða skilyrði fyrir einangrun. Þetta yrði bara mikið skref aftur á bak og myndi þar að auki stórfjölga skaðabótamálum á hendur ríkinu, mál sem einstaklingar sem hefur verið haldið að ósekju eða of lengi myndu höfða.“ Lögreglustjórinn segir rannsókn á málum er varða skipulagða brotastarfsemi flókna og að heimild til að halda fólki lengur en í tólf vikur í gæsluvarðhaldi myndu greiða fyrir rannsókn. Sveinn Andri segir lengri gæsluvarðhaldstíma ekki réttu leiðina til að takast á við málin heldur sé þetta spurning um skipulagsatriði hjá lögreglunni og rannsóknaraðilum. „Því miður hefur lögreglan í árana tíð misnotað þær gæsluvarðhaldsheimildir sem þeir hafa og það er því fráleitt að það sé ástæða til þess að slaka á kröfunum núna.“ Ekki rétta leiðin „Þetta er ekki leiðin. Það eru svo mörg skiptin sem maður hefur einmitt upplifað það að lögregla rýkur upp til handa og fóta rétt áður en gæsluvarðhaldi lýkur og tekur skýrslu. Tilgangurinn með gæsluvarðhaldi er auðvitað margskonar. Þetta sem þarna er vísað til eru rannsóknarhagsmunir. Rannsóknarhagsmunirnir felast fyrst og fremst í því að geta tekið skýrslur af sakborningum og vitnum án þess að þeir geti borið saman bækur sínar. Lögreglan hefur hins vegar haft þá tilhneigingu að reyna að halda mönnum í gæsluvarðhaldi þar til búið er að samræma framburð, sem er ekki tilgangurinn.“ Einnig snúist gæsluvarðhald um að geta farið í húsleitir. „Í þessu öllu eru einu rannsóknarhagsmunirnir. Þeir eru ekki svo gríðarlega flóknir. Það á ekki að taka það langan tíma að fara í þær rannsóknaraðgerðir, þó að málin séu flókin, til þess að rannsaka það sem sakborningarnir geta ekki haft áhrif á, sem eru framburðir annarra vitna eða sakborninga eða húsleitir og svo framvegis. Rannsóknargögnin í þessum stóru málum sem varða peningaþvætti, þau gögn liggja öll fyrir í bönkunum o.s.frv. og það eru að lang mestu leyti atriði sem sakborningar geta ekki haft áhrif á. Þannig þetta er bara húmbúkk, að það þurfi einhverjar auknar heimildir og það er stórkostlegt skref aftur á bak ef menn ætla að fara að taka undir þessi sjónarmið. Lögreglan Tengdar fréttir Vill vægari kröfur um gæsluvarðhald Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu kallar eftir auknum heimildum lögreglu til að takast á við skipulagða brotastarfsemi, líkt og þá sem greint var frá í dag en lögregla lagði nýlega hald á mesta magn fíkniefna sem hún hefur gert á Íslandi í einu og sama máli. 9. júní 2022 19:06 Eitt mesta magn fíkniefna sem lögregla hafi lagt hald á Lögreglan hefur lagt hald á gríðarlegt magn fíkniefna og handtekið tíu manns í tengslum við tvær umfangsmiklar rannsóknir á skipulagðri brotastarfsemi. 9. júní 2022 14:25 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum” er Íslendingur Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum” er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Sjá meira
Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu kallaði í gær eftir vægari kröfum um gæsluvarðhald en hún vill að lögregla fái auknar heimildir til að halda fólki lengur en í tólf vikur í gæsluvarðhaldi. Evrópuráðið hafi þrýst á íslenska löggjafann að herða skilyrðin Sveinn Andri Sveinsson, hæstaréttarlögmaður segir hugmyndina boða mikla afturför. „Þetta er skref aftur á bak í þeim lagalegu og réttarfarslegu framförum sem átt hafa sér stað. Evrópuráðið og stofnanir þess hafa þrýst á íslensk stjórnvöld og löggjafann á Íslandi að einmitt herða skilyrðin og minnka notkun á einangrun í gæsluvarðhaldi og gæsluvarðhaldi og herða skilyrði fyrir einangrun. Þetta yrði bara mikið skref aftur á bak og myndi þar að auki stórfjölga skaðabótamálum á hendur ríkinu, mál sem einstaklingar sem hefur verið haldið að ósekju eða of lengi myndu höfða.“ Lögreglustjórinn segir rannsókn á málum er varða skipulagða brotastarfsemi flókna og að heimild til að halda fólki lengur en í tólf vikur í gæsluvarðhaldi myndu greiða fyrir rannsókn. Sveinn Andri segir lengri gæsluvarðhaldstíma ekki réttu leiðina til að takast á við málin heldur sé þetta spurning um skipulagsatriði hjá lögreglunni og rannsóknaraðilum. „Því miður hefur lögreglan í árana tíð misnotað þær gæsluvarðhaldsheimildir sem þeir hafa og það er því fráleitt að það sé ástæða til þess að slaka á kröfunum núna.“ Ekki rétta leiðin „Þetta er ekki leiðin. Það eru svo mörg skiptin sem maður hefur einmitt upplifað það að lögregla rýkur upp til handa og fóta rétt áður en gæsluvarðhaldi lýkur og tekur skýrslu. Tilgangurinn með gæsluvarðhaldi er auðvitað margskonar. Þetta sem þarna er vísað til eru rannsóknarhagsmunir. Rannsóknarhagsmunirnir felast fyrst og fremst í því að geta tekið skýrslur af sakborningum og vitnum án þess að þeir geti borið saman bækur sínar. Lögreglan hefur hins vegar haft þá tilhneigingu að reyna að halda mönnum í gæsluvarðhaldi þar til búið er að samræma framburð, sem er ekki tilgangurinn.“ Einnig snúist gæsluvarðhald um að geta farið í húsleitir. „Í þessu öllu eru einu rannsóknarhagsmunirnir. Þeir eru ekki svo gríðarlega flóknir. Það á ekki að taka það langan tíma að fara í þær rannsóknaraðgerðir, þó að málin séu flókin, til þess að rannsaka það sem sakborningarnir geta ekki haft áhrif á, sem eru framburðir annarra vitna eða sakborninga eða húsleitir og svo framvegis. Rannsóknargögnin í þessum stóru málum sem varða peningaþvætti, þau gögn liggja öll fyrir í bönkunum o.s.frv. og það eru að lang mestu leyti atriði sem sakborningar geta ekki haft áhrif á. Þannig þetta er bara húmbúkk, að það þurfi einhverjar auknar heimildir og það er stórkostlegt skref aftur á bak ef menn ætla að fara að taka undir þessi sjónarmið.
Lögreglan Tengdar fréttir Vill vægari kröfur um gæsluvarðhald Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu kallar eftir auknum heimildum lögreglu til að takast á við skipulagða brotastarfsemi, líkt og þá sem greint var frá í dag en lögregla lagði nýlega hald á mesta magn fíkniefna sem hún hefur gert á Íslandi í einu og sama máli. 9. júní 2022 19:06 Eitt mesta magn fíkniefna sem lögregla hafi lagt hald á Lögreglan hefur lagt hald á gríðarlegt magn fíkniefna og handtekið tíu manns í tengslum við tvær umfangsmiklar rannsóknir á skipulagðri brotastarfsemi. 9. júní 2022 14:25 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum” er Íslendingur Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum” er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Sjá meira
Vill vægari kröfur um gæsluvarðhald Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu kallar eftir auknum heimildum lögreglu til að takast á við skipulagða brotastarfsemi, líkt og þá sem greint var frá í dag en lögregla lagði nýlega hald á mesta magn fíkniefna sem hún hefur gert á Íslandi í einu og sama máli. 9. júní 2022 19:06
Eitt mesta magn fíkniefna sem lögregla hafi lagt hald á Lögreglan hefur lagt hald á gríðarlegt magn fíkniefna og handtekið tíu manns í tengslum við tvær umfangsmiklar rannsóknir á skipulagðri brotastarfsemi. 9. júní 2022 14:25