Stríðsmennirnir einum sigri frá sigri í NBA deildinni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. júní 2022 07:30 Golden State Warriors þarf einn sigur í viðbót. Ezra Shaw/Getty Images Golden State Warriors lagði Boston Celtics með tíu stiga mun í fimmta leik liðanna í úrslitaeinvígi NBA deildarinnar í körfubolta. Lokatölur í nótt 104-94 sem þýðir að Golden State er 3-2 yfir í einvíginu og aðeins einum sigri frá því að landa NBA meistaratitlinum. Einvígið hefur verið hin besta skemmtun til þessa en Stephen Curry sá til þess að staðan var 2-2 eftir fjóra leiki en hann var hreint út sagt magnaður í síðasta leik. Nú var komið að öðrum leikmönnum Stríðsmannanna að stíga upp. Segja má að varnarleikur liðsins hafi skapað sigur kvöldsins en annan leikinn í röð tókst Boston ekki að komast í þriggja stafa tölu. Varnarleikurinn í fyrsta leikhluta skóp að vissu leyti sigurinn þar sem Boston skoraði aðeins 16 stig gegn 27 í honum. Munurinn í hálfleik var tólf stig, 51-39. Í síðari hálfleik hins vegar vaknaði Boston liðið og gerði verulegt áhlaup. Liðið raðaði niður stigum og komst yfir í þriðja leikhluta. Heimamenn rönkuðu hins vegar við sér og voru einu stigi yfir fyrir fjórða og síðasta leikhluta leiksins þökk sé ótrúlegu skoti Jordan Poole lengst utan af velli er flautan gall. Jordan Poole with another long-distance buzzer-beater on ABC! pic.twitter.com/zkrcFE2uxC— NBA (@NBA) June 14, 2022 Eftir það virtist allt loft úr gestunum frá Boston og Stríðsmennirnir fundu aftur taktinn. Fór það svo að Golden State Warriors unnu tíu stiga sigur, 104-94. Liðið er því aðeins einum sigri frá því að vinna NBA deildina, eitthvað sem liðið hefur ekki gert síðan árið 2018. Andrew Wiggins var stigahæstur í liði Golden State með 26 stig ásamt því að taka 13 fráköst. Klay Thompson skoraði 21 stig og þá skoraði Stephen Curry 16 stig og gaf 8 stoðsendingar. Curry hitti ekki úr einu af 9 þriggja stiga skotum sínum í leiknum. Like Father, Like Son36 years after his father's clutch Game 5 performance in The Finals, Andrew Wiggins (26 PTS & 13 REB) led the @warriors to a Game 5 victory to take a 3-2 series lead in the #NBAFinals! https://t.co/2YMh63qA6W pic.twitter.com/dz7re0LSU6— NBA (@NBA) June 14, 2022 Hjá Boston var Jayson Tatum með 27 stig og 10 fráköst á meðan Marcus Smart skoraði 20 stig og Jaylen Brown skoraði 18 og tók 9 fráköst. Sjötti leikur liðanna fer fram í Boston á aðfaranótt Þjóðveldisdagsins 17. júní. Heimamenn þurfa sigur þar til að koma einvíginu í oddaleik. Körfubolti NBA Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Enski boltinn „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Leik lokið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri Sjá meira
Einvígið hefur verið hin besta skemmtun til þessa en Stephen Curry sá til þess að staðan var 2-2 eftir fjóra leiki en hann var hreint út sagt magnaður í síðasta leik. Nú var komið að öðrum leikmönnum Stríðsmannanna að stíga upp. Segja má að varnarleikur liðsins hafi skapað sigur kvöldsins en annan leikinn í röð tókst Boston ekki að komast í þriggja stafa tölu. Varnarleikurinn í fyrsta leikhluta skóp að vissu leyti sigurinn þar sem Boston skoraði aðeins 16 stig gegn 27 í honum. Munurinn í hálfleik var tólf stig, 51-39. Í síðari hálfleik hins vegar vaknaði Boston liðið og gerði verulegt áhlaup. Liðið raðaði niður stigum og komst yfir í þriðja leikhluta. Heimamenn rönkuðu hins vegar við sér og voru einu stigi yfir fyrir fjórða og síðasta leikhluta leiksins þökk sé ótrúlegu skoti Jordan Poole lengst utan af velli er flautan gall. Jordan Poole with another long-distance buzzer-beater on ABC! pic.twitter.com/zkrcFE2uxC— NBA (@NBA) June 14, 2022 Eftir það virtist allt loft úr gestunum frá Boston og Stríðsmennirnir fundu aftur taktinn. Fór það svo að Golden State Warriors unnu tíu stiga sigur, 104-94. Liðið er því aðeins einum sigri frá því að vinna NBA deildina, eitthvað sem liðið hefur ekki gert síðan árið 2018. Andrew Wiggins var stigahæstur í liði Golden State með 26 stig ásamt því að taka 13 fráköst. Klay Thompson skoraði 21 stig og þá skoraði Stephen Curry 16 stig og gaf 8 stoðsendingar. Curry hitti ekki úr einu af 9 þriggja stiga skotum sínum í leiknum. Like Father, Like Son36 years after his father's clutch Game 5 performance in The Finals, Andrew Wiggins (26 PTS & 13 REB) led the @warriors to a Game 5 victory to take a 3-2 series lead in the #NBAFinals! https://t.co/2YMh63qA6W pic.twitter.com/dz7re0LSU6— NBA (@NBA) June 14, 2022 Hjá Boston var Jayson Tatum með 27 stig og 10 fráköst á meðan Marcus Smart skoraði 20 stig og Jaylen Brown skoraði 18 og tók 9 fráköst. Sjötti leikur liðanna fer fram í Boston á aðfaranótt Þjóðveldisdagsins 17. júní. Heimamenn þurfa sigur þar til að koma einvíginu í oddaleik.
Körfubolti NBA Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Enski boltinn „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Leik lokið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri Sjá meira