Erlent

Féllu ofan í fullan tank af súkkulaði

Bjarki Sigurðsson skrifar
Maður við störf í verksmiðju. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Maður við störf í verksmiðju. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Getty

Tveir einstaklingar féllu í tank fullan af súkkulaði í verksmiðju M&M og Mars í Pennsylvaníu-ríki í Bandaríkjunum í gær. Mönnunum var bjargað af slökkviliðsmönnum og fluttir á sjúkrahús.

Ekki er vitað hvað olli því að mennirnir féllu ofan í tankinn en viðbragðsaðilar þurftu að saga stórt gat í tankinn til að koma þeim úr honum þar sem ekki var hægt að hífa þá upp.

Þegar búið var að koma mönnunum úr tankinum var einn þeirra fluttur á sjúkrahús með þyrlu og hinn í sjúkrabíl. Ekki er vitað um líðan mannanna þessa stundina.

„Við erum gríðarlega þakklát fyrir snögg viðbrögð viðbragðsaðila,“ segir í yfirlýsingu fyrirtækisins Mars Wrigley til USA Today.

Fyrirtækið framleiðir meðal annars súkkulaði stykkin Bounty, Mars, Snickers og Twix.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×