Vilja vekja athygli á því að rusl er gull Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 14. júní 2022 12:30 Listamaðurinn Narfi er einn af skipuleggjendum RUSL Fest 2022. Kjartan Már Magnússon RUSL Fest er lista- og hönnunarhátíð sem haldin verður dagana 27. júní - 2. júlí næstkomandi í Gufunesi, nýju hverfi skapandi greina í Reykjavík. Blaðamaður hafði samband við Narfa, einn af forsvarsmönnum hátíðarinnar, og fékk að heyra nánar frá ferlinu á bak við RUSL Fest. Í fréttatilkynningu frá hátíðinni segir að RUSL Fest miði að því að koma fólki saman sem á það sameiginlegt að brenna fyrir því að bæta heiminn. Þetta er svokölluð makers hátíð sem snýst meðal annars um að byggja eitthvað úr rusli. Það verður mikið um að vera en hátíðin hefst á vinnustofum og í kjölfarið verða skapandi viðburðir í gangi alla vikuna. Það verður ýmislegt í gangi á RUSL Fest dagana 27. júní - 3. júlí 2022.Aðsend Fagurfræði og ruslahaugur „Í okkar sköpun og list erum við gjarnan að stússast í rusli,“ segir Narfi og bætir við: „Fókusinn er á þetta rusl concept og að vekja athygli á því að rusl er gull.“ Hann segir Alkemistana vera skemmtilegt dæmi um rusl sem gull, þar sem þeir gerðu jú tilraunir til að breyta skít í gull. Fjöllistakonan Elín Margot hefur áður haldið svokallað Trash Fest og segir Narfi að einhver samstarfsflötur hafi myndast þeirra á milli. View this post on Instagram A post shared by Elín Margot (@elin_margot) „Hún brennur fyrir þessu og við höfum mikið verið að vinna með þetta.“ Því hafi þau ákveðið að blása hátíðina upp og gera hana stóra. „Gufunesið er ennþá smá ruslahaugur. Sorpa er enn þarna og byggingarnar, gömul iðnaðarrými, tala við umhverfið. En við sjáum fagurfræðina í þessu og staðsetningin verður í góðu samtali við hátíðina.“ Narfi segir andrúmsloftið gott í Gufunesinu og lýsir því sem sveit í borg. „Það er ró og kyrrð þarna og maður kemst út úr borginni þó þetta sé bara korteri frá miðbænum.“ View this post on Instagram A post shared by RUSL FEST (@rusl.fest) Að byggja upp skapandi hátíð úr engu Meðal þeirra sem vinna saman að hátíðinni eru Menningarmiðstöðin Fúsk, Verkvinnslan, Loftkastalinn, Post-Húsið, FLÆÐI, Andrými og Ungir Umhverfissinnar. RUSL Fest í Gufunesi var útnefndur listahópur Reykjavíkur árið 2022 og hefur þegar hlotið styrk frá borginni, Hönnunarmiðstöð og Nordic Culture Fund. Með hátíðinni er leitast eftir því nýta menningarkjarnann Gufunes til að skapa alþjóðlega og opna umræðu á milli skapandi hópa sem og tengingar fyrir áframhaldandi samstarf við svipaða menningarvettvanga í Evrópu. RUSL Fest fer fram í menningarkjarnanum Gufunesi.Aðsend „Þetta teymi sem stendur að hátíðinni er alveg frábært. Svo erum við búin að vera í samstarfi við Instistut for (X) í Danmörku og Blivande í Svíþjóð en þau brenna fyrir svipuðum hlutum. Við heimsóttum bæði svæði í fyrra og nú eru um 30 manns að koma frá þessum löndum í Gufunesið. Vinir frá Póllandi og öðrum löndum ætla einnig að kíkja,“ segir Narfi og bætir við að hér sé um að ræða fólk sem er sérfræðingar í að byggja upp skapandi hátíð úr engu. View this post on Instagram A post shared by RUSL FEST (@rusl.fest) Hringrásarhugsunin RUSL Fest leggur áherslu á hringrásarhugsun í samhengi menningar, lista og hönnunar en hátíðin samanstendur af vinnustofum, sýningum, tónleikahaldi, matarboðum og öðrum viðburðum. Öllum er frjálst að skrá sig í vinnustofu og taka þátt en vinnustofurnar eru fimm talsins: Arkitektúr, Tilrauna eldamennska, Hljóðvinnsla, Skilta- og veggmálun og að lokum Almennt fúsk. View this post on Instagram A post shared by RUSL FEST (@rusl.fest) „Fólk er farið að átta sig á því að þetta skiptir máli,“ segir Narfi varðandi hringrásarhugsunina. „Það meikar ekki sens að vera að framleiða endalaust, eins og hefur verið gegnum gangandi í nútíma samfélagi. Það er umhverfisvænt að framleiða gæði sem endast. Ég var til dæmis að gera upp 60 ára gamalt tekk borð og með því var ég að gefa því 60 ár í viðbót.“ Hann segir slæmt bæði fyrir jörðina og samfélagið að þurfa alltaf að vera að framleiða meira og meira. Það sé mikilvægt að missa ekki efnið úr virðiskeðjunni. „Þegar eitthvað er að lokum orðið ónýtt á að vera hægt að taka það í sundur og endurnýta það áður en það er endurunnið. Þessi hugsunarháttur er klárlega kominn til að vera. Því þetta verður að vera komið til að vera. Með þessu festivali erum við að vekja athygli á nauðsyn þess og möguleikunum sem er hægt að finna í ruslinu. Það er svo skemmtilegt að afmarka sig við það og spá í hvað er hægt að gera nýtt úr því sem á að henda.“ View this post on Instagram A post shared by RUSL FEST (@rusl.fest) Dagskrá RUSL Fest býður upp á fjölbreytta flóru listafólks. Hljómsveitirnar Cyber, Skrattar og Russian.girls eru meðal þeirra sem munu troða upp á hátíðinni, leikstjórinn Baltasar Kormákur býður gestum í opið samtal um kvikmyndagerðarlist og víðs vegar um svæðið verður hægt að sækja í sýningar listamanna á borð við Ými Grönvold, Natka Klimowicz, Eddu Karólínu og Kristínu Morthens. Hægt er að kynna sér dagskrána betur hér. Menning Myndlist Tónlist Tíska og hönnun Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá hátíðinni segir að RUSL Fest miði að því að koma fólki saman sem á það sameiginlegt að brenna fyrir því að bæta heiminn. Þetta er svokölluð makers hátíð sem snýst meðal annars um að byggja eitthvað úr rusli. Það verður mikið um að vera en hátíðin hefst á vinnustofum og í kjölfarið verða skapandi viðburðir í gangi alla vikuna. Það verður ýmislegt í gangi á RUSL Fest dagana 27. júní - 3. júlí 2022.Aðsend Fagurfræði og ruslahaugur „Í okkar sköpun og list erum við gjarnan að stússast í rusli,“ segir Narfi og bætir við: „Fókusinn er á þetta rusl concept og að vekja athygli á því að rusl er gull.“ Hann segir Alkemistana vera skemmtilegt dæmi um rusl sem gull, þar sem þeir gerðu jú tilraunir til að breyta skít í gull. Fjöllistakonan Elín Margot hefur áður haldið svokallað Trash Fest og segir Narfi að einhver samstarfsflötur hafi myndast þeirra á milli. View this post on Instagram A post shared by Elín Margot (@elin_margot) „Hún brennur fyrir þessu og við höfum mikið verið að vinna með þetta.“ Því hafi þau ákveðið að blása hátíðina upp og gera hana stóra. „Gufunesið er ennþá smá ruslahaugur. Sorpa er enn þarna og byggingarnar, gömul iðnaðarrými, tala við umhverfið. En við sjáum fagurfræðina í þessu og staðsetningin verður í góðu samtali við hátíðina.“ Narfi segir andrúmsloftið gott í Gufunesinu og lýsir því sem sveit í borg. „Það er ró og kyrrð þarna og maður kemst út úr borginni þó þetta sé bara korteri frá miðbænum.“ View this post on Instagram A post shared by RUSL FEST (@rusl.fest) Að byggja upp skapandi hátíð úr engu Meðal þeirra sem vinna saman að hátíðinni eru Menningarmiðstöðin Fúsk, Verkvinnslan, Loftkastalinn, Post-Húsið, FLÆÐI, Andrými og Ungir Umhverfissinnar. RUSL Fest í Gufunesi var útnefndur listahópur Reykjavíkur árið 2022 og hefur þegar hlotið styrk frá borginni, Hönnunarmiðstöð og Nordic Culture Fund. Með hátíðinni er leitast eftir því nýta menningarkjarnann Gufunes til að skapa alþjóðlega og opna umræðu á milli skapandi hópa sem og tengingar fyrir áframhaldandi samstarf við svipaða menningarvettvanga í Evrópu. RUSL Fest fer fram í menningarkjarnanum Gufunesi.Aðsend „Þetta teymi sem stendur að hátíðinni er alveg frábært. Svo erum við búin að vera í samstarfi við Instistut for (X) í Danmörku og Blivande í Svíþjóð en þau brenna fyrir svipuðum hlutum. Við heimsóttum bæði svæði í fyrra og nú eru um 30 manns að koma frá þessum löndum í Gufunesið. Vinir frá Póllandi og öðrum löndum ætla einnig að kíkja,“ segir Narfi og bætir við að hér sé um að ræða fólk sem er sérfræðingar í að byggja upp skapandi hátíð úr engu. View this post on Instagram A post shared by RUSL FEST (@rusl.fest) Hringrásarhugsunin RUSL Fest leggur áherslu á hringrásarhugsun í samhengi menningar, lista og hönnunar en hátíðin samanstendur af vinnustofum, sýningum, tónleikahaldi, matarboðum og öðrum viðburðum. Öllum er frjálst að skrá sig í vinnustofu og taka þátt en vinnustofurnar eru fimm talsins: Arkitektúr, Tilrauna eldamennska, Hljóðvinnsla, Skilta- og veggmálun og að lokum Almennt fúsk. View this post on Instagram A post shared by RUSL FEST (@rusl.fest) „Fólk er farið að átta sig á því að þetta skiptir máli,“ segir Narfi varðandi hringrásarhugsunina. „Það meikar ekki sens að vera að framleiða endalaust, eins og hefur verið gegnum gangandi í nútíma samfélagi. Það er umhverfisvænt að framleiða gæði sem endast. Ég var til dæmis að gera upp 60 ára gamalt tekk borð og með því var ég að gefa því 60 ár í viðbót.“ Hann segir slæmt bæði fyrir jörðina og samfélagið að þurfa alltaf að vera að framleiða meira og meira. Það sé mikilvægt að missa ekki efnið úr virðiskeðjunni. „Þegar eitthvað er að lokum orðið ónýtt á að vera hægt að taka það í sundur og endurnýta það áður en það er endurunnið. Þessi hugsunarháttur er klárlega kominn til að vera. Því þetta verður að vera komið til að vera. Með þessu festivali erum við að vekja athygli á nauðsyn þess og möguleikunum sem er hægt að finna í ruslinu. Það er svo skemmtilegt að afmarka sig við það og spá í hvað er hægt að gera nýtt úr því sem á að henda.“ View this post on Instagram A post shared by RUSL FEST (@rusl.fest) Dagskrá RUSL Fest býður upp á fjölbreytta flóru listafólks. Hljómsveitirnar Cyber, Skrattar og Russian.girls eru meðal þeirra sem munu troða upp á hátíðinni, leikstjórinn Baltasar Kormákur býður gestum í opið samtal um kvikmyndagerðarlist og víðs vegar um svæðið verður hægt að sækja í sýningar listamanna á borð við Ými Grönvold, Natka Klimowicz, Eddu Karólínu og Kristínu Morthens. Hægt er að kynna sér dagskrána betur hér.
Menning Myndlist Tónlist Tíska og hönnun Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira