„Guðni [Bergsson] réð mig inn áður en hann hvarf á braut. Svo átti ég samtöl við Arnar á svipuðum tíma og Covid faraldurinn hófst en ég átti að koma inn sem einhverskonar læriföður. Eftir að við Arnar áttum fyrstu samtölin okkar þá lét hann mig vita að hann vildi frekar gera þetta einn, þetta var hans ákvörðun en ég skil og viðri hans ákvörðun,“ sagði Lars Lagerbäck.
Lars kveðst hafa verið spenntur fyrir verkefninu og finnst leitt að hlutirnir fóru eins og þeir fóru.
„Ég var kannski smá bitur því ég hefði haft gaman af því að taka þátt í að endurbyggja liðið en hann vildi gera þetta á þennan hátt. Svona er lífið,“ bætti Lars við.
Aðspurður að því hver munurinn á því liði sem hann tók við og því sem Arnar tekur við telur Lars ekki vera mikinn mun, að frátöldu öllu fjaðrafokinu sem átti sér stað utan vallar.
„Þetta er kannski svipuð aðstaða. Við byrjum báðir á því að vinna með ungum leikmönnum þó svo að Arnar sé með fleiri yngri leikmenn en ég var með. Svo er náttúrulega allt þetta sem er að gerast í kringum liðið þegar Arnar kemur inn. Ég þurfti vissulega ekki að eiga við þannig vandamál,“ svaraði Lars Lagerbäck, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands.