Einkunnir Íslands: Þórir Jóhann og Hákon stóðu upp úr Íþróttadeild Vísis skrifar 13. júní 2022 21:03 Þórir Jóhann Helgason átti flottan leik og skoraði annað mark Íslands. Vísir/Hulda Margrét Leikmenn íslenska landsliðsins áttu misgóðan dag er liðið gerði 2-2 jafntefli við Ísrael öðru sinni í Þjóðadeild karla í fótbolta í kvöld. Ísland er með þrjú stig eftir þrjá leiki í riðlinum. Jón Dagur Þorsteinsson og Þórir Jóhann Helgason skoruðu mörk Íslands sem komst tvisvar yfir í leiknum. Daníel Leó Grétarsson varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark í fyrri hálfleik og þá jafnaði Ísrael með umdeildu marki þar sem myndbandsdómarar sögðu að Rúnar Alex Rúnarsson hefðu varið boltann innan marklínunnar. Ísland er með þrjú stig í öðru sæti riðilsins eftir þrjá leiki en Ísrael er með fimm stig á toppnum. Albanía hefur leikið tvo leiki og er með eitt stig. Einkunnagjöf leikmanna íslenska landsliðsins má sjá að neðan. Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður: 7 Sinnti flestöllu sínu vel. Gat lítið við mörkum Ísraela gert, og gerði raunar allt sem hann gat til að koma í veg fyrir það síðara. Myndbandsdómarar einfaldlega tóku þá vörslu af honum. Alfons Sampsted, hægri bakvörður: 5 Átti í töluverðum vandræðum með að eiga við Manor Solomon. Sérstaklega átti hann erfitt uppdráttar gegn honum í síðari hálfleiknum. Daníel Leó Grétarsson, miðvörður: 6 Var óheppinn að skora sjálfsmark en gerði annars fátt af sér. Öflugur í loftinu og var sterkur gegn Dabbur í fyrri hálfleiknum sérstaklega. Hörður Björgvin Magnússon, miðvörður: 6 Frábær sending í aðdraganda seinna marksins og óheppinn að skora ekki úr aukaspyrnu sem small í slánni undir lok fyrri hálfleiks. Koma alltaf augnablik þar sem manni finnst vanta upp á öryggið varnarlega. Davíð Kristján Ólafsson, vinstri bakvörður: 4,5 Mikið sótt á hann í fyrri hálfleiknum þar sem hvert færið rak annað. Átti erfitt með að eiga við Abada á kantinum og sjálfsmarkið kemur eftir sókn upp hægri kantinn. Birkir Bjarnason, miðjumaður: 5 Kom lítið út úr honum sóknarlega en gefur liðinu ró og öryggi. Var sprunginn í seinni og kippt út af. Hákon Arnar Haraldsson, miðjumaður: 7 Sýndi lipra takta á köflum og ljóst að mikið er í hann spunnið. Sinnti pressunni vel og vann boltann tvisvar, þrisvar á vallarhelmingi Ísrael. Hefði átt að fá stoðsendingu í færi Arnórs Sigurðssonar í fyrri hálfleik. Þórir Jóhann Helgason, miðjumaður: 7 (Maður leiksins) Skoraði annað mark Íslands og sitt annað mark í riðlinum með laglegri innanfótarspyrnu. Átti fínasta leik á miðsvæðinu og ekki hægt að kvarta mikið undan hans frammistöðu. Arnór Sigurðsson, hægri kantmaður: 6 Átti ágætis spretti en var minna áberandi en gegn Albaníu fyrir viku. Hefði átt að gera betur í algjöru dauðafæri á 23. mínútu þar sem hann hafði tækifæri til að koma Íslandi 2-0 yfir og gera þetta að allt öðrum leik. Jón Dagur Þorsteinsson, vinstri kantmaður: 7 Fínir sprettir líkt og félagi sinn á hægri kantinum og skorar laglegt skallamark. Dró aðeins af honum eftir því sem leið á. Andri Lucas Guðjohnsen, framherji: 5,5 Barðist og þjösnaðist og vann einhverja skallabolta. Átti hörkuskottilraun snemma í síðari hálfleik en gekk illa að finna markið. Ísak Bergmann Jóhannesson kom inn á fyrir Arnór Sigurðsson á 61. mínútu: 5 Ágætis taktar inn á milli og linkaði fínt í spili. Breytti ekki leiknum. Sveinn Aron Guðjohnsen kom inn á fyrir Andra Lucas Guðjohnsen á 61. mínútu: 5 Kom sér í færi og stöður en var mislagðar fætur þegar í færin var komið. Aron Elís Þrándarson kom inn á fyrir Birki Bjarnason á 79. mínútu: - Spilaði ekki nóg til að fá einkunn. Stefán Teitur Þórðarson kom inn á fyrir Jón Dag Þorsteinsson á 79. mínútu: - Spilaði ekki nóg til að fá einkunn. Albert Guðmundsson kom inn á fyrir Þóri Jóhann Helgason á 90. mínútu: - Spilaði ekki nóg til að fá einkunn. Þjóðadeild UEFA Landslið karla í fótbolta Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Fleiri fréttir „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Sjá meira
Jón Dagur Þorsteinsson og Þórir Jóhann Helgason skoruðu mörk Íslands sem komst tvisvar yfir í leiknum. Daníel Leó Grétarsson varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark í fyrri hálfleik og þá jafnaði Ísrael með umdeildu marki þar sem myndbandsdómarar sögðu að Rúnar Alex Rúnarsson hefðu varið boltann innan marklínunnar. Ísland er með þrjú stig í öðru sæti riðilsins eftir þrjá leiki en Ísrael er með fimm stig á toppnum. Albanía hefur leikið tvo leiki og er með eitt stig. Einkunnagjöf leikmanna íslenska landsliðsins má sjá að neðan. Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður: 7 Sinnti flestöllu sínu vel. Gat lítið við mörkum Ísraela gert, og gerði raunar allt sem hann gat til að koma í veg fyrir það síðara. Myndbandsdómarar einfaldlega tóku þá vörslu af honum. Alfons Sampsted, hægri bakvörður: 5 Átti í töluverðum vandræðum með að eiga við Manor Solomon. Sérstaklega átti hann erfitt uppdráttar gegn honum í síðari hálfleiknum. Daníel Leó Grétarsson, miðvörður: 6 Var óheppinn að skora sjálfsmark en gerði annars fátt af sér. Öflugur í loftinu og var sterkur gegn Dabbur í fyrri hálfleiknum sérstaklega. Hörður Björgvin Magnússon, miðvörður: 6 Frábær sending í aðdraganda seinna marksins og óheppinn að skora ekki úr aukaspyrnu sem small í slánni undir lok fyrri hálfleiks. Koma alltaf augnablik þar sem manni finnst vanta upp á öryggið varnarlega. Davíð Kristján Ólafsson, vinstri bakvörður: 4,5 Mikið sótt á hann í fyrri hálfleiknum þar sem hvert færið rak annað. Átti erfitt með að eiga við Abada á kantinum og sjálfsmarkið kemur eftir sókn upp hægri kantinn. Birkir Bjarnason, miðjumaður: 5 Kom lítið út úr honum sóknarlega en gefur liðinu ró og öryggi. Var sprunginn í seinni og kippt út af. Hákon Arnar Haraldsson, miðjumaður: 7 Sýndi lipra takta á köflum og ljóst að mikið er í hann spunnið. Sinnti pressunni vel og vann boltann tvisvar, þrisvar á vallarhelmingi Ísrael. Hefði átt að fá stoðsendingu í færi Arnórs Sigurðssonar í fyrri hálfleik. Þórir Jóhann Helgason, miðjumaður: 7 (Maður leiksins) Skoraði annað mark Íslands og sitt annað mark í riðlinum með laglegri innanfótarspyrnu. Átti fínasta leik á miðsvæðinu og ekki hægt að kvarta mikið undan hans frammistöðu. Arnór Sigurðsson, hægri kantmaður: 6 Átti ágætis spretti en var minna áberandi en gegn Albaníu fyrir viku. Hefði átt að gera betur í algjöru dauðafæri á 23. mínútu þar sem hann hafði tækifæri til að koma Íslandi 2-0 yfir og gera þetta að allt öðrum leik. Jón Dagur Þorsteinsson, vinstri kantmaður: 7 Fínir sprettir líkt og félagi sinn á hægri kantinum og skorar laglegt skallamark. Dró aðeins af honum eftir því sem leið á. Andri Lucas Guðjohnsen, framherji: 5,5 Barðist og þjösnaðist og vann einhverja skallabolta. Átti hörkuskottilraun snemma í síðari hálfleik en gekk illa að finna markið. Ísak Bergmann Jóhannesson kom inn á fyrir Arnór Sigurðsson á 61. mínútu: 5 Ágætis taktar inn á milli og linkaði fínt í spili. Breytti ekki leiknum. Sveinn Aron Guðjohnsen kom inn á fyrir Andra Lucas Guðjohnsen á 61. mínútu: 5 Kom sér í færi og stöður en var mislagðar fætur þegar í færin var komið. Aron Elís Þrándarson kom inn á fyrir Birki Bjarnason á 79. mínútu: - Spilaði ekki nóg til að fá einkunn. Stefán Teitur Þórðarson kom inn á fyrir Jón Dag Þorsteinsson á 79. mínútu: - Spilaði ekki nóg til að fá einkunn. Albert Guðmundsson kom inn á fyrir Þóri Jóhann Helgason á 90. mínútu: - Spilaði ekki nóg til að fá einkunn.
Þjóðadeild UEFA Landslið karla í fótbolta Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Fleiri fréttir „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti