„Mjög erfitt að gíra sig upp í landsleik á móti lélegustu þjóð í heimi“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 11. júní 2022 07:01 Þorkell Máni Pétursson fór yfir stöðu íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Stöð 2 „Það er allavega jákvætt að við erum lélegasta landslið í heimi,“ sagði Þorkell Máni Pétursson um frammistöðu íslenska karlalandsliðsins í fótbolta gegn San Marínó síðastliðinn fimmtudag. Íslensku strákarnir unnu þá 0-1 útisigur í vináttulandsleik gegn liðinu sem situr í neðsta sæti styrkleikalista FIFA, en 145 sæti skilja San Marínó og Ísland að á listanum. „Við unnum þennan leik, en það er náttúrulega margt sem þarf að skoða í þessu,“ sagði Þorkell í samtali við Stöð 2. „Það er mjög erfitt að vera að gíra sig upp í landsleik á móti lélegustu þjóð í heimi. Þetta er æfingaleikur og ef maður bara fer í hausinn á strákunum sem eru að spila þennan landsleik og allir eru að segja að þeir hafi verið ömurlegir, þá ætla ég bara að segja það að það er bara erfitt fyrir fótboltamenn í efstu deild á Íslandi að gíra sig upp í æfingaleiki.“ „Auðvitað var þetta ekkert góð frammistaða. En það sem maður samt kannski saknaði mest var að fyrst að við vorum að taka þennan æfingaleik, þá hefði maður kannski viljað sjá skýrt plan og hvert við erum að stefna með landsliðið. Það var ekki þarna í gær og kannski var það af því að það var verið að leyfa öllum að spila leik og horfa á þetta eins og æfingaleik. En ég hefði viljað sjá einhverjar pælingar um það hvað er verið að gera.“ Staða íslenskrar knattspyrnu er kannski ekki betri en þetta Þorkell spurði sig líka að því hvort að staða íslenskar karlaknattspyrnu væri kannski ekkert betri en þetta. Hann benti á að smáríkið San Marínó er á sama stað og Ísland þegar kemur að Evrópukeppnum. „Ég veit ekki hvað við eigum að vera hrokafull í afstöðu okkar um að þetta hafi allt verið ömurlegt. Menn eru mikið að kenna landsliðsþjálfaranum um þetta. En menn verða líka bara að spyrja sig hvort að íslenskur fótbolti sé á betri stað en þetta.“ „Við skulum ekkert gleyma því að þetta 35 þúsund manna Kópavogshverfi sem er San Marínó, þeir eru á sama stað og við í Evrópukeppni. Víkingur er sæti neðar eða sæti ofar en San Marínó-liðið. Það er staðan á íslenskum fótbolta í dag og menn þurfa kannski að sætta sig við það.“ „Auðvitað er þetta ótrúlega erfið staða sem Arnar [Þór Viðarsson] er í. Það fer þarna heil kynslóð út og það virðist ekki bara vera ein, heldur er næsta kynslóð á milli ekki þarna. Ég held að áhyggjuefnið sé bara hver staða íslensks karlafótbolta er.“ Klippa: Þorkell Máni um landsliðið Staðan betri kvennamegin „Við erum ekki að sjá þessa stöðu kvennamegin. Þar erum við með tvö lið í Evrópukeppni, bæði í Meistaradeildinni. Við erum að fara með landsliðið þar í lokakeppni EM og við ættum kannski að setja smá fókus á það, hvað það gengur gríðarlega vel hjá þeim. Í staðinn fyrir að vera að eyða tímanum í að svekkja okkur endalaust yfir þessu karlaliði og gefa þeim kannski bara einhvern tíma til að ná árangri.“ „Ég skil alveg pirringinn yfir þessu. En ég var svo sem alveg rólegur yfir þessum leik. Þetta var bara einhver San Marínó leikur og ég vissi að hann skipti ekki neinu. Við munum sjá allt aðra stemningu þegar við mætum Ísraelunum.“ Getum unnið Ísrael en þurfum að taka tillit til reynsluleysis Ísland tekur á móti Ísrael á mánudaginn í seinasta leik þessa landsleikjaglugga. Liðin skildu jöfn úti í Ísrael fyrir rúmri viku, í leik þar sem mátti sjá greinileg batamerki á leik íslenska liðsins. „Við getum alveg unnið þá á heimavelli. En við megum samt alveg búast við því að við getum alveg tapað. Það er miklu meiri reynsla í þessi Ísraelsliði. Við verðum að átta okkur á því að held ég næstum helmingurinn af strákunum sem voru að spila á móti San Marínó eru gjaldgengið í U-21 árs landsliðið sem er á mörkunum að komast í lokakeppnina.“ „Maður veltir alveg fyrir sér spurningunni hvort að við hefðum ekki bara átta að búa til þessa sigurreynslu. Það að við höfum komist á lokamót EM og HM á sínum tíma, það var búið til með liði sem fór á lokamót í U-17 og lokamót í U21-árs liðinu. Hvort við hefðum átt að búa sigurviljan þar til að einhverju leyti og kannski fórna einhverjum árum. En ég treysti því alveg að Arnar Þór Viðarsson sé kannski meiri fræðimaður í því en ég,“ sagði Þorkell að lokum. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Landslið karla í fótbolta Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Íslenski boltinn Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Sport Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fótbolti Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fótbolti „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Körfubolti Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Sjá meira
Íslensku strákarnir unnu þá 0-1 útisigur í vináttulandsleik gegn liðinu sem situr í neðsta sæti styrkleikalista FIFA, en 145 sæti skilja San Marínó og Ísland að á listanum. „Við unnum þennan leik, en það er náttúrulega margt sem þarf að skoða í þessu,“ sagði Þorkell í samtali við Stöð 2. „Það er mjög erfitt að vera að gíra sig upp í landsleik á móti lélegustu þjóð í heimi. Þetta er æfingaleikur og ef maður bara fer í hausinn á strákunum sem eru að spila þennan landsleik og allir eru að segja að þeir hafi verið ömurlegir, þá ætla ég bara að segja það að það er bara erfitt fyrir fótboltamenn í efstu deild á Íslandi að gíra sig upp í æfingaleiki.“ „Auðvitað var þetta ekkert góð frammistaða. En það sem maður samt kannski saknaði mest var að fyrst að við vorum að taka þennan æfingaleik, þá hefði maður kannski viljað sjá skýrt plan og hvert við erum að stefna með landsliðið. Það var ekki þarna í gær og kannski var það af því að það var verið að leyfa öllum að spila leik og horfa á þetta eins og æfingaleik. En ég hefði viljað sjá einhverjar pælingar um það hvað er verið að gera.“ Staða íslenskrar knattspyrnu er kannski ekki betri en þetta Þorkell spurði sig líka að því hvort að staða íslenskar karlaknattspyrnu væri kannski ekkert betri en þetta. Hann benti á að smáríkið San Marínó er á sama stað og Ísland þegar kemur að Evrópukeppnum. „Ég veit ekki hvað við eigum að vera hrokafull í afstöðu okkar um að þetta hafi allt verið ömurlegt. Menn eru mikið að kenna landsliðsþjálfaranum um þetta. En menn verða líka bara að spyrja sig hvort að íslenskur fótbolti sé á betri stað en þetta.“ „Við skulum ekkert gleyma því að þetta 35 þúsund manna Kópavogshverfi sem er San Marínó, þeir eru á sama stað og við í Evrópukeppni. Víkingur er sæti neðar eða sæti ofar en San Marínó-liðið. Það er staðan á íslenskum fótbolta í dag og menn þurfa kannski að sætta sig við það.“ „Auðvitað er þetta ótrúlega erfið staða sem Arnar [Þór Viðarsson] er í. Það fer þarna heil kynslóð út og það virðist ekki bara vera ein, heldur er næsta kynslóð á milli ekki þarna. Ég held að áhyggjuefnið sé bara hver staða íslensks karlafótbolta er.“ Klippa: Þorkell Máni um landsliðið Staðan betri kvennamegin „Við erum ekki að sjá þessa stöðu kvennamegin. Þar erum við með tvö lið í Evrópukeppni, bæði í Meistaradeildinni. Við erum að fara með landsliðið þar í lokakeppni EM og við ættum kannski að setja smá fókus á það, hvað það gengur gríðarlega vel hjá þeim. Í staðinn fyrir að vera að eyða tímanum í að svekkja okkur endalaust yfir þessu karlaliði og gefa þeim kannski bara einhvern tíma til að ná árangri.“ „Ég skil alveg pirringinn yfir þessu. En ég var svo sem alveg rólegur yfir þessum leik. Þetta var bara einhver San Marínó leikur og ég vissi að hann skipti ekki neinu. Við munum sjá allt aðra stemningu þegar við mætum Ísraelunum.“ Getum unnið Ísrael en þurfum að taka tillit til reynsluleysis Ísland tekur á móti Ísrael á mánudaginn í seinasta leik þessa landsleikjaglugga. Liðin skildu jöfn úti í Ísrael fyrir rúmri viku, í leik þar sem mátti sjá greinileg batamerki á leik íslenska liðsins. „Við getum alveg unnið þá á heimavelli. En við megum samt alveg búast við því að við getum alveg tapað. Það er miklu meiri reynsla í þessi Ísraelsliði. Við verðum að átta okkur á því að held ég næstum helmingurinn af strákunum sem voru að spila á móti San Marínó eru gjaldgengið í U-21 árs landsliðið sem er á mörkunum að komast í lokakeppnina.“ „Maður veltir alveg fyrir sér spurningunni hvort að við hefðum ekki bara átta að búa til þessa sigurreynslu. Það að við höfum komist á lokamót EM og HM á sínum tíma, það var búið til með liði sem fór á lokamót í U-17 og lokamót í U21-árs liðinu. Hvort við hefðum átt að búa sigurviljan þar til að einhverju leyti og kannski fórna einhverjum árum. En ég treysti því alveg að Arnar Þór Viðarsson sé kannski meiri fræðimaður í því en ég,“ sagði Þorkell að lokum. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Íslenski boltinn Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Sport Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fótbolti Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fótbolti „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Körfubolti Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn