ESB heldur sig við bensín- og díselbíla bann Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 13. júní 2022 07:01 Nýir dísel-og bensínbílar og þar með púströr munu væntanlega heyra sögunni til í framtíðinni. Nýlega kaus Evrópuþingið um að halda áætlun um bann við sölu bensín og dísel bíla frá og með árinu 2035. Upprunalega plön um bannið voru kynnt í júlí í fyrra og hafa þau nú verið staðfest. Þessi löggjöf þýðir ekki að blátt bann verði lagt við brunahreyfilsbílum. Heldur að sala nýrra brunahreyfilsbíla verði bönnuð. Eldri bílar verða enn á götunum og munu fá að hverfa hægt og rólega miðað við núverandi áætlanir. Endanlegt orðalag laganna verður rætt meðal aðildarlanda á árinu. Það er nú þegar orðin krafa að bílaframleiðendur framleiði einungis bíla sem losa ekki koltvísýring frá og með árinu 2035. Kosningarnar í síðustu viku eru ekki formleg endalok brunahreyfilsbíla í Evrópu. Áður en það gerist þurfa aðildarlöndin 27 að komast að samkomulagi og það gæti reynst strembið. Þýskaland er sérstaklega á móti hreinu banni á sölu nýrra brunahreyfilsbíla og hefur lagt til að þeir bílar sem nota gerviefnaeldsneyti njóti undanþágu. Ítalski ráðherra umhverfismála hefur sagt að framtíð bílsins „geti ekki einungis verið rafmögnuð.“ Athyglisvert verður að fylgjast með framgöngu þessa máls og viðræðum aðildarlandanna. Vistvænir bílar Evrópusambandið Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent
Þessi löggjöf þýðir ekki að blátt bann verði lagt við brunahreyfilsbílum. Heldur að sala nýrra brunahreyfilsbíla verði bönnuð. Eldri bílar verða enn á götunum og munu fá að hverfa hægt og rólega miðað við núverandi áætlanir. Endanlegt orðalag laganna verður rætt meðal aðildarlanda á árinu. Það er nú þegar orðin krafa að bílaframleiðendur framleiði einungis bíla sem losa ekki koltvísýring frá og með árinu 2035. Kosningarnar í síðustu viku eru ekki formleg endalok brunahreyfilsbíla í Evrópu. Áður en það gerist þurfa aðildarlöndin 27 að komast að samkomulagi og það gæti reynst strembið. Þýskaland er sérstaklega á móti hreinu banni á sölu nýrra brunahreyfilsbíla og hefur lagt til að þeir bílar sem nota gerviefnaeldsneyti njóti undanþágu. Ítalski ráðherra umhverfismála hefur sagt að framtíð bílsins „geti ekki einungis verið rafmögnuð.“ Athyglisvert verður að fylgjast með framgöngu þessa máls og viðræðum aðildarlandanna.
Vistvænir bílar Evrópusambandið Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent