Ekki tekið skot síðan Lakers tapaði fyrir Suns í byrjun apríl Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. júní 2022 09:31 Anthony Davis ásamt þáverandi þjálfara sínum Frank Vogel. AP Photo/Mark J. Terrill Anthony Davis, miðherji Los Angeles Lakers, hefur viðurkennt að hann hafi ekki skotið körfubolta síðan hann spilaði síðast fyrir Lakers, þann 6. apríl. Hinn 29 ára gamli Davis átti við mikil meiðsli að stríða á leiktíðinni og spilaði aðeins 40 af 82 leikjum Lakers á leiktíðinni. Þó leiktíðinni sjálfri sé ekki lokið þá lauk Davis leik eftir tap gegn Phoenix Suns þann 6. apríl og Lakers-liðið spilaði svo sinn síðasta leik fyrir sumarfrí fimm dögum síðar. Nú hefur Davis viðurkennt að hann hafi ekki skotið körfubolta frá tapinu gegn Suns. Virðist það hafa farið öfugt ofan í marga en ef marka má Hörð Unnsteinsson, þjálfara kvennaliðs KR og einn af sérfræðingum Lögmál leiksins á Stöð 2 Sport er fullkomlega eðlilegt að leikmenn NBA-deildarinnar snerti ekki bolta framan af sumarfríum sínum. Þá bendir Hörður á að það séu 140 dagar í næsta leik. Mjög mikið overreaction við þessu. Það er fullkomlega eðlilegt að NBA leikmenn haldi sér við án bolta fyrstu mánuði off season. AD þarf miklu frekar að tóna skrokkinn sinn en að reppa einhverja post fótavinnu með Drew Hanlen. Það eru 140 dagar í næsta leik. #körfubolti https://t.co/RkIETtXZY0— Hörður Unnsteinsson (@hoddiunn) June 12, 2022 Það stefnir í töluverðar breytingar á liði Lakers en liðið mætir til leiks með nýtt þjálfarateymi. Vonast aðdáendur liðsins til að það nái því besta úr Davis sem hefur ekki náð að sýna sínar bestu hliðar síðan liðið varð meistari 2020. Lokaúrslit NBA-deildarinnar fara nú fram en erkifjendur Lakers í Boston Celtics eru þar ásamt Golden State Warriors. Staðan í einvíginu er jöfn 2-2 en fimmti leikur liðanna fer fram í kvöld. Upphitun hefst á Stöð 2 Sport 2 klukkan 00.30 og leikurinn sjálfur 01.00. Körfubolti NBA Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Sjá meira
Hinn 29 ára gamli Davis átti við mikil meiðsli að stríða á leiktíðinni og spilaði aðeins 40 af 82 leikjum Lakers á leiktíðinni. Þó leiktíðinni sjálfri sé ekki lokið þá lauk Davis leik eftir tap gegn Phoenix Suns þann 6. apríl og Lakers-liðið spilaði svo sinn síðasta leik fyrir sumarfrí fimm dögum síðar. Nú hefur Davis viðurkennt að hann hafi ekki skotið körfubolta frá tapinu gegn Suns. Virðist það hafa farið öfugt ofan í marga en ef marka má Hörð Unnsteinsson, þjálfara kvennaliðs KR og einn af sérfræðingum Lögmál leiksins á Stöð 2 Sport er fullkomlega eðlilegt að leikmenn NBA-deildarinnar snerti ekki bolta framan af sumarfríum sínum. Þá bendir Hörður á að það séu 140 dagar í næsta leik. Mjög mikið overreaction við þessu. Það er fullkomlega eðlilegt að NBA leikmenn haldi sér við án bolta fyrstu mánuði off season. AD þarf miklu frekar að tóna skrokkinn sinn en að reppa einhverja post fótavinnu með Drew Hanlen. Það eru 140 dagar í næsta leik. #körfubolti https://t.co/RkIETtXZY0— Hörður Unnsteinsson (@hoddiunn) June 12, 2022 Það stefnir í töluverðar breytingar á liði Lakers en liðið mætir til leiks með nýtt þjálfarateymi. Vonast aðdáendur liðsins til að það nái því besta úr Davis sem hefur ekki náð að sýna sínar bestu hliðar síðan liðið varð meistari 2020. Lokaúrslit NBA-deildarinnar fara nú fram en erkifjendur Lakers í Boston Celtics eru þar ásamt Golden State Warriors. Staðan í einvíginu er jöfn 2-2 en fimmti leikur liðanna fer fram í kvöld. Upphitun hefst á Stöð 2 Sport 2 klukkan 00.30 og leikurinn sjálfur 01.00.
Körfubolti NBA Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Sjá meira