Ræddu að breyta innköstum í innspörk Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. júní 2022 08:01 Hver veit nema innköst muni heyra sögunni til þegar fram líða stundir. Harriet Lander/Getty Images Alþjóðaknattspyrnuráðið, IFAB, hittist í Doha – höfuðborg Katar – á mánudag. Þar var meðal annars rætt að breyta innköstum í innspörk. Nokkrir hlutir voru ræddir á fundi IFAB í Doha og sumir voru samþykktir. Þar á meðal að lið megi nú gera fimm skiptingar í einum og sama leiknum. Það var tímabundið leyft vegna Covid-19 en hefur nú verið sett í lög leiksins. Arsène Wenger, fyrrverandi þjálfari enska knattspyrnuliðsins Arsenal, starfar sem yfirmaður þróunar hjá Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA, í dag. Undir lok síðasta árs lagði Wenger fram nokkrar tillögur og var hugmyndin um að breyta innköstum í innspörk meðal þeirra. Wenger var ekki mikill aðdáandi innkasta er hann þjálfaði í ensku úrvalsdeildinni en hann þoldi ekki að mæta Stoke City undir stjórn Tony Pulis þar sem löngum innköstum var beitt við hvert tækifæri. Ræddi Pulis þetta í hlaðvarpi framherjans fyrrverandi Peter Crouch fyrir ekki svo löngu síðan. Innköst hafa verið hluti af knattspyrnu síðan 1863 þegar enska knattspyrnusambandið bannaði leikmönnum að sparka knettinum inn á völlinn eftir að hann fór út af. Wenger telur að innköst og aukaspyrnur séu mesti tímaþjófur fótboltans í dag og ef gera á leikinn hraðari eða skemmtilegri þurfa þessir hlutir að víkja eða gangast undir mikla breytingu. Hann vill einnig gera þá breytingu að lið hafi aðeins fimm sekúndur til að sparka boltanum inn á nýjan leik. This would change football as we know it The possible introduction of kick-ins has been discussed at the latest meeting of football's lawmaking body.More #BBCFootball— BBC Sport (@BBCSport) June 13, 2022 „En það verður að vera prófað og samþykkt af IFAB,“ sagði Wenger um hugmyndina á sínum tíma. Hún er nú komin á borð Alþjóðaknattspyrnuráðsins og aldrei að vita nema Wenger fái ósk sína uppfyllta. Fótbolti FIFA Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sjá meira
Nokkrir hlutir voru ræddir á fundi IFAB í Doha og sumir voru samþykktir. Þar á meðal að lið megi nú gera fimm skiptingar í einum og sama leiknum. Það var tímabundið leyft vegna Covid-19 en hefur nú verið sett í lög leiksins. Arsène Wenger, fyrrverandi þjálfari enska knattspyrnuliðsins Arsenal, starfar sem yfirmaður þróunar hjá Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA, í dag. Undir lok síðasta árs lagði Wenger fram nokkrar tillögur og var hugmyndin um að breyta innköstum í innspörk meðal þeirra. Wenger var ekki mikill aðdáandi innkasta er hann þjálfaði í ensku úrvalsdeildinni en hann þoldi ekki að mæta Stoke City undir stjórn Tony Pulis þar sem löngum innköstum var beitt við hvert tækifæri. Ræddi Pulis þetta í hlaðvarpi framherjans fyrrverandi Peter Crouch fyrir ekki svo löngu síðan. Innköst hafa verið hluti af knattspyrnu síðan 1863 þegar enska knattspyrnusambandið bannaði leikmönnum að sparka knettinum inn á völlinn eftir að hann fór út af. Wenger telur að innköst og aukaspyrnur séu mesti tímaþjófur fótboltans í dag og ef gera á leikinn hraðari eða skemmtilegri þurfa þessir hlutir að víkja eða gangast undir mikla breytingu. Hann vill einnig gera þá breytingu að lið hafi aðeins fimm sekúndur til að sparka boltanum inn á nýjan leik. This would change football as we know it The possible introduction of kick-ins has been discussed at the latest meeting of football's lawmaking body.More #BBCFootball— BBC Sport (@BBCSport) June 13, 2022 „En það verður að vera prófað og samþykkt af IFAB,“ sagði Wenger um hugmyndina á sínum tíma. Hún er nú komin á borð Alþjóðaknattspyrnuráðsins og aldrei að vita nema Wenger fái ósk sína uppfyllta.
Fótbolti FIFA Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sjá meira