Kominn til Þjóðkirkjunnar og fær 13,2 milljónir í biðlaun frá Ísafjarðarbæ Eiður Þór Árnason skrifar 14. júní 2022 13:07 Birgir Gunnarsson er rekstrarfræðingur og starfaði áður sem forstjóri Reykjalundar og Heilbrigðisstofnunarinnar á Sauðárkróki. Vísir/Vilhelm Birgir Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, fær greiddar 13,2 milljónir króna í biðlaun næstu sex mánuði ef tillaga bæjarráðs nær fram að ganga. Birgir lét af störfum við lok seinasta kjörtímabils og tók við sem framkvæmdastjóri rekstrarstofu Þjóðkirkjunnar fyrr í þessum mánuði. Þetta kemur fram í viðauka við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2022 en Bæjarins besta greindi fyrst frá upphæðinni. Í viðaukanum er vísað til ákvæðis í ráðningarsamningi Birgis frá árinu 2020 sem útlistar að bæjarstjóri fái greidd biðlaun í sex mánuði eftir að störfum hans ljúki. Ekki var gert ráð fyrir þessari fjárhæð í launaáætlun Ísafjarðarbæjar fyrir þetta ár og er því óskað eftir heimild í viðauka við fjárhagsáætlunina. Viðaukinn var lagður fram á fundi bæjarráðs í gær og bíður samþykkis bæjarstjórnar. Í viðaukanum er sömuleiðis gert ráð fyrir 15,5 milljóna króna hækkun á framlagi úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga sem er sagt standa undir biðlaununum Birgis og annarri kostnaðaraukningu. Í bókun bæjarráðs segir að í ljósi þessa sé ekki gert ráð fyrir því að viðbótarkostnaðurinn hafi nein áhrif á rekstrarniðurstöðu Ísafjarðarbæjar á þessu ári. Byrjaði með 1,6 milljónir króna Greint var frá því þegar Birgir var ráðinn bæjarstjóri árið 2020 að hann fengi 1,6 milljón króna í laun á mánuði fyrir að gegna embættinu, að bifreiðastyrk meðtöldum. Þá átti að endurreikna launin í byrjun hvers árs til samræmis við breytingar á launavísitölu en vísitalan hækkaði um hátt í tuttugu prósent frá ársbyrjun 2020 til upphafs 2022. Fram kom í Tekjublaði Frjálsrar verslunar í fyrra að Birgir væri efstur á lista yfir tekjuhæstu sveitarstjórnarmennina árið 2020. Miðað við greitt útsvar var hann þá að jafnaði með 3,1 milljón króna í tekjur á mánuði, samkvæmt útreikningum Frjálsrar verslunar. Út frá því var Birgir meðal annars tekjuhærri en kollegar hans í Garðabæ, Kópavogi, Mosfellsbæ, Reykjavík og á Akranesi. Birgir tók við bæjarstjórastólnum í Ísafjarðarbæ þann 1. mars 2020. Áætlaðar tekjur hans það ár eins og þær birtast í Tekjublaðinu endurspegla ekki endilega föst laun hans og geta litast af aukastörfum, hlunnindum vegna kaupréttarsamninga, bónusum og úttekt á séreignarsparnaði. Ísafjarðarbær Kjaramál Þjóðkirkjan Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent Fleiri fréttir Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Sjá meira
Þetta kemur fram í viðauka við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2022 en Bæjarins besta greindi fyrst frá upphæðinni. Í viðaukanum er vísað til ákvæðis í ráðningarsamningi Birgis frá árinu 2020 sem útlistar að bæjarstjóri fái greidd biðlaun í sex mánuði eftir að störfum hans ljúki. Ekki var gert ráð fyrir þessari fjárhæð í launaáætlun Ísafjarðarbæjar fyrir þetta ár og er því óskað eftir heimild í viðauka við fjárhagsáætlunina. Viðaukinn var lagður fram á fundi bæjarráðs í gær og bíður samþykkis bæjarstjórnar. Í viðaukanum er sömuleiðis gert ráð fyrir 15,5 milljóna króna hækkun á framlagi úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga sem er sagt standa undir biðlaununum Birgis og annarri kostnaðaraukningu. Í bókun bæjarráðs segir að í ljósi þessa sé ekki gert ráð fyrir því að viðbótarkostnaðurinn hafi nein áhrif á rekstrarniðurstöðu Ísafjarðarbæjar á þessu ári. Byrjaði með 1,6 milljónir króna Greint var frá því þegar Birgir var ráðinn bæjarstjóri árið 2020 að hann fengi 1,6 milljón króna í laun á mánuði fyrir að gegna embættinu, að bifreiðastyrk meðtöldum. Þá átti að endurreikna launin í byrjun hvers árs til samræmis við breytingar á launavísitölu en vísitalan hækkaði um hátt í tuttugu prósent frá ársbyrjun 2020 til upphafs 2022. Fram kom í Tekjublaði Frjálsrar verslunar í fyrra að Birgir væri efstur á lista yfir tekjuhæstu sveitarstjórnarmennina árið 2020. Miðað við greitt útsvar var hann þá að jafnaði með 3,1 milljón króna í tekjur á mánuði, samkvæmt útreikningum Frjálsrar verslunar. Út frá því var Birgir meðal annars tekjuhærri en kollegar hans í Garðabæ, Kópavogi, Mosfellsbæ, Reykjavík og á Akranesi. Birgir tók við bæjarstjórastólnum í Ísafjarðarbæ þann 1. mars 2020. Áætlaðar tekjur hans það ár eins og þær birtast í Tekjublaðinu endurspegla ekki endilega föst laun hans og geta litast af aukastörfum, hlunnindum vegna kaupréttarsamninga, bónusum og úttekt á séreignarsparnaði.
Ísafjarðarbær Kjaramál Þjóðkirkjan Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent Fleiri fréttir Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Sjá meira