Bættar forvarnir á sjó Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 12. júní 2022 10:02 Sjósókn við Íslandsstrendur hefur ávallt verið einn af okkar helstu atvinnuvegum. Oft hefur verið rætt um hetjur hafsins en í gegnum aldirnar hefur ýmis áhætta fylgt því að starfa á sjó og sjóslys voru tíð hér á árum áður. Engin banaslys urðu á íslenskum sjómönnum við strendur landsins á árinu 2021 sem er áttunda árið sem svo háttar til og fimmta árið í röð. Slysum á sjó hefur einnig fækkað. En hverju má þakka þennan góða árangur? Af sem áður var Fiskveiðar við Ísland voru og eru oft stundaðar við erfið skilyrði. Hér er allra veðra von og eru fiskveiðar enn hættuleg atvinnugrein. Hartnær 4000 fórust í sjóslysum á 20. öldinni og talið er að allt að 48 sjómenn hafi drukknað hér árlega á árunum 1900 til 1975 og 14 að meðaltali árin 1975 til 1985. Sex ár voru þá mannskæðust en þá fórust á annað hundrað árlega. Undanfarin ár hefur undir einn sjómaður farist árlega að meðaltali sem er mikil breyting frá fyrri tíð. Þegar litið er yfir farinn veg sést glöggt hversu miklum árangri hefur verið náð í forvörnum á sjó í seinni tíð. Mannskaði var lengi vel að því er virtist óhjákvæmilegur fylgifiskur sjósóknar við Ísland en árangur í slysavörnum á sjó síðustu misseri hefur gjörbreytt þeirri stöðu. Fimm ár í röð hafa engin banaslys orðið á sjómönnum við Íslandsstrendur. Aukin öryggisvitund og öflugar forvarnir Góðan árangur má meðal annars þakka betri skipum, bættum búnaði og aðbúnaði, auknum kröfum til öryggis um borð, fiskveiðistjórnunarkerfinu og öflugum forvörnum. Framfarir hafa orðið á mörgum sviðum sem skila samanlagt árangri. Fáeinum árum eftir að Slysavarnaskóli sjómanna var stofnaður árið 1985 fór tilvikum að fækka. Mikil viðhorfsbreyting hefur orðið frá þeim tíma og sjóatvikum fækkað jafnt og þétt að undanskildum tveimur árum, 2002 og 2007. Aukin vitund sjómanna og útgerða um mikilvægi öryggismála hefur haft mikið að segja og Slysavarnaskóli sjómanna hefur leikið þar lykilhlutverk. Þar fer fram fræðsla um öryggismál og slysavarnir og er nám við skólann forsenda lögskráningar á skip. Sjávarútvegsfyrirtækin hafa einnig tekið öryggismálin föstum tökum. Atvikaskráning hefur reynst mikilvæg í því skyni að skapa gagnagrunn um óhöpp og slys til að greina atvikin og koma í veg fyrir að þau endurtaki sig. Í raun til að læra af reynslunni. Björgun úr sjávarháska Fyrsta björgunarsveitin var stofnuð árið 1918 í Vestmannaeyjum í kjölfar tíðra sjóslysa og mannskaða við strendur landsins. Allt frá því hafa íslenskar björgunarsveitir staðið vaktina og lagt sitt af mörkum til að tryggja öryggi almennings. Slysavarnafélagið Landsjörg eru landssamtök björgunarsveita og slysavarnadeilda á Íslandi og var félagið stofnað 2. október árið 1999. Þá urðu til ein stærstu samtök sjálfboðaliða á Íslandi. Sjóbjörgun er stór þáttur í starfsemi margra eininga Slysavarnafélagsins Landsbjargar og hefur grettistaki verið lyft í öryggismálum sjómanna frá stofnun Slysavarnafélags Íslands og síðar Slysavarnaskóla sjómanna. Sérhæfing í sjóbjörgun hefur ósjaldan skipt sköpum á neyðarstundu. Um 150 útköll eru á ári hverju í sjóbjörgun eða rúmlega tvö á viku í meðaltalsári hjá sjóbjörgunarsveitum félagsins samkvæmt upplýsingum á vef Landsbjargar. Áralangt samstarf Sjóvá hefur eins og nafnið ber með sér alltaf tengst íslenskum sjávarútvegi sterkum böndum og hefur lagt mikla áherslu á forvarnastarf og öryggismál í greininni. Áralangt samstarf Sjóvár við Slysavarnafélagið Landsbjörg er eitthvað sem við erum mjög stolt af en Sjóvá hefur verið bakhjarl samtakanna frá stofnun þeirra. Sjómenn eiga mikið undir góðum björgunarbúnaði en ekki síður getu og hæfni björgunarsveitanna er í nauðir rekur. Slysavarnafélagið Landsbjörg á og rekur 13 stór björgunarskip hringinn í kringum landið sem einingar félagsins hafa í sinni umsjá til að sinna útköllum á sjó á hafsvæðinu við Ísland. Unnið hefur verið að endurnýjun björgunarskipa formlega frá árinu 2017 en óformlegur undirbúningur hefur þó staðið yfir í mun lengri tíma. Ný björgunarskip Á síðasta ári var undirritaður samningur um nýsmíði þriggja björgunarskipa fyrir Slysavarnafélagið Landsbjörg en í þrettán skipa flota félagsins er meðalaldur skipa orðinn 35 ár. Finnski skipasmiðurinn KewaTec annast smíði skipanna þriggja sem eru af nýjustu gerð og búin nýjustu siglingartækjum til leitar og björgunarstarfa ásamt því að vera sjálfréttandi. Sjóvá afhenti á síðasta ári Slysavarnafélaginu Landsbjörg styrk upp á 142,5 milljónir króna til smíða á þremur skipum en hvert þessara nýju skipa kostar 285 milljónir króna. Með samkomulagi milli ríkis og Landsbjargar var tryggð allt að helmings fjármögnun þeirra og með styrknum gat smíði hafist en afhending fyrsta skipsins er áætluð í ágúst á þessu ári. Markmiðið er síðan að endurnýja öll þrettán skipin. Með tilkomu nýju björgunarskipanna verður bylting í viðbragðstíma og aðbúnaði fyrir áhafnir og skjólstæðinga. Skipin hafa þannig mikla þýðingu fyrir öryggi sjófarenda og samfélagið allt. Höldum áfram á góðri braut Þrátt fyrir að mikill árangur hafi náðst í forvörnum á sjó er nauðsynlegt að leggja áfram áherslu á öryggismál í sjávarútvegi. Við viljum viðhalda góðum árangri og halda áfram að fækka slysum. Margs er að minnast og fyrir margt að þakka á hátíðardegi sjómanna, sjómannadeginum. Vil ég nota tækifærið og óska sjómönnum og þjóðinni allri til hamingju með daginn. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjómannadagurinn Sjávarútvegur Björgunarsveitir Hrefna Sigurjónsdóttir Slysavarnir Mest lesið Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Ekki lofa einhverju sem þú ætlar ekki að standa við Ágústa Árnadóttir Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Í skjóli hinna hugrökku Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Sjá meira
Sjósókn við Íslandsstrendur hefur ávallt verið einn af okkar helstu atvinnuvegum. Oft hefur verið rætt um hetjur hafsins en í gegnum aldirnar hefur ýmis áhætta fylgt því að starfa á sjó og sjóslys voru tíð hér á árum áður. Engin banaslys urðu á íslenskum sjómönnum við strendur landsins á árinu 2021 sem er áttunda árið sem svo háttar til og fimmta árið í röð. Slysum á sjó hefur einnig fækkað. En hverju má þakka þennan góða árangur? Af sem áður var Fiskveiðar við Ísland voru og eru oft stundaðar við erfið skilyrði. Hér er allra veðra von og eru fiskveiðar enn hættuleg atvinnugrein. Hartnær 4000 fórust í sjóslysum á 20. öldinni og talið er að allt að 48 sjómenn hafi drukknað hér árlega á árunum 1900 til 1975 og 14 að meðaltali árin 1975 til 1985. Sex ár voru þá mannskæðust en þá fórust á annað hundrað árlega. Undanfarin ár hefur undir einn sjómaður farist árlega að meðaltali sem er mikil breyting frá fyrri tíð. Þegar litið er yfir farinn veg sést glöggt hversu miklum árangri hefur verið náð í forvörnum á sjó í seinni tíð. Mannskaði var lengi vel að því er virtist óhjákvæmilegur fylgifiskur sjósóknar við Ísland en árangur í slysavörnum á sjó síðustu misseri hefur gjörbreytt þeirri stöðu. Fimm ár í röð hafa engin banaslys orðið á sjómönnum við Íslandsstrendur. Aukin öryggisvitund og öflugar forvarnir Góðan árangur má meðal annars þakka betri skipum, bættum búnaði og aðbúnaði, auknum kröfum til öryggis um borð, fiskveiðistjórnunarkerfinu og öflugum forvörnum. Framfarir hafa orðið á mörgum sviðum sem skila samanlagt árangri. Fáeinum árum eftir að Slysavarnaskóli sjómanna var stofnaður árið 1985 fór tilvikum að fækka. Mikil viðhorfsbreyting hefur orðið frá þeim tíma og sjóatvikum fækkað jafnt og þétt að undanskildum tveimur árum, 2002 og 2007. Aukin vitund sjómanna og útgerða um mikilvægi öryggismála hefur haft mikið að segja og Slysavarnaskóli sjómanna hefur leikið þar lykilhlutverk. Þar fer fram fræðsla um öryggismál og slysavarnir og er nám við skólann forsenda lögskráningar á skip. Sjávarútvegsfyrirtækin hafa einnig tekið öryggismálin föstum tökum. Atvikaskráning hefur reynst mikilvæg í því skyni að skapa gagnagrunn um óhöpp og slys til að greina atvikin og koma í veg fyrir að þau endurtaki sig. Í raun til að læra af reynslunni. Björgun úr sjávarháska Fyrsta björgunarsveitin var stofnuð árið 1918 í Vestmannaeyjum í kjölfar tíðra sjóslysa og mannskaða við strendur landsins. Allt frá því hafa íslenskar björgunarsveitir staðið vaktina og lagt sitt af mörkum til að tryggja öryggi almennings. Slysavarnafélagið Landsjörg eru landssamtök björgunarsveita og slysavarnadeilda á Íslandi og var félagið stofnað 2. október árið 1999. Þá urðu til ein stærstu samtök sjálfboðaliða á Íslandi. Sjóbjörgun er stór þáttur í starfsemi margra eininga Slysavarnafélagsins Landsbjargar og hefur grettistaki verið lyft í öryggismálum sjómanna frá stofnun Slysavarnafélags Íslands og síðar Slysavarnaskóla sjómanna. Sérhæfing í sjóbjörgun hefur ósjaldan skipt sköpum á neyðarstundu. Um 150 útköll eru á ári hverju í sjóbjörgun eða rúmlega tvö á viku í meðaltalsári hjá sjóbjörgunarsveitum félagsins samkvæmt upplýsingum á vef Landsbjargar. Áralangt samstarf Sjóvá hefur eins og nafnið ber með sér alltaf tengst íslenskum sjávarútvegi sterkum böndum og hefur lagt mikla áherslu á forvarnastarf og öryggismál í greininni. Áralangt samstarf Sjóvár við Slysavarnafélagið Landsbjörg er eitthvað sem við erum mjög stolt af en Sjóvá hefur verið bakhjarl samtakanna frá stofnun þeirra. Sjómenn eiga mikið undir góðum björgunarbúnaði en ekki síður getu og hæfni björgunarsveitanna er í nauðir rekur. Slysavarnafélagið Landsbjörg á og rekur 13 stór björgunarskip hringinn í kringum landið sem einingar félagsins hafa í sinni umsjá til að sinna útköllum á sjó á hafsvæðinu við Ísland. Unnið hefur verið að endurnýjun björgunarskipa formlega frá árinu 2017 en óformlegur undirbúningur hefur þó staðið yfir í mun lengri tíma. Ný björgunarskip Á síðasta ári var undirritaður samningur um nýsmíði þriggja björgunarskipa fyrir Slysavarnafélagið Landsbjörg en í þrettán skipa flota félagsins er meðalaldur skipa orðinn 35 ár. Finnski skipasmiðurinn KewaTec annast smíði skipanna þriggja sem eru af nýjustu gerð og búin nýjustu siglingartækjum til leitar og björgunarstarfa ásamt því að vera sjálfréttandi. Sjóvá afhenti á síðasta ári Slysavarnafélaginu Landsbjörg styrk upp á 142,5 milljónir króna til smíða á þremur skipum en hvert þessara nýju skipa kostar 285 milljónir króna. Með samkomulagi milli ríkis og Landsbjargar var tryggð allt að helmings fjármögnun þeirra og með styrknum gat smíði hafist en afhending fyrsta skipsins er áætluð í ágúst á þessu ári. Markmiðið er síðan að endurnýja öll þrettán skipin. Með tilkomu nýju björgunarskipanna verður bylting í viðbragðstíma og aðbúnaði fyrir áhafnir og skjólstæðinga. Skipin hafa þannig mikla þýðingu fyrir öryggi sjófarenda og samfélagið allt. Höldum áfram á góðri braut Þrátt fyrir að mikill árangur hafi náðst í forvörnum á sjó er nauðsynlegt að leggja áfram áherslu á öryggismál í sjávarútvegi. Við viljum viðhalda góðum árangri og halda áfram að fækka slysum. Margs er að minnast og fyrir margt að þakka á hátíðardegi sjómanna, sjómannadeginum. Vil ég nota tækifærið og óska sjómönnum og þjóðinni allri til hamingju með daginn. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá.
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar